Mikilvægt að velja dekk við hæfi Finnur Thorlacius skrifar 14. nóvember 2017 16:33 Eitt stærsta öryggistæki hvers bíls eru dekkin sem undir honum eru. Klettur, umboðsaðili Goodyear á Íslandi, stóð nýlega fyrir dekkjaprófunum á Kvartmílubrautinni í Hafnarfirði fyrir viðskiptavini sína og starfsmenn. Meginmarkmiðið var að kanna muninn á hemlunarvegalengd og akstureiginleikum góðra sumardekkja, góðra vetrardekkja og ódýrra vetrardekkja í bleytu. Tilgangur prófananna var sýna fram á mikilvægi þess að bílar séu á réttum hjólbörðum við réttar aðstæður. Prófið var framkvæmt þannig að ekið var á 80 km/klst og hemlað á fyrirfram ákveðnum stað. Það er skemmst frá því að segja hemlunarvegalengd sumardekkjanna var að jafnaði um 12 metrum skemmri en hemlunarvegalengd ódýru vetrardekkjanna. Á sumrin er mikilvægt að vera á góðum sumardekkjum þar sem hemlunarvegalengd er mun minni og eldsneytiseyðsla bíla á þeim dekkjum er einnig minni. Á móti skiptir miklu máli að vera á góðum vetrardekkjum, negldum eða ónegldum, þegar hálka og snjór gera vart við sig þar sem þau dekk eru hönnuð fyrir þær aðstæður. Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent
Klettur, umboðsaðili Goodyear á Íslandi, stóð nýlega fyrir dekkjaprófunum á Kvartmílubrautinni í Hafnarfirði fyrir viðskiptavini sína og starfsmenn. Meginmarkmiðið var að kanna muninn á hemlunarvegalengd og akstureiginleikum góðra sumardekkja, góðra vetrardekkja og ódýrra vetrardekkja í bleytu. Tilgangur prófananna var sýna fram á mikilvægi þess að bílar séu á réttum hjólbörðum við réttar aðstæður. Prófið var framkvæmt þannig að ekið var á 80 km/klst og hemlað á fyrirfram ákveðnum stað. Það er skemmst frá því að segja hemlunarvegalengd sumardekkjanna var að jafnaði um 12 metrum skemmri en hemlunarvegalengd ódýru vetrardekkjanna. Á sumrin er mikilvægt að vera á góðum sumardekkjum þar sem hemlunarvegalengd er mun minni og eldsneytiseyðsla bíla á þeim dekkjum er einnig minni. Á móti skiptir miklu máli að vera á góðum vetrardekkjum, negldum eða ónegldum, þegar hálka og snjór gera vart við sig þar sem þau dekk eru hönnuð fyrir þær aðstæður.
Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent