Íslandsmet í sölu á netmánudegi: „Á við mánaðarsölu“ Daníel Freyr Birkisson skrifar 28. nóvember 2017 15:02 Sala á netmánudegi Heimkaupa er á við mánaðarsölu hjá fyrirtækinu. heimkaup Íslenska vefverslunin Heimkaup sló í gær sölumet á hinum svokallaða netmánudegi (Cyber Monday) sem sækir í bandaríska fyrirmynd. Um er að ræða 36 prósent söluaukningu á milli ára, það er frá netmánudegi í fyrra og svo nú í ár. Guðmundur Magnason, framkvæmdastjóri Heimkaupa, segir söluna vera Íslandsmet. „Þetta er stærsti söludagurinn okkar á hverju ári, hann er á við mánaðarsölu,“ segir Guðmundur. Það seldust 18 þúsund vörur í gær á 6 þúsund sölunúmerum. Hann segir dreifinguna mikla og augljóst að fólk sé að sækja í úrvalið í vefverslunum. „Fólk sækir í úrval í vefverslunum en stærsti söluflokkurinn okkar í gær voru stóru raftækin, til dæmis þvottavélar, þurrkarar, ísskápar og frystikistur. Í öðru sæti voru litlu raftækin.“ Hann telur að hefðin fyrir þessum dögum erlendis, það er svörtum föstudegi og netmánudegi, hafi undanfarin ár borist hratt til Íslands. „Neytendur sjá á erlendum vefsíðum að þessir dagar eru að renna upp. Í kjölfarið verður fólk meðvitað um þá. Singles Day kom líka vel út hjá okkur, salan þar var um 20 prósent af sölunni á Cyber Monday.“Guðmundur Magnason, framkvæmdastjóri Heimkaup.Úr einkasafniVefverslun Amazon fyrirmyndinHeimkaup er í stöðugri í útrás segir Guðmundur. „Við erum að vinna í því að verða hin íslenska „everything store“ og það er ekkert leyndarmál að Amazon er okkar fyrirmynd.“ Cyber Monday eða netmánudagur, eins og hann útleggst á íslensku, sækir fyrirmynd sína til Bandaríkjanna og er markmiðið að viðskiptavinir fyrirtækja versli vörur á netinu í sem mestum mæli. Netmánudagur fer fram ár hvert í kjölfar svarts föstudags (Black Friday) þar sem sala í verslunum rýkur upp daginn eftir þakkargjörðarhátíðina. Starfsemi Heimkaupa fer fram á Smáratorgi. Fyrirtækið gerði nýlega samning við búsáhaldafyrirtækið El-Salg A/S. Það er þar með komið í hóp 8.800 verslana Euronics. Tengdar fréttir Heimkaup komið í hóp verslana Euronics Heimkaup.is gekk nýverið frá kaupum á hlut í danska búsáhaldafyrirtækinu El-Salg A/S. Fyrirtækið er þar með komið í hóp 8.800 verslana í Euronics innkaupasambandinu sem fær að sögn Guðmundar Magnasonar, framkvæmdastjóra Heimkaups, betra innkaupsverð í krafti stærðar sinnar hjá öllum stærstu raftækjaframleiðendum heims. 22. nóvember 2017 10:00 Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur „Menn trúðu því um tíma að hægt væri að semja við skrattann“ Atvinnulíf Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Íslenska vefverslunin Heimkaup sló í gær sölumet á hinum svokallaða netmánudegi (Cyber Monday) sem sækir í bandaríska fyrirmynd. Um er að ræða 36 prósent söluaukningu á milli ára, það er frá netmánudegi í fyrra og svo nú í ár. Guðmundur Magnason, framkvæmdastjóri Heimkaupa, segir söluna vera Íslandsmet. „Þetta er stærsti söludagurinn okkar á hverju ári, hann er á við mánaðarsölu,“ segir Guðmundur. Það seldust 18 þúsund vörur í gær á 6 þúsund sölunúmerum. Hann segir dreifinguna mikla og augljóst að fólk sé að sækja í úrvalið í vefverslunum. „Fólk sækir í úrval í vefverslunum en stærsti söluflokkurinn okkar í gær voru stóru raftækin, til dæmis þvottavélar, þurrkarar, ísskápar og frystikistur. Í öðru sæti voru litlu raftækin.“ Hann telur að hefðin fyrir þessum dögum erlendis, það er svörtum föstudegi og netmánudegi, hafi undanfarin ár borist hratt til Íslands. „Neytendur sjá á erlendum vefsíðum að þessir dagar eru að renna upp. Í kjölfarið verður fólk meðvitað um þá. Singles Day kom líka vel út hjá okkur, salan þar var um 20 prósent af sölunni á Cyber Monday.“Guðmundur Magnason, framkvæmdastjóri Heimkaup.Úr einkasafniVefverslun Amazon fyrirmyndinHeimkaup er í stöðugri í útrás segir Guðmundur. „Við erum að vinna í því að verða hin íslenska „everything store“ og það er ekkert leyndarmál að Amazon er okkar fyrirmynd.“ Cyber Monday eða netmánudagur, eins og hann útleggst á íslensku, sækir fyrirmynd sína til Bandaríkjanna og er markmiðið að viðskiptavinir fyrirtækja versli vörur á netinu í sem mestum mæli. Netmánudagur fer fram ár hvert í kjölfar svarts föstudags (Black Friday) þar sem sala í verslunum rýkur upp daginn eftir þakkargjörðarhátíðina. Starfsemi Heimkaupa fer fram á Smáratorgi. Fyrirtækið gerði nýlega samning við búsáhaldafyrirtækið El-Salg A/S. Það er þar með komið í hóp 8.800 verslana Euronics.
Tengdar fréttir Heimkaup komið í hóp verslana Euronics Heimkaup.is gekk nýverið frá kaupum á hlut í danska búsáhaldafyrirtækinu El-Salg A/S. Fyrirtækið er þar með komið í hóp 8.800 verslana í Euronics innkaupasambandinu sem fær að sögn Guðmundar Magnasonar, framkvæmdastjóra Heimkaups, betra innkaupsverð í krafti stærðar sinnar hjá öllum stærstu raftækjaframleiðendum heims. 22. nóvember 2017 10:00 Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur „Menn trúðu því um tíma að hægt væri að semja við skrattann“ Atvinnulíf Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Heimkaup komið í hóp verslana Euronics Heimkaup.is gekk nýverið frá kaupum á hlut í danska búsáhaldafyrirtækinu El-Salg A/S. Fyrirtækið er þar með komið í hóp 8.800 verslana í Euronics innkaupasambandinu sem fær að sögn Guðmundar Magnasonar, framkvæmdastjóra Heimkaups, betra innkaupsverð í krafti stærðar sinnar hjá öllum stærstu raftækjaframleiðendum heims. 22. nóvember 2017 10:00