Dana ekki refsað fyrir afskræmingar á kynfærum kvenna Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 7. nóvember 2017 18:45 Peter Frederiksen í réttarsal. vísir/afp Dómstóll í Suður-Afríku sakfelldi í dag Danann Peter Frederiksen fyrir framleiðslu barnakláms, nauðgun ólögráða einstaklings og ráðagerð um manndráp. Frederiksen var einnig ákærður fyrir limlestingar á kynfærum yfir 21 konu en sá hluti ákærunnar var felldur niður vegna skorts á skýrum refsiheimildum fyrir slíkan verknað í suður-afrískri refsilöggjöf. Danski vefmiðillinn Thelocal.dk greindi frá. Frederiksen er búsettur í bænum Bloemfontein Suður-Afríku en þar rekur hann verslun með skotvopn. Hann neitaði sök í öllum ákæruliðum. Lögregla fann meira en tíu afskorin kynfæri kvenna í frysti á heimili Frederiksen í september 2015. Í fórum Frederiksen fundust einnig skurðlæknahnífar, svefnlyf og ljósmyndir sem sýndu framkvæmd afskræminganna. Á heimili hans fundust einnig klámfengnar ljósmyndir af börnum. Flest fórnarlambanna eru talin koma frá Lesotho, ríki sem er steinsnar frá Bloemfontein, en ekki er útilokað að einnig hafi verið um dönsk fórnarlömb að ræða. Eiginkona Frederiksen, Anna Matseliso Molise, var myrt 22. október 2015 en hún hefði gegnt lykilstöðu sem vitni í málinu. Molise var sjálf á meðal fórnarlamba Frederiksen en hún hafði sótt um skilnað við hann skömmu áður en hún var ráðin af dögum.Bloemfontein í Suður-Afríku.GoogleMaps.Kynbundið ofbeldi algengt í Suður-AfríkuKynbundið ofbeldi er vandamál í Suður-Afríku, líkt og svo víða í heiminum. Á árunum 2015 og 2016 voru nálega 52 þúsund brot tilkynnt til yfirvalda en þó er talið að flest ofbeldisbrot gegn konum sem viðgangast þar í landi séu raunar aldrei tilkynnt. John Jeffery, dómsmálaráðherra Suður-Afríku lýsti því yfir á ráðstefnu um kynbundið ofbeldi í Suður-Afríku í mars á þessu ári að yfirvöld hafi varið miklum fjármunum í forvarnir í málaflokkinum og á síðustu árum hafa neyðarmóttökum fyrir fórnarlömb kynbundins ofbeldis meðal annars verið fjölgað til muna. Danmörk Lesótó Suður-Afríka Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Sjá meira
Dómstóll í Suður-Afríku sakfelldi í dag Danann Peter Frederiksen fyrir framleiðslu barnakláms, nauðgun ólögráða einstaklings og ráðagerð um manndráp. Frederiksen var einnig ákærður fyrir limlestingar á kynfærum yfir 21 konu en sá hluti ákærunnar var felldur niður vegna skorts á skýrum refsiheimildum fyrir slíkan verknað í suður-afrískri refsilöggjöf. Danski vefmiðillinn Thelocal.dk greindi frá. Frederiksen er búsettur í bænum Bloemfontein Suður-Afríku en þar rekur hann verslun með skotvopn. Hann neitaði sök í öllum ákæruliðum. Lögregla fann meira en tíu afskorin kynfæri kvenna í frysti á heimili Frederiksen í september 2015. Í fórum Frederiksen fundust einnig skurðlæknahnífar, svefnlyf og ljósmyndir sem sýndu framkvæmd afskræminganna. Á heimili hans fundust einnig klámfengnar ljósmyndir af börnum. Flest fórnarlambanna eru talin koma frá Lesotho, ríki sem er steinsnar frá Bloemfontein, en ekki er útilokað að einnig hafi verið um dönsk fórnarlömb að ræða. Eiginkona Frederiksen, Anna Matseliso Molise, var myrt 22. október 2015 en hún hefði gegnt lykilstöðu sem vitni í málinu. Molise var sjálf á meðal fórnarlamba Frederiksen en hún hafði sótt um skilnað við hann skömmu áður en hún var ráðin af dögum.Bloemfontein í Suður-Afríku.GoogleMaps.Kynbundið ofbeldi algengt í Suður-AfríkuKynbundið ofbeldi er vandamál í Suður-Afríku, líkt og svo víða í heiminum. Á árunum 2015 og 2016 voru nálega 52 þúsund brot tilkynnt til yfirvalda en þó er talið að flest ofbeldisbrot gegn konum sem viðgangast þar í landi séu raunar aldrei tilkynnt. John Jeffery, dómsmálaráðherra Suður-Afríku lýsti því yfir á ráðstefnu um kynbundið ofbeldi í Suður-Afríku í mars á þessu ári að yfirvöld hafi varið miklum fjármunum í forvarnir í málaflokkinum og á síðustu árum hafa neyðarmóttökum fyrir fórnarlömb kynbundins ofbeldis meðal annars verið fjölgað til muna.
Danmörk Lesótó Suður-Afríka Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Sjá meira