George Bush eldri sakaður um að þukla á túlki Kjartan Kjartansson skrifar 17. nóvember 2017 15:33 Bush eldri virðist hafa lagt það í vana sinn að klípa konur í rassinn ef marka má frásagnir nokkurra kvenna undanfarið. Vísir/AFP Enn ein konan hefur bæst í hóp þeirra sem saka George H.W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, um kynferðislega áreitni. Kona sem vann sem túlkur á Spáni þegar Bush fundaði með þarlendum ráðherra árið 2004 segir Bush hafa þuklað á sér. Atvikið átti sér stað í kringum fund Bush með José Bono Martínez, þáverandi varnarmálaráðherra Spánar, fyrir þrettán árum, að sögn konunnar sem breska ríkisútvarpið BBC ræddi við. Hún vildi ekki koma fram undir nafni. Þegar kom að myndatöku eftir fundinn segir konann að Bush hafi krafist þess að hún væri með á mynd. Það hafi komið henni í opna skjöldu þar sem túlkar haldi sig yfirleitt til hlés við slíkar myndatökur. „Hann greip í rassinn á mér. Í fyrstu hélt ég að það hefði verið óvart en svo gerði hann það aftur,“ segir hún. Gat ekki brugðist viðSjö aðrar konur hafa sakað Bush um svipað framferði, þar á meðal ein sem var sextán ára gömul þegar hún segir að forsetinn fyrrverandi hafi þuklað á sér. Þegar atvikið með túlkinum átti sér stað voru samskipti Spánar og Bandaríkjanna viðkvæm. Ný ríkisstjórn sósíalistans José Luis Zapatero hafði þá dregið spænskar hersveitir frá Írak. BBC segir að fundur Bush og Martínez hafi líklega verið ætlað að reyna að bæta samskipti Zapatero og George W. Bush, sonar Bush eldri, sem þá var forseti Bandaríkjanna. „Ég var meira reið en í uppnámi en ég gat ekki sagt neitt við þessar kringumstæður. Ég man að ég hugsaði á þessum tíma að hann væri að gera þetta vegna þess að hann vissi að ég gæti ekki sagt neitt,“ segir túlkurinn við BBC. Talsmaður Bush hefur ekki svarað ásökunum túlksins en hann hefur fram að þessu sagt að Bush hafi það ekki í sér að valdi nokkurri manneskju skaða. Tengdi hann einhver atvikin við það að Bush hefði verið bundinn við hjólastól síðustu árin. Atvikið með túlkinn og unglingsstúlkuna áttu sér hins vegar stað fyrir þann tíma. Bush var forseti Bandaríkjanna frá 1989 til 1993. Sonur hans George W. Bush gegndi embættinu frá 2001 til 2009. MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Kona sakar fyrrverandi Bandaríkjaforseta um að þukla á sér þegar hún var sextán ára George H.W. Bush er sagður hafa gripið þéttingsfast í rass sextán ára stúlku í Texas fyrir fjórtán árum. 13. nóvember 2017 12:06 Önnur kona sakar Bush eldri um kynferðislega áreitni Önnur kona hefur stigið fram og sakað George H.W. Bush fyrrverandi Bandaríkjaforseta um kynferðislega áreitni. 16. nóvember 2017 21:01 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðuneytið rannsakar tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Sjá meira
Enn ein konan hefur bæst í hóp þeirra sem saka George H.W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, um kynferðislega áreitni. Kona sem vann sem túlkur á Spáni þegar Bush fundaði með þarlendum ráðherra árið 2004 segir Bush hafa þuklað á sér. Atvikið átti sér stað í kringum fund Bush með José Bono Martínez, þáverandi varnarmálaráðherra Spánar, fyrir þrettán árum, að sögn konunnar sem breska ríkisútvarpið BBC ræddi við. Hún vildi ekki koma fram undir nafni. Þegar kom að myndatöku eftir fundinn segir konann að Bush hafi krafist þess að hún væri með á mynd. Það hafi komið henni í opna skjöldu þar sem túlkar haldi sig yfirleitt til hlés við slíkar myndatökur. „Hann greip í rassinn á mér. Í fyrstu hélt ég að það hefði verið óvart en svo gerði hann það aftur,“ segir hún. Gat ekki brugðist viðSjö aðrar konur hafa sakað Bush um svipað framferði, þar á meðal ein sem var sextán ára gömul þegar hún segir að forsetinn fyrrverandi hafi þuklað á sér. Þegar atvikið með túlkinum átti sér stað voru samskipti Spánar og Bandaríkjanna viðkvæm. Ný ríkisstjórn sósíalistans José Luis Zapatero hafði þá dregið spænskar hersveitir frá Írak. BBC segir að fundur Bush og Martínez hafi líklega verið ætlað að reyna að bæta samskipti Zapatero og George W. Bush, sonar Bush eldri, sem þá var forseti Bandaríkjanna. „Ég var meira reið en í uppnámi en ég gat ekki sagt neitt við þessar kringumstæður. Ég man að ég hugsaði á þessum tíma að hann væri að gera þetta vegna þess að hann vissi að ég gæti ekki sagt neitt,“ segir túlkurinn við BBC. Talsmaður Bush hefur ekki svarað ásökunum túlksins en hann hefur fram að þessu sagt að Bush hafi það ekki í sér að valdi nokkurri manneskju skaða. Tengdi hann einhver atvikin við það að Bush hefði verið bundinn við hjólastól síðustu árin. Atvikið með túlkinn og unglingsstúlkuna áttu sér hins vegar stað fyrir þann tíma. Bush var forseti Bandaríkjanna frá 1989 til 1993. Sonur hans George W. Bush gegndi embættinu frá 2001 til 2009.
MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Kona sakar fyrrverandi Bandaríkjaforseta um að þukla á sér þegar hún var sextán ára George H.W. Bush er sagður hafa gripið þéttingsfast í rass sextán ára stúlku í Texas fyrir fjórtán árum. 13. nóvember 2017 12:06 Önnur kona sakar Bush eldri um kynferðislega áreitni Önnur kona hefur stigið fram og sakað George H.W. Bush fyrrverandi Bandaríkjaforseta um kynferðislega áreitni. 16. nóvember 2017 21:01 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðuneytið rannsakar tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Sjá meira
Kona sakar fyrrverandi Bandaríkjaforseta um að þukla á sér þegar hún var sextán ára George H.W. Bush er sagður hafa gripið þéttingsfast í rass sextán ára stúlku í Texas fyrir fjórtán árum. 13. nóvember 2017 12:06
Önnur kona sakar Bush eldri um kynferðislega áreitni Önnur kona hefur stigið fram og sakað George H.W. Bush fyrrverandi Bandaríkjaforseta um kynferðislega áreitni. 16. nóvember 2017 21:01