Höddi Magg: Kjartan Henry langbestur en Viðar Örn heldur áfram að valda vonbrigðum Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. nóvember 2017 11:00 Kjartan Henry Finnbogason, framherji danska úrvalsdeildarliðsins Horsens, fékk mikið lof fyrir frammistöðu sína með íslenska landsliðinu í fótbolta í gær þegar að strákarnir okkar töpuðu, 2-1, á móti Tékklandi í vináttuleik í Doha í Katar. Kjartan Henry var besti maður íslenska liðsins og skoraði eina mark þess með flottum skalla eftir fyrirgjöf frá Theodóri Elmari Bjarnasyni sem kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik. Vesturbæingurinn hefur nýtt tækifæri sín vel með íslenska landsliðinu að undanförnu. Hann skoraði á móti Kína í byrjun árs og stóð sig einnig vel í vináttuleik á móti Írlandi í mars. Kjartan Henry var að mínu mati besti maður liðsins,“ sagði Hörður Magnússon, íþróttafréttamaður 365 og fyrrverandi landsliðsmaður, í Akraborginni í gær þar sem hann gerði upp leikinn. Hörður lýsti honum einnig á Stöð 2 Sport en það helsta úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.Heimir Hallgrímsson brosir blítt til Kjartans Henry eftir leik en Viðar Örn átti erfiðan dag.vísir/gettyVerða að nýta tækifærin „Kjartan var langbestur og bar af. Hann var aggresívur, var að fá tækifæri, var að prjóna sig í gegn og var bara virkilega öflugur. Hann er kominn í baráttu um þetta HM-sæti. Það fara fjórir sóknarmenn til Rússlands myndi ég halda og hann gerir tilkall til þess.“ Kjartan Henry byrjaði í framlínunni með Viðari Erni Kjartanssyni sem var ekki að heilla Hörð. Viðar hefur aðeins skorað eitt mark í fimmtán landsleikjum en hann skorar eins og vindurinn í ísraelsku úrvalsdeildinni með Maccabi Tel Aviv. „Það er ekki alveg sömu sögu að segja af Viðari Erni. Það eru áframhaldandi vonbrigði með hann,“ sagði Hörður, en hvað er í gangi hjá honum? „Ég veit það ekki. Hann fékk dauðafæri eftir 90 sekúndur en það fellur ekkert með honum. Ég veit ekki hvort hann sé að reyna of mikið eða hvað. Allavega þá verða menn að nýta tækifærin sín betur og það er Kjartan Henry að gera.“ „Kjartan Henry hefur verið mjög öflugur með sínu félagsliði, Horsens, þar sem hann er fyrirliði. Hann getur ekkert gert neitt mikið meira en hann gerði núna,“ sagði Hörður Magnússon. Allt viðtalið við Hörð má heyra hér að neðan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Kjartan Henry: Ég er ekki í skýjunum því ég hefði viljað skora fleiri mörk Kjartan Henry Finnbogason nýtti tækifærið sitt í kvöld þegar hann var í byrjunarliði íslenska landsliðsins á móti Tékklandi. 8. nóvember 2017 18:22 Umfjöllun: Ísland - Tékkland 1-2 | Fáir tékkuðu sig inn í tapi í Dóha Íslenska karlalandsliðið í fótbolta tapaði 2-1 fyrir Tékkum í fyrsta leiknum á æfingamótinu í Katar í dag en seinni leikur íslenska liðsins er síðan eftir sex daga. 8. nóvember 2017 16:45 Birkir þarf ekki að fara í aðgerð og vill ekki spila á Norðurlöndum fram að HM Birkir Már Sævarsson vill komast í deild utan Norðurlanda á nýju ári. 9. nóvember 2017 07:55 Tólfta tapið á fjórum árum í vináttulandsleik Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er allt annað lið í vináttulandsleikjunum en í leikjunum sem skipta máli. 9. nóvember 2017 06:30 Kjartan Henry tékkaði sig inn Íslenska fótboltalandsliðið tapaði sínum fyrsta landsleik sem HM-lið þegar liðið lá 2-1 á móti Tékkum á vináttumótinu í Katar í gær. Landsliðsþjálfarinn hefur ekki miklar áhyggjur af úrslitunum. 9. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
