Náttúrunnar spegill Lára G. Sigurðardóttir skrifar 23. október 2017 07:00 „Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt“ segir í Einræðum Starkaðar eftir Einar Benediktsson, sem fjalla um mannlegan harmleik sem ekki er alltaf sýnilegur. Sá sem brosir einlægt getur ómeðvitað yljað öðru hjarta og sú sem er glaðvær getur skilið eftir kátínu hjá viðstöddum. Oft er sagt að einhver hafi gefið manni bros, enda getum við í bókstaflegri merkingu tekið á móti og upplifað líðan annarra. Á sama hátt er sagt að hegðun sé smitandi, t.d. að bros sé smitandi. Eins og við erum móttækileg fyrir bros annarra þá getum við einnig auðveldlega smitast af reiði og vanlíðan. Illt augnagot eða biturt andsvar getur vakið upp ónot innanbrjósts. Öll þessi viðbrögð eru mannleg og eiga sér lífeðlisfræðilegar skýringar. Í líkama okkar finnast svonefndar spegilfrumur sem spegla hegðun