Kenny Dalglish mun aldrei aftur koma nálægt Hillsborough vellinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2017 10:00 Kenny Dalglish á þessum hræðilega degi á Hillsborough í apríl 1989. Vísir/Getty Kenny Dalglish hefur upplifað allt á mögnuðum ferli sem knattspyrnumaður og knattspyrnustjóri og nú er komin til sýningar ný heimildarmynd um kappann í Englandi. Kvikmyndin heitir Kenny og fjallar um feril Kenny Dalglish þar sem hann hefur upplifað marga sigra en einnig gengið í gegnum miklar raunir enda vitni að þremur af stærstu hörmungum fótboltans á síðustu áratugum. 'Kop Idol' A Kenny Dalglish special.https://t.co/5F0qkC7HEApic.twitter.com/zDRadNXn5o — BBC 5 live Sport (@5liveSport) November 17, 2017 BBC er með viðtal við Kenny Dalglish í tilefni af myndinni og þar á meðal er talað um Hillsborough harmleikinn þar sem 96 stuðningsmenn Liverpool krömdust til bana. Í viðtalinu berst talið að Hillsborough harmleiknum og hinum tveimur slysunum sem Kenny Dalglish varð vitni að. Dalglish var á Ibrox leikvanginum þegar 66 stuðningsmenn Rangers krömdust til bana 1971, hann var í búningsklefanum á Heysel leikvanginum þegar 39 áhorfendur létust þegar veggur hrundi fyrir úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliða 1985 og hann var á hliðarlínunni og á vellinum á þessum hræðilega degi á Hillsborough leikvanginum 15. apríl 1989. Blaðamaður BBC segir áhrifamesta atriði myndarinnar vera þegar kemur að umfjölluninni um Hillsborough en þar sést Kenny Dalglish stöðva bílinn á hæð með útsýni yfir leikvanginn. Kenny Dalglish var nefnilega ekki reiðubúinn að fara nær. Hann hefur stýrt liðum Liverpool, Blackburn Rovers og Newcastle United á leikvanginum eftir harmleikinn en það sem eftir lifir ævinnar getur hann ekki fengið sig til að heimsækja staðinn þar sem upplifi versta dag ævinnar. Eftirmálar atburðarins reyndu líka mikið á hann og tóku sinn toll. „Þetta var eins nálægt og ég var tilbúinn að fara. Ég mun aldrei gleyma því sem gerðist þarna. Ég gat bara ekki farið aftur þangað hvort sem að það sé rétt eða rangt. Það er það rétta fyrir mig,“ sagði Kenny Dalglish við blaðamann BBC. Hann fór síðan að tala um fjölskyldurnar sem misstu ástvini sína í harmleiknum en Kenny Dalglish mætti í jarðarfarir þeirra sem létust í slysinu og var stundum að fara í allt að fjórar jarðafarir á dag. Eiginkona hans og dóttir lýsa í myndinni áhrifin sem þessi hörmulegi atburður hafði á Dalglish bæði andlega og líkamlega. Hann hélt áfram sem stjóri Liverpool og gerði liðið að meisturum tímabilið á eftir en hætti síðan óvænt sem stjóri félagsins í febrúar 1991. Hillsborough harmleikurinn átti mestan þátt í því. Það má lesa viðtalið við Kenny Dalglish á BBC með því að smella hér. On @5liveSport now, @tomfordyce presents a Kenny Dalglish special. Listen: https://t.co/C093m9n0IRpic.twitter.com/zpcIllPed2 — BBC Sport (@BBCSport) November 16, 2017 Enski boltinn Hillsborough-slysið Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ Sjá meira
Kenny Dalglish hefur upplifað allt á mögnuðum ferli sem knattspyrnumaður og knattspyrnustjóri og nú er komin til sýningar ný heimildarmynd um kappann í Englandi. Kvikmyndin heitir Kenny og fjallar um feril Kenny Dalglish þar sem hann hefur upplifað marga sigra en einnig gengið í gegnum miklar raunir enda vitni að þremur af stærstu hörmungum fótboltans á síðustu áratugum. 'Kop Idol' A Kenny Dalglish special.https://t.co/5F0qkC7HEApic.twitter.com/zDRadNXn5o — BBC 5 live Sport (@5liveSport) November 17, 2017 BBC er með viðtal við Kenny Dalglish í tilefni af myndinni og þar á meðal er talað um Hillsborough harmleikinn þar sem 96 stuðningsmenn Liverpool krömdust til bana. Í viðtalinu berst talið að Hillsborough harmleiknum og hinum tveimur slysunum sem Kenny Dalglish varð vitni að. Dalglish var á Ibrox leikvanginum þegar 66 stuðningsmenn Rangers krömdust til bana 1971, hann var í búningsklefanum á Heysel leikvanginum þegar 39 áhorfendur létust þegar veggur hrundi fyrir úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliða 1985 og hann var á hliðarlínunni og á vellinum á þessum hræðilega degi á Hillsborough leikvanginum 15. apríl 1989. Blaðamaður BBC segir áhrifamesta atriði myndarinnar vera þegar kemur að umfjölluninni um Hillsborough en þar sést Kenny Dalglish stöðva bílinn á hæð með útsýni yfir leikvanginn. Kenny Dalglish var nefnilega ekki reiðubúinn að fara nær. Hann hefur stýrt liðum Liverpool, Blackburn Rovers og Newcastle United á leikvanginum eftir harmleikinn en það sem eftir lifir ævinnar getur hann ekki fengið sig til að heimsækja staðinn þar sem upplifi versta dag ævinnar. Eftirmálar atburðarins reyndu líka mikið á hann og tóku sinn toll. „Þetta var eins nálægt og ég var tilbúinn að fara. Ég mun aldrei gleyma því sem gerðist þarna. Ég gat bara ekki farið aftur þangað hvort sem að það sé rétt eða rangt. Það er það rétta fyrir mig,“ sagði Kenny Dalglish við blaðamann BBC. Hann fór síðan að tala um fjölskyldurnar sem misstu ástvini sína í harmleiknum en Kenny Dalglish mætti í jarðarfarir þeirra sem létust í slysinu og var stundum að fara í allt að fjórar jarðafarir á dag. Eiginkona hans og dóttir lýsa í myndinni áhrifin sem þessi hörmulegi atburður hafði á Dalglish bæði andlega og líkamlega. Hann hélt áfram sem stjóri Liverpool og gerði liðið að meisturum tímabilið á eftir en hætti síðan óvænt sem stjóri félagsins í febrúar 1991. Hillsborough harmleikurinn átti mestan þátt í því. Það má lesa viðtalið við Kenny Dalglish á BBC með því að smella hér. On @5liveSport now, @tomfordyce presents a Kenny Dalglish special. Listen: https://t.co/C093m9n0IRpic.twitter.com/zpcIllPed2 — BBC Sport (@BBCSport) November 16, 2017
Enski boltinn Hillsborough-slysið Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ Sjá meira