Norski olíusjóðurinn hyggst selja hlutabréf sín í olíu- og gasfyrirtækjum Daníel Freyr Birkisson skrifar 16. nóvember 2017 15:39 Tillagan þarfnast samþykkis fjármálaráðuneytisins og norska þingsins. Vísir/AP Stjórnendur norska olíusjóðsins hafa lagt það til að sjóðurinn selji hlutabréf sín í fyrirtækjum í olíu og gasiðnaði. Eignir sjóðsins eru metnar á rúmlega eina billjón (þúsund milljarðar) dollara og er hann sá stærsti sinnar tegundar í heiminum. Þetta kemur fram í bréfi sem Seðlabanki Noregs, sem stýrir eignum olíusjóðsins, hefur sent til norska fjármálaráðuneytisins. Tillagan þarfnast samþykki ráðuneytisins og norska Stórþingsins. Í kringum sex prósent af heildareignum norska olíusjóðsins eru bundin í hlutabréfum í olíu- og gasfyrirtækjum, að því er fram kemur í frétt Financial Times. Í bréfi norska seðlabankans segir að með þessu móti, en Noregur er einn af stærstu olíuframleiðendum heims, yrði dregið úr áhættu norska hagkerfisins gagnvart verðþróun í olíu- og gasiðnaði. Norski olíusjóðurinn er meðal annars hluthafi í alþjóðlegum orkufyrirtækjum á borð við BP, Royal Dutch og ExxonMobil. Sjóðurinn hefur á undanförnum árum stækkað ört og í dag nema heildareignir hans nærri tvö hundruð prósent af landsframleiðslu Noregs. Mest lesið Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Stjórnendur norska olíusjóðsins hafa lagt það til að sjóðurinn selji hlutabréf sín í fyrirtækjum í olíu og gasiðnaði. Eignir sjóðsins eru metnar á rúmlega eina billjón (þúsund milljarðar) dollara og er hann sá stærsti sinnar tegundar í heiminum. Þetta kemur fram í bréfi sem Seðlabanki Noregs, sem stýrir eignum olíusjóðsins, hefur sent til norska fjármálaráðuneytisins. Tillagan þarfnast samþykki ráðuneytisins og norska Stórþingsins. Í kringum sex prósent af heildareignum norska olíusjóðsins eru bundin í hlutabréfum í olíu- og gasfyrirtækjum, að því er fram kemur í frétt Financial Times. Í bréfi norska seðlabankans segir að með þessu móti, en Noregur er einn af stærstu olíuframleiðendum heims, yrði dregið úr áhættu norska hagkerfisins gagnvart verðþróun í olíu- og gasiðnaði. Norski olíusjóðurinn er meðal annars hluthafi í alþjóðlegum orkufyrirtækjum á borð við BP, Royal Dutch og ExxonMobil. Sjóðurinn hefur á undanförnum árum stækkað ört og í dag nema heildareignir hans nærri tvö hundruð prósent af landsframleiðslu Noregs.
Mest lesið Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf