Erlend verslun að færast aftur heim Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. nóvember 2017 19:30 Vísbendingar eru um að dregið hafi úr verslunarferðum Íslendinga til annarra landa og að erlend verslun sé að færast aftur heim, segir framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Líklegasta skýringin séu erlendar hefðir sem hafa verið að ryðja sér til rúms hér á landi. Lögfræðingur hjá Neytendastofu biður fólk um að vera á varðbergi því dæmi séu um að verslanir misnoti sér kaupgleði landans.Erlendar hefðir að festa sig í sessi Kaupmenn hafa undanfarnar vikur auglýst útsölur sem aldrei fyrr en tilefnið eru stórir afsláttardagar sem allir eiga rætur sínar að rekja til útlanda, og virðast vera að ryðja sér til rúms hér á landi. Hvert sölumetið á fætur öðru hefur fallið, og fastlega er gert ráð fyrir að nýtt met falli í dag á rafrænum mánudegi, eða Cyber Monday, þar sem netverslanir bjóða afslætti. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir að þrátt fyrir að vissulega séu skiptar skoðanir á ágæti erlendra hefða hér á landi – sé það ljóst að neytendur fagni lægra vöruverði. „Þessir þrír stóru dagar núna í nóvember hafa að okkar mati haft þau áhrif að það er mun minni hvati til þess að fara í svokallaðar verslunarferðir til útlanda og fólk getur gert sömu reifarakaupin hér og það gerir annars staðar. Enda held ég að það sé alveg ljóst að það hefur dregið mjög úr verslunarferðum til borganna í kringum okkur og það má rekja til þess að fólk getur gert góð eða jafngóð kaup hérna heima,“ segir Andrés. Þá hafi dagarnir sömuleiðis haft jákvæð áhrif á jólaverslun. „Þetta hefur haft þau áhrif að jólaverslun dreifist meira. Þ.e stærri hluti jólaverslunarinnar verður í nóvembermánuði og það er jákvætt," segir hann.En er fólk að kaupa meira? „Örugglega. Það er tilgangurinn með þessu öllu saman."Þórunn tekur fram að þó ábendingum hafi ekki fjölgað í ár - séu þær alltaf til staðar.Ekki allir sem standa sína plikt Þórunn Anna Árnadóttir, sviðsstjóri neytendaréttarsviðs Neytendastofu, tekur undir það að lægra vöruverð sé alltaf gleðiefni. Hins vegar séu dæmi um að verslanir misnoti sér kaupgleði Íslendinga og hækki verð rétt fyrir útsölur. Hún hvetur fólk til þess að fylgjast vel með og að hafa samband við stofnunina, telji það sig hafa verið svikið. „Í gegnum tíðina höfum við fengið mjög mikið af ábendingum um það og það eru neytendur sem hafa fylgst með vörunum og séð að þær eru á tilteknu verði,“ segir hún. „Við erum núna með til skoðunar ábendingar um að fyrirtæki hafi hreinlega hækkað verð og að verðið á útsölu sé í rauninni hærra en áður en útsalan byrjaði.“ Þórunn bendir á að hægt sé að senda ábendingar í gegnum vefsíðu Neytendastofu; www.neytendastofa.is. Tengdar fréttir Gríðarleg netsala á Degi einhleypra Dagur einhleypra er haldinn hátíðlegur í dag en mikið kaupæði grípur jafnan Kínverja í tengslum við daginn. 11. nóvember 2017 08:48 Svartur föstudagur aldrei verið stærri hér á landi Margrét Sanders, formaður Samtaka verslunar og þjónsutu, segir að Black friday eða Svartur föstudagur hafi aldrei verið stærri en í ár. 24. nóvember 2017 22:00 Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Sjá meira
Vísbendingar eru um að dregið hafi úr verslunarferðum Íslendinga til annarra landa og að erlend verslun sé að færast aftur heim, segir framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Líklegasta skýringin séu erlendar hefðir sem hafa verið að ryðja sér til rúms hér á landi. Lögfræðingur hjá Neytendastofu biður fólk um að vera á varðbergi því dæmi séu um að verslanir misnoti sér kaupgleði landans.Erlendar hefðir að festa sig í sessi Kaupmenn hafa undanfarnar vikur auglýst útsölur sem aldrei fyrr en tilefnið eru stórir afsláttardagar sem allir eiga rætur sínar að rekja til útlanda, og virðast vera að ryðja sér til rúms hér á landi. Hvert sölumetið á fætur öðru hefur fallið, og fastlega er gert ráð fyrir að nýtt met falli í dag á rafrænum mánudegi, eða Cyber Monday, þar sem netverslanir bjóða afslætti. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir að þrátt fyrir að vissulega séu skiptar skoðanir á ágæti erlendra hefða hér á landi – sé það ljóst að neytendur fagni lægra vöruverði. „Þessir þrír stóru dagar núna í nóvember hafa að okkar mati haft þau áhrif að það er mun minni hvati til þess að fara í svokallaðar verslunarferðir til útlanda og fólk getur gert sömu reifarakaupin hér og það gerir annars staðar. Enda held ég að það sé alveg ljóst að það hefur dregið mjög úr verslunarferðum til borganna í kringum okkur og það má rekja til þess að fólk getur gert góð eða jafngóð kaup hérna heima,“ segir Andrés. Þá hafi dagarnir sömuleiðis haft jákvæð áhrif á jólaverslun. „Þetta hefur haft þau áhrif að jólaverslun dreifist meira. Þ.e stærri hluti jólaverslunarinnar verður í nóvembermánuði og það er jákvætt," segir hann.En er fólk að kaupa meira? „Örugglega. Það er tilgangurinn með þessu öllu saman."Þórunn tekur fram að þó ábendingum hafi ekki fjölgað í ár - séu þær alltaf til staðar.Ekki allir sem standa sína plikt Þórunn Anna Árnadóttir, sviðsstjóri neytendaréttarsviðs Neytendastofu, tekur undir það að lægra vöruverð sé alltaf gleðiefni. Hins vegar séu dæmi um að verslanir misnoti sér kaupgleði Íslendinga og hækki verð rétt fyrir útsölur. Hún hvetur fólk til þess að fylgjast vel með og að hafa samband við stofnunina, telji það sig hafa verið svikið. „Í gegnum tíðina höfum við fengið mjög mikið af ábendingum um það og það eru neytendur sem hafa fylgst með vörunum og séð að þær eru á tilteknu verði,“ segir hún. „Við erum núna með til skoðunar ábendingar um að fyrirtæki hafi hreinlega hækkað verð og að verðið á útsölu sé í rauninni hærra en áður en útsalan byrjaði.“ Þórunn bendir á að hægt sé að senda ábendingar í gegnum vefsíðu Neytendastofu; www.neytendastofa.is.
Tengdar fréttir Gríðarleg netsala á Degi einhleypra Dagur einhleypra er haldinn hátíðlegur í dag en mikið kaupæði grípur jafnan Kínverja í tengslum við daginn. 11. nóvember 2017 08:48 Svartur föstudagur aldrei verið stærri hér á landi Margrét Sanders, formaður Samtaka verslunar og þjónsutu, segir að Black friday eða Svartur föstudagur hafi aldrei verið stærri en í ár. 24. nóvember 2017 22:00 Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Sjá meira
Gríðarleg netsala á Degi einhleypra Dagur einhleypra er haldinn hátíðlegur í dag en mikið kaupæði grípur jafnan Kínverja í tengslum við daginn. 11. nóvember 2017 08:48
Svartur föstudagur aldrei verið stærri hér á landi Margrét Sanders, formaður Samtaka verslunar og þjónsutu, segir að Black friday eða Svartur föstudagur hafi aldrei verið stærri en í ár. 24. nóvember 2017 22:00