Spennandi listaár fram undan Guðný Hrönn skrifar 4. nóvember 2017 17:15 A.M.Concept Space er til húsa við Garðastræti 2. vísir/anton brink Fatahönnuðirnir Aníta Hirlekar og Magnea Einarsdóttir reka verslunina og sýningarrýmið A.M.Concept Space. Í versluninni selja þær sína eigin hönnun ásamt því að setja upp nýjar listsýningar eftir ýmsa listamenn með reglulegu millibili. „Þegar við vorum að opna vorum við sammála um það að við vildum bjóða upp á eitthvað nýtt, skapandi og lifandi vettvang, mitt á milli þess sem hefðbundnar hönnunarbúðir og listgallerí bjóða upp á. Reglulega fáum við því til liðs við okkur listamann eða hönnuð sem fær fullt frelsi til að breyta rýminu og sýna verk sín innan um okkar vörur sem hanga í sitthvorum færanlega rammanum og eina reglan er sú að þeir þurfa að passa inn í heildarmyndina,“ segir Magnea. „Með því að stilla okkar vöru upp á þennan hátt trúum við því að skilin á milli fatahönnunar, myndlistar og annarra skapandi miðla minnki og sameinist á vissan hátt en í raun er vinnuferli okkar ekki ósvipað vinnuferli annarra listamanna.“ „Okkur finnst oft vanta upp á þennan skilning hvað varðar fatahönnun og kannski hönnun almennt, fatnaður er svo daglegt brauð í lífi hverrar manneskju en fyrir okkur er fatnaður og textíll afrakstur okkar skapandi ferlis og mikillar rannsóknarvinnu,“ segir Aníta. Magnea segir að breiður hópur leggi leið sína í verslunina, ýmist til að kaupa sér föt eða til að skoða þau listaverk sem prýða rýmið hverju sinni. Skyggnast inn í hugarheim annarra listamannaÞær Aníta og Magnea kynntust í Central Saint Martins listaháskólanum í London. „Í náminu var lögð mikil áhersla á sjálfstæð og skapandi vinnubrögð þar sem vinnuferlið var ekki síður mikilvægt en lokaútkoman. Við vorum hvattar til að sækja innblástur í aðra listmiðla, vinna ítarlega hugmynda- og rannsóknarvinnu og þrýsta öllum hugmyndum okkar eins langt og þær komust,“ segir Magnea. „Frá útskrift höfum við báðar hannað undir eigin merkjum ásamt því að hafa unnið samstarfslínur við önnur merki, sýnt bæði hér heima og erlendis og verið tilnefndar til Hönnunarverðlauna Íslands. Við eigum því ýmislegt sameiginlegt. Þegar við vorum að eiga samtal um það leyti sem við vorum að opna búðina þá áttuðum við okkur á því hvað þessi bakgrunnur okkar hefur mótað okkur,“ útskýrir Aníta. Magnea tekur undir og bætir við: „Okkur finnst forvitnilegt að skyggnast inn í hugarheim annarra listamanna og finnum að aðrir hafa áhuga á því að skyggnast inn í okkar.“ Báðar eru þær sammála um að það sé vöntun á sýningarrými fyrir listamenn. Það kemur þeim því ekki á óvart að viðtökurnar hafi verið góðar og þær sjá fyrir sér spennandi listaár fram undan. „Já við finnum fyrir miklum áhuga, bæði meðal listamanna og annarra hönnuða. Við finnum að við erum með eitthvað spennandi í höndunum og svo hefur verið vöntun á sýningarrýmum fyrir listamenn. Þessa dagana erum við að auglýsa eftir hugmyndum frá fólki sem hefur áhuga á að sýna á næsta ári og erum við opnar fyrir öllum miðlum,“ segir Aníta. Spurðar nánar út í fyrirkomulag sýninganna fram undan verður Magnea fyrir svörum: „Viðmið um sýningartíma eru 1-2 mánuðir en sýningar mega vara í skemmri tíma og erum við opnar fyrir stuttum viðburðum líka.“ Tíska og hönnun Mest lesið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Gulli fann sig allt í einu í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Kim féll Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Fellaskóli vann Skrekk Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Fleiri fréttir Gulli fann sig allt í einu í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ Sjá meira
Fatahönnuðirnir Aníta Hirlekar og Magnea Einarsdóttir reka verslunina og sýningarrýmið A.M.Concept Space. Í versluninni selja þær sína eigin hönnun ásamt því að setja upp nýjar listsýningar eftir ýmsa listamenn með reglulegu millibili. „Þegar við vorum að opna vorum við sammála um það að við vildum bjóða upp á eitthvað nýtt, skapandi og lifandi vettvang, mitt á milli þess sem hefðbundnar hönnunarbúðir og listgallerí bjóða upp á. Reglulega fáum við því til liðs við okkur listamann eða hönnuð sem fær fullt frelsi til að breyta rýminu og sýna verk sín innan um okkar vörur sem hanga í sitthvorum færanlega rammanum og eina reglan er sú að þeir þurfa að passa inn í heildarmyndina,“ segir Magnea. „Með því að stilla okkar vöru upp á þennan hátt trúum við því að skilin á milli fatahönnunar, myndlistar og annarra skapandi miðla minnki og sameinist á vissan hátt en í raun er vinnuferli okkar ekki ósvipað vinnuferli annarra listamanna.“ „Okkur finnst oft vanta upp á þennan skilning hvað varðar fatahönnun og kannski hönnun almennt, fatnaður er svo daglegt brauð í lífi hverrar manneskju en fyrir okkur er fatnaður og textíll afrakstur okkar skapandi ferlis og mikillar rannsóknarvinnu,“ segir Aníta. Magnea segir að breiður hópur leggi leið sína í verslunina, ýmist til að kaupa sér föt eða til að skoða þau listaverk sem prýða rýmið hverju sinni. Skyggnast inn í hugarheim annarra listamannaÞær Aníta og Magnea kynntust í Central Saint Martins listaháskólanum í London. „Í náminu var lögð mikil áhersla á sjálfstæð og skapandi vinnubrögð þar sem vinnuferlið var ekki síður mikilvægt en lokaútkoman. Við vorum hvattar til að sækja innblástur í aðra listmiðla, vinna ítarlega hugmynda- og rannsóknarvinnu og þrýsta öllum hugmyndum okkar eins langt og þær komust,“ segir Magnea. „Frá útskrift höfum við báðar hannað undir eigin merkjum ásamt því að hafa unnið samstarfslínur við önnur merki, sýnt bæði hér heima og erlendis og verið tilnefndar til Hönnunarverðlauna Íslands. Við eigum því ýmislegt sameiginlegt. Þegar við vorum að eiga samtal um það leyti sem við vorum að opna búðina þá áttuðum við okkur á því hvað þessi bakgrunnur okkar hefur mótað okkur,“ útskýrir Aníta. Magnea tekur undir og bætir við: „Okkur finnst forvitnilegt að skyggnast inn í hugarheim annarra listamanna og finnum að aðrir hafa áhuga á því að skyggnast inn í okkar.“ Báðar eru þær sammála um að það sé vöntun á sýningarrými fyrir listamenn. Það kemur þeim því ekki á óvart að viðtökurnar hafi verið góðar og þær sjá fyrir sér spennandi listaár fram undan. „Já við finnum fyrir miklum áhuga, bæði meðal listamanna og annarra hönnuða. Við finnum að við erum með eitthvað spennandi í höndunum og svo hefur verið vöntun á sýningarrýmum fyrir listamenn. Þessa dagana erum við að auglýsa eftir hugmyndum frá fólki sem hefur áhuga á að sýna á næsta ári og erum við opnar fyrir öllum miðlum,“ segir Aníta. Spurðar nánar út í fyrirkomulag sýninganna fram undan verður Magnea fyrir svörum: „Viðmið um sýningartíma eru 1-2 mánuðir en sýningar mega vara í skemmri tíma og erum við opnar fyrir stuttum viðburðum líka.“
Tíska og hönnun Mest lesið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Gulli fann sig allt í einu í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Kim féll Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Fellaskóli vann Skrekk Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Fleiri fréttir Gulli fann sig allt í einu í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ Sjá meira