Gerði aðventukrans í stíl við bílinn Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir skrifar 18. nóvember 2017 11:00 Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri í Blómavali að kanna hráefni í næsta aðventukrans. Visir/Antonbrink Aðventan er í huga margra rómantískur tími en jafnframt tími hefða. Fyrsta sunnudag í aðventu ber upp á sunnudaginn 3. desember, aðventan hefst því nokkuð seint í ár. Aðventukransagerð er að margra mati ómissandi hluti af tilverunni á þessum tíma og sumir hafa sterkar skoðanir á því hvernig kransinn eigi að líta út. Útlit þeirra er ekki óháð tískusveiflum frekar en annað. Á tímabili var í tísku að vera með könglakransa eða einungis kerti á bakka með einhverju skrautlegu í stíl en í huga margra er hinn hefðbundni grenikrans sá eini rétti – helst heimagerður.„Ég er enn að melta það hvernig krans ég geri í ár,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, en hann er einn þeirra sem halda fast í þá hefð að gera sinn eigin krans á aðventu. „Ég hef gert minn eigin krans frá því að ég flutti úr foreldrahúsum. Ég vil gera þetta eins og mamma gerði, ég vef hann sjálfur og nota þrjár gerðir af greinum og fjóra klasa af kúlum. Einfaldleikinn er ríkjandi hjá mér, sjaldnast eitthvert dúllerí, mamma var bara með greni en ég skreyti minn aðeins. Fyrir tveimur árum var ég með krans sem ég föndraði inni í bílskúr og svo áttaði ég mig á því þegar ég var búinn með hann að hann var í litasjetteringu við fjölskyldubílinn. Það var skemmtileg tilviljun en ég fór hefðbundnari leið í fyrra. Var með há hvít kerti og rauð ber en plaststjaka og það endaði ekki vel því á aðfangadag kviknaði í kransinum.“ Á hverju ári er varað við eldhættu þegar kertaskreytingar fylla stofur landsmanna, það er greinilega aldrei of varlega farið. „Ég fer praktísku leiðina í þetta sinn, held mig við eldhelda kramarhúsastjaka sem ég hef oft verið með áður og skipti út sprittkertum eftir þörfum.“ Margir eiga ljúfar æskuminningar um notalega fjölskyldustund þegar kveikt var á aðventukertunum. „Eftir að börnin mín urðu eldri er viðhöfnin minni, en þegar þau voru yngri var oft lesin einhver viðeigandi saga þegar kveikt var á kertinu.“ Föndur Jól Mest lesið Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Kim féll Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira
Aðventan er í huga margra rómantískur tími en jafnframt tími hefða. Fyrsta sunnudag í aðventu ber upp á sunnudaginn 3. desember, aðventan hefst því nokkuð seint í ár. Aðventukransagerð er að margra mati ómissandi hluti af tilverunni á þessum tíma og sumir hafa sterkar skoðanir á því hvernig kransinn eigi að líta út. Útlit þeirra er ekki óháð tískusveiflum frekar en annað. Á tímabili var í tísku að vera með könglakransa eða einungis kerti á bakka með einhverju skrautlegu í stíl en í huga margra er hinn hefðbundni grenikrans sá eini rétti – helst heimagerður.„Ég er enn að melta það hvernig krans ég geri í ár,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, en hann er einn þeirra sem halda fast í þá hefð að gera sinn eigin krans á aðventu. „Ég hef gert minn eigin krans frá því að ég flutti úr foreldrahúsum. Ég vil gera þetta eins og mamma gerði, ég vef hann sjálfur og nota þrjár gerðir af greinum og fjóra klasa af kúlum. Einfaldleikinn er ríkjandi hjá mér, sjaldnast eitthvert dúllerí, mamma var bara með greni en ég skreyti minn aðeins. Fyrir tveimur árum var ég með krans sem ég föndraði inni í bílskúr og svo áttaði ég mig á því þegar ég var búinn með hann að hann var í litasjetteringu við fjölskyldubílinn. Það var skemmtileg tilviljun en ég fór hefðbundnari leið í fyrra. Var með há hvít kerti og rauð ber en plaststjaka og það endaði ekki vel því á aðfangadag kviknaði í kransinum.“ Á hverju ári er varað við eldhættu þegar kertaskreytingar fylla stofur landsmanna, það er greinilega aldrei of varlega farið. „Ég fer praktísku leiðina í þetta sinn, held mig við eldhelda kramarhúsastjaka sem ég hef oft verið með áður og skipti út sprittkertum eftir þörfum.“ Margir eiga ljúfar æskuminningar um notalega fjölskyldustund þegar kveikt var á aðventukertunum. „Eftir að börnin mín urðu eldri er viðhöfnin minni, en þegar þau voru yngri var oft lesin einhver viðeigandi saga þegar kveikt var á kertinu.“
Föndur Jól Mest lesið Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Kim féll Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira