Sögulegt kvöld í Madison Square Garden á UFC 217 Pétur Marinó Jónsson skrifar 5. nóvember 2017 06:19 Vísir/Getty UFC 217 fór fram í nótt og var bardagakvöldið sögulegt. Nokkuð var um óvænt úrslit og nýja meistara. UFC 217 fór fram í Madison Square Garden í nótt. Þrír titilbardagar voru á dagskrá og fengum við þrjá nýja meistara.Georges St. Pierre snéri aftur eftir fjögurra ára hlé frá íþróttinni. Endurkoma hans var talsvert betri en flestir bjuggust við og kláraði hann meistarann Michael Bisping í 3. lotu. St. Pierre kýldi Bisping niður í 3. lotu og svæfði hann svo með hengingu. Ævintýraleg endurkoma hjá hinum 36 ára gamla St. Pierre.T.J. Dillashaw endurheimti beltið sitt í bantamvigt með sigri á Cody Garbrandt. Dillashaw rotaði Garbrandt í 2. lotu og fagnaði vel og innilega að sigri loknum. Bardaginn gekk þó ekki vandræðalaust fyrir sig hjá Dillashaw sem var kýldur niður í lok 1. lotu. Hann kom þó öflugur til leiks í 2. lotu. Dillashaw byrjaði á því að sparka Garbrandt niður og skömmu seinna kýldi hann Garbrandt niður með hægri krók. Mögnuð frammistaða hjá Dillashaw sem lofaði því að fara niður í fluguvigt til að taka beltið af Demetrious Johnson. Einhver óvæntustu úrslit ársins litu dagsins ljós þegar Rose Namajunas rotaði Joanna Jedrzejczyk í fyrstu lotu. Namajunas kom afar öflug til leiks og var ekki lengi að kýla niður meistarann. Namajunas rotaði svo Jedrzejczyk eftir rúmar þrjár mínútur af fyrstu lotunni með vinstri krók og nokkrum höggum í gólfinu. Þetta var fyrsti sigur Namajunas eftir rothögg á ferlinum og jafnframt fyrsta tap Jedrzejczyk á ferlinum. Bardagakvöldið var frábær skemmtun frá fyrsta bardaga en öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Nær Bisping að stöðva Hollywood-endurkomu Georges St. Pierre? UFC 217 fer fram í nótt í Madison Square Garden, New York. Einn besti bardagamaður allra tíma snýr þá aftur eftir fjögurra ára hlé og reynir fyrir sér í nýjum þyngdarflokki. 4. nóvember 2017 10:00 Rose fékk sér meistaraklippingu Allir bardagakapparnir á UFC 217 eru komnir til New York þar sem bardagakvöldið risastóra fer fram á laugardag. 1. nóvember 2017 11:30 Fyrsti upphitunarþátturinn fyrir UFC 217 Stærsta kvöld ársins hjá UFC er um næstu helgi og upphitun fyrir risakvöldið er hafið. Þá verða þrír titilbardagar á dagskránni plús fullt af öðrum áhugaverðum bardögum. 31. október 2017 13:00 Bisping lenti í harkalegu rifrildi við Masvidal | Myndband Michael Bisping og Jorge Masvidal eru báðir að berjast á UFC 217 annað kvöld. Þeir eru samt ekki að berjast við hvorn annan og eru ekki í sama þyngdarflokki. Samt lentu þeir í svakalegu rifrildi. 3. nóvember 2017 22:30 Dana: Það verður ekkert mál að semja við Conor Þó svo Conor McGregor vilji fá mikið fyrir að berjast aftur hjá UFC þá hefur forseti sambandsins, Dana White, engar áhyggjur af því að ná ekki samningum við Conor. 3. nóvember 2017 13:00 Synd að þurfa að lemja glæsimenni eins og GSP Millivigtarmeistarinn Michael Bisping heldur áfram að skemmta andstæðingi sínum um helgina, Georges St-Pierre, með kostulegum ummælum. 3. nóvember 2017 11:30 Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sjá meira
UFC 217 fór fram í nótt og var bardagakvöldið sögulegt. Nokkuð var um óvænt úrslit og nýja meistara. UFC 217 fór fram í Madison Square Garden í nótt. Þrír titilbardagar voru á dagskrá og fengum við þrjá nýja meistara.Georges St. Pierre snéri aftur eftir fjögurra ára hlé frá íþróttinni. Endurkoma hans var talsvert betri en flestir bjuggust við og kláraði hann meistarann Michael Bisping í 3. lotu. St. Pierre kýldi Bisping niður í 3. lotu og svæfði hann svo með hengingu. Ævintýraleg endurkoma hjá hinum 36 ára gamla St. Pierre.T.J. Dillashaw endurheimti beltið sitt í bantamvigt með sigri á Cody Garbrandt. Dillashaw rotaði Garbrandt í 2. lotu og fagnaði