Kjartan Henry Finnbogason, framherji danska úrvalsdeildarliðsins Horsens, fékk mikið lof fyrir frammistöðu sína með íslenska landsliðinu í fótbolta í gær þegar að strákarnir okkar töpuðu, 2-1, á móti Tékklandi í vináttuleik í Doha í Katar. Kjartan Henry var besti maður íslenska liðsins og skoraði eina mark þess með flottum skalla eftir fyrirgjöf frá Theodóri Elmari Bjarnasyni sem kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik. Vesturbæingurinn hefur nýtt tækifæri sín vel með íslenska landsliðinu að undanförnu. Hann skoraði á móti Kína í byrjun árs og stóð sig einnig vel í vináttuleik á móti Írlandi í mars. Kjartan Henry var að mínu mati besti maður liðsins,“ sagði Hörður Magnússon, íþróttafréttamaður 365 og fyrrverandi landsliðsmaður, í Akraborginni í gær þar sem hann gerði upp leikinn. Hörður lýsti honum einnig á Stöð 2 Sport en það helsta úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.Heimir Hallgrímsson brosir blítt til Kjartans Henry eftir leik en Viðar Örn átti erfiðan dag.vísir/gettyVerða að nýta tækifærin „Kjartan var langbestur og bar af. Hann var aggresívur, var að fá tækifæri, var að prjóna sig í gegn og var bara virkilega öflugur. Hann er kominn í baráttu um þetta HM-sæti. Það fara fjórir sóknarmenn til Rússlands myndi ég halda og hann gerir tilkall til þess.“ Kjartan Henry byrjaði í framlínunni með Viðari Erni Kjartanssyni sem var ekki að heilla Hörð. Viðar hefur aðeins skorað eitt mark í fimmtán landsleikjum en hann skorar eins og vindurinn í ísraelsku úrvalsdeildinni með Maccabi Tel Aviv. „Það er ekki alveg sömu sögu að segja af Viðari Erni. Það eru áframhaldandi vonbrigði með hann,“ sagði Hörður, en hvað er í gangi hjá honum? „Ég veit það ekki. Hann fékk dauðafæri eftir 90 sekúndur en það fellur ekkert með honum. Ég veit ekki hvort hann sé að reyna of mikið eða hvað. Allavega þá verða menn að nýta tækifærin sín betur og það er Kjartan Henry að gera.“ „Kjartan Henry hefur verið mjög öflugur með sínu félagsliði, Horsens, þar sem hann er fyrirliði. Hann getur ekkert gert neitt mikið meira en hann gerði núna,“ sagði Hörður Magnússon. Allt viðtalið við Hörð má heyra hér að neðan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Kjartan Henry: Ég er ekki í skýjunum því ég hefði viljað skora fleiri mörk Kjartan Henry Finnbogason nýtti tækifærið sitt í kvöld þegar hann var í byrjunarliði íslenska landsliðsins á móti Tékklandi. 8. nóvember 2017 18:22 Umfjöllun: Ísland - Tékkland 1-2 | Fáir tékkuðu sig inn í tapi í Dóha Íslenska karlalandsliðið í fótbolta tapaði 2-1 fyrir Tékkum í fyrsta leiknum á æfingamótinu í Katar í dag en seinni leikur íslenska liðsins er síðan eftir sex daga. 8. nóvember 2017 16:45 Birkir þarf ekki að fara í aðgerð og vill ekki spila á Norðurlöndum fram að HM Birkir Már Sævarsson vill komast í deild utan Norðurlanda á nýju ári. 9. nóvember 2017 07:55 Tólfta tapið á fjórum árum í vináttulandsleik Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er allt annað lið í vináttulandsleikjunum en í leikjunum sem skipta máli. 9. nóvember 2017 06:30 Kjartan Henry tékkaði sig inn Íslenska fótboltalandsliðið tapaði sínum fyrsta landsleik sem HM-lið þegar liðið lá 2-1 á móti Tékkum á vináttumótinu í Katar í gær. Landsliðsþjálfarinn hefur ekki miklar áhyggjur af úrslitunum. 9. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
Kjartan Henry: Ég er ekki í skýjunum því ég hefði viljað skora fleiri mörk Kjartan Henry Finnbogason nýtti tækifærið sitt í kvöld þegar hann var í byrjunarliði íslenska landsliðsins á móti Tékklandi. 8. nóvember 2017 18:22
Umfjöllun: Ísland - Tékkland 1-2 | Fáir tékkuðu sig inn í tapi í Dóha Íslenska karlalandsliðið í fótbolta tapaði 2-1 fyrir Tékkum í fyrsta leiknum á æfingamótinu í Katar í dag en seinni leikur íslenska liðsins er síðan eftir sex daga. 8. nóvember 2017 16:45
Birkir þarf ekki að fara í aðgerð og vill ekki spila á Norðurlöndum fram að HM Birkir Már Sævarsson vill komast í deild utan Norðurlanda á nýju ári. 9. nóvember 2017 07:55
Tólfta tapið á fjórum árum í vináttulandsleik Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er allt annað lið í vináttulandsleikjunum en í leikjunum sem skipta máli. 9. nóvember 2017 06:30
Kjartan Henry tékkaði sig inn Íslenska fótboltalandsliðið tapaði sínum fyrsta landsleik sem HM-lið þegar liðið lá 2-1 á móti Tékkum á vináttumótinu í Katar í gær. Landsliðsþjálfarinn hefur ekki miklar áhyggjur af úrslitunum. 9. nóvember 2017 06:00