Spádómur frá árinu 2014 við það að rætast Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2017 15:00 Jose Altuve og Yuli Gurriel, leikmenn Houston Astros, fagna. Vísir/Getty Þriggja ára gömul forsíða bandaríska íþróttablaðsins Sports Illustrated hefur orðið að fréttamáli í miðri úrslitakeppni bandaríska hafnarboltans. Ástæðan er að fyrir þremur árum skrifaði blaðið forsíðufrétt um Houston Astros liðið þar sem því var slegið upp að eitt slakasta lið deildarinnar myndi verða meistari þremur árum síðar. Nú eru þrjú ár liðin og Houston Astros er einum sigri frá því að vinna meistaratitilinn í fyrsta sinn í sögunni. Los Angeles Dodgers jöfnuðu reyndar metin í 3-3 í nótt og því verður hreinn úrslitaleikur um titilinn. Möguleikinn er því enn til staðar að þessi ótrúlegi en jafnframt nákvæmi spádómur rætist á réttum tíma. Forsíðuna má sjá hér fyrir neðan.Blaðamaðurinn Ben Reiter fékk að kynna sér stjórnunarhættina hjá liði Houston Astros fyrir 2014-tímabilið en þá hafði liðið tapað samtals 324 leikjum á þremur tímabilum á undan. Hann fékk að umgangast þjálfara, njósnara og síðasta en ekki síst tölfræði grúskarana sem fengu mjög stórt hlutverk. Forráðamenn Houston Astros ætluðu að nota tölfræðina til að hjálpa sér að byggja upp meistaralið. Reiter talaði um að Houston Astros væri að taka „Moneyball“ upp á næsta stig. Þeir sem Reiter talaði við líktu nýja kerfinu við spilið „Blackjack“ eða 21 eins og það er oft kallað á íslensku. Spilarinn í 21 er alltaf að spila á móti spilavítinu og sigurlíkur spilarans í blackjack eru einhverjar þær bestu af þeim leikjum sem í boði eru í spilavítum. Það voru ekki allir sem fögnuðu þessari forsíðu og Houston Chronicle skrifaði um að hér væri blaðamaðurinn aðeins „að kaupa sér ódýra athygli“ með yfirlýsingu sem ætti ekki við nein rök að styðjast. Margir hafnarboltaáhugamenn voru líka duglegir að gera lítið úr þessum spádómi og þótti ekki mikið til hans koma. Nú verður grein Ben Reiter hinsvegar merkilegri og merkilegri eftir því sem Houston Astros kemst nærri því að vinna titilinn. Oddaleikurinn fer fram í nótt en hann verður spilaður á Dodger leikvanginum í Los Angeles og er Houston Astros liðið því á útivelli í leiknum. Aðrar íþróttir Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sjá meira
Þriggja ára gömul forsíða bandaríska íþróttablaðsins Sports Illustrated hefur orðið að fréttamáli í miðri úrslitakeppni bandaríska hafnarboltans. Ástæðan er að fyrir þremur árum skrifaði blaðið forsíðufrétt um Houston Astros liðið þar sem því var slegið upp að eitt slakasta lið deildarinnar myndi verða meistari þremur árum síðar. Nú eru þrjú ár liðin og Houston Astros er einum sigri frá því að vinna meistaratitilinn í fyrsta sinn í sögunni. Los Angeles Dodgers jöfnuðu reyndar metin í 3-3 í nótt og því verður hreinn úrslitaleikur um titilinn. Möguleikinn er því enn til staðar að þessi ótrúlegi en jafnframt nákvæmi spádómur rætist á réttum tíma. Forsíðuna má sjá hér fyrir neðan.Blaðamaðurinn Ben Reiter fékk að kynna sér stjórnunarhættina hjá liði Houston Astros fyrir 2014-tímabilið en þá hafði liðið tapað samtals 324 leikjum á þremur tímabilum á undan. Hann fékk að umgangast þjálfara, njósnara og síðasta en ekki síst tölfræði grúskarana sem fengu mjög stórt hlutverk. Forráðamenn Houston Astros ætluðu að nota tölfræðina til að hjálpa sér að byggja upp meistaralið. Reiter talaði um að Houston Astros væri að taka „Moneyball“ upp á næsta stig. Þeir sem Reiter talaði við líktu nýja kerfinu við spilið „Blackjack“ eða 21 eins og það er oft kallað á íslensku. Spilarinn í 21 er alltaf að spila á móti spilavítinu og sigurlíkur spilarans í blackjack eru einhverjar þær bestu af þeim leikjum sem í boði eru í spilavítum. Það voru ekki allir sem fögnuðu þessari forsíðu og Houston Chronicle skrifaði um að hér væri blaðamaðurinn aðeins „að kaupa sér ódýra athygli“ með yfirlýsingu sem ætti ekki við nein rök að styðjast. Margir hafnarboltaáhugamenn voru líka duglegir að gera lítið úr þessum spádómi og þótti ekki mikið til hans koma. Nú verður grein Ben Reiter hinsvegar merkilegri og merkilegri eftir því sem Houston Astros kemst nærri því að vinna titilinn. Oddaleikurinn fer fram í nótt en hann verður spilaður á Dodger leikvanginum í Los Angeles og er Houston Astros liðið því á útivelli í leiknum.
Aðrar íþróttir Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sjá meira