vel og innilega að sigri loknum. Bardaginn gekk þó ekki vandræðalaust fyrir sig hjá Dillashaw sem var kýldur niður í lok 1. lotu. Hann kom þó öflugur til leiks í 2. lotu. Dillashaw byrjaði á því að sparka Garbrandt niður og skömmu seinna kýldi hann Garbrandt niður með hægri krók. Mögnuð frammistaða hjá Dillashaw sem lofaði því að fara niður í fluguvigt til að taka beltið af Demetrious Johnson. Einhver óvæntustu úrslit ársins litu dagsins ljós þegar Rose Namajunas rotaði Joanna Jedrzejczyk í fyrstu lotu. Namajunas kom afar öflug til leiks og var ekki lengi að kýla niður meistarann. Namajunas rotaði svo Jedrzejczyk eftir rúmar þrjár mínútur af fyrstu lotunni með vinstri krók og nokkrum höggum í gólfinu. Þetta var fyrsti sigur Namajunas eftir rothögg á ferlinum og jafnframt fyrsta tap Jedrzejczyk á ferlinum. Bardagakvöldið var frábær skemmtun frá fyrsta bardaga en öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Nær Bisping að stöðva Hollywood-endurkomu Georges St. Pierre? UFC 217 fer fram í nótt í Madison Square Garden, New York. Einn besti bardagamaður allra tíma snýr þá aftur eftir fjögurra ára hlé og reynir fyrir sér í nýjum þyngdarflokki. 4. nóvember 2017 10:00 Rose fékk sér meistaraklippingu Allir bardagakapparnir á UFC 217 eru komnir til New York þar sem bardagakvöldið risastóra fer fram á laugardag. 1. nóvember 2017 11:30 Fyrsti upphitunarþátturinn fyrir UFC 217 Stærsta kvöld ársins hjá UFC er um næstu helgi og upphitun fyrir risakvöldið er hafið. Þá verða þrír titilbardagar á dagskránni plús fullt af öðrum áhugaverðum bardögum. 31. október 2017 13:00 Bisping lenti í harkalegu rifrildi við Masvidal | Myndband Michael Bisping og Jorge Masvidal eru báðir að berjast á UFC 217 annað kvöld. Þeir eru samt ekki að berjast við hvorn annan og eru ekki í sama þyngdarflokki. Samt lentu þeir í svakalegu rifrildi. 3. nóvember 2017 22:30 Dana: Það verður ekkert mál að semja við Conor Þó svo Conor McGregor vilji fá mikið fyrir að berjast aftur hjá UFC þá hefur forseti sambandsins, Dana White, engar áhyggjur af því að ná ekki samningum við Conor. 3. nóvember 2017 13:00 Synd að þurfa að lemja glæsimenni eins og GSP Millivigtarmeistarinn Michael Bisping heldur áfram að skemmta andstæðingi sínum um helgina, Georges St-Pierre, með kostulegum ummælum. 3. nóvember 2017 11:30 Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sjá meira
Nær Bisping að stöðva Hollywood-endurkomu Georges St. Pierre? UFC 217 fer fram í nótt í Madison Square Garden, New York. Einn besti bardagamaður allra tíma snýr þá aftur eftir fjögurra ára hlé og reynir fyrir sér í nýjum þyngdarflokki. 4. nóvember 2017 10:00
Rose fékk sér meistaraklippingu Allir bardagakapparnir á UFC 217 eru komnir til New York þar sem bardagakvöldið risastóra fer fram á laugardag. 1. nóvember 2017 11:30
Fyrsti upphitunarþátturinn fyrir UFC 217 Stærsta kvöld ársins hjá UFC er um næstu helgi og upphitun fyrir risakvöldið er hafið. Þá verða þrír titilbardagar á dagskránni plús fullt af öðrum áhugaverðum bardögum. 31. október 2017 13:00
Bisping lenti í harkalegu rifrildi við Masvidal | Myndband Michael Bisping og Jorge Masvidal eru báðir að berjast á UFC 217 annað kvöld. Þeir eru samt ekki að berjast við hvorn annan og eru ekki í sama þyngdarflokki. Samt lentu þeir í svakalegu rifrildi. 3. nóvember 2017 22:30
Dana: Það verður ekkert mál að semja við Conor Þó svo Conor McGregor vilji fá mikið fyrir að berjast aftur hjá UFC þá hefur forseti sambandsins, Dana White, engar áhyggjur af því að ná ekki samningum við Conor. 3. nóvember 2017 13:00
Synd að þurfa að lemja glæsimenni eins og GSP Millivigtarmeistarinn Michael Bisping heldur áfram að skemmta andstæðingi sínum um helgina, Georges St-Pierre, með kostulegum ummælum. 3. nóvember 2017 11:30
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn