Flúði fótgangandi með börnin frá Sýrlandi daginn sem maðurinn hennar var myrtur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. nóvember 2017 15:46 Andaleeb er 25 ára tveggja barna móðir og ekkja sem flúði stríðið í Sýrlandi og heldur nú til í flóttamannabúðum í Jórdaníu. „Já, ég man daginn sem ég ákvað að flýja. Dagurinn var mjög erfiður. Maðurinn minn dó þennan dag. Dagurinn var skelfilega hræðilegur, ekki lítið hræðilegur,“ segir Andaleeb, 25 ára ekkja sem býr í flóttamannabúðunum í Zaatari í Jórdaníu. Landsnefnd UN Women á Íslandi hefur nú birt áhrifamikið myndband úr búðunum þar sem Eva María Jónsdóttir, verndari UN Women á Íslandi, ræðir við Andaleeb en hún segir griðastaði UN Women í flóttamannabúðunum hafa breytt lífi sínu. Andaleeb flúði ein fótgangandi með börnin sín tvö frá Sýrlandi eftir að eiginmaður hennar var myrtur á heimili þeirra fyrir framan hana og börnin. Hún hefur haldið til í Zaatari í fimm ár en hún var hamingjusamlega gift og átti stóra og nána fjölskyldu í Sýrlandi áður en stríðið braust út. Að hennar sögn var lífið fullkomið en svo braust stríðið og maður hennar og barnsfaðir var myrtur. Andaleeb segist ekki hafa búist við því að komast til Jórdaníu þar sem ferðalagið hafi verið mjög erfitt. Hún gekk í um 24 klukkustundir haldandi á börnunum sínum tveimur. Andaleeb glímdi síðan við mikið þunglyndi eftir að hún kom í flóttamannabúðirnar og fór lítið út á meðal fólks, en svo kynntist hún griðastað UN Women og þar með öðrum konum í sömu stöðu og hún. „Ég heyrði að þau væru að ráða starfsfólk, ég skráði mig og var ráðin af UN Women. Það breytti sálrænu ástandi mínu mikið. Áður var ég mikið heima en hér kynntist ég nýju fólk. Mér leiðist ekki lengur,“ segir Andaleeb og bætir við að andrúmsloftið sé létt og konurnar hlæji og tali saman. Myndband UN Women, sem er hluti af söfnunarátakinu Konur á flótta, má sjá í spilaranum hér fyrir neðan en söfnunina má styrkja með því að senda smsið KONUR í símanúmerið 1900. Flóttamenn Tengdar fréttir Eva María og Eliza forsetafrú heimsóttu griðastaði UN Women í Zaatari UN Women á Íslandi hefur sett af stað söfnunarátak fyrir konur og stúlkur á flótta frá Sýrlandi. 7. nóvember 2017 21:00 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Sjá meira
„Já, ég man daginn sem ég ákvað að flýja. Dagurinn var mjög erfiður. Maðurinn minn dó þennan dag. Dagurinn var skelfilega hræðilegur, ekki lítið hræðilegur,“ segir Andaleeb, 25 ára ekkja sem býr í flóttamannabúðunum í Zaatari í Jórdaníu. Landsnefnd UN Women á Íslandi hefur nú birt áhrifamikið myndband úr búðunum þar sem Eva María Jónsdóttir, verndari UN Women á Íslandi, ræðir við Andaleeb en hún segir griðastaði UN Women í flóttamannabúðunum hafa breytt lífi sínu. Andaleeb flúði ein fótgangandi með börnin sín tvö frá Sýrlandi eftir að eiginmaður hennar var myrtur á heimili þeirra fyrir framan hana og börnin. Hún hefur haldið til í Zaatari í fimm ár en hún var hamingjusamlega gift og átti stóra og nána fjölskyldu í Sýrlandi áður en stríðið braust út. Að hennar sögn var lífið fullkomið en svo braust stríðið og maður hennar og barnsfaðir var myrtur. Andaleeb segist ekki hafa búist við því að komast til Jórdaníu þar sem ferðalagið hafi verið mjög erfitt. Hún gekk í um 24 klukkustundir haldandi á börnunum sínum tveimur. Andaleeb glímdi síðan við mikið þunglyndi eftir að hún kom í flóttamannabúðirnar og fór lítið út á meðal fólks, en svo kynntist hún griðastað UN Women og þar með öðrum konum í sömu stöðu og hún. „Ég heyrði að þau væru að ráða starfsfólk, ég skráði mig og var ráðin af UN Women. Það breytti sálrænu ástandi mínu mikið. Áður var ég mikið heima en hér kynntist ég nýju fólk. Mér leiðist ekki lengur,“ segir Andaleeb og bætir við að andrúmsloftið sé létt og konurnar hlæji og tali saman. Myndband UN Women, sem er hluti af söfnunarátakinu Konur á flótta, má sjá í spilaranum hér fyrir neðan en söfnunina má styrkja með því að senda smsið KONUR í símanúmerið 1900.
Flóttamenn Tengdar fréttir Eva María og Eliza forsetafrú heimsóttu griðastaði UN Women í Zaatari UN Women á Íslandi hefur sett af stað söfnunarátak fyrir konur og stúlkur á flótta frá Sýrlandi. 7. nóvember 2017 21:00 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Sjá meira
Eva María og Eliza forsetafrú heimsóttu griðastaði UN Women í Zaatari UN Women á Íslandi hefur sett af stað söfnunarátak fyrir konur og stúlkur á flótta frá Sýrlandi. 7. nóvember 2017 21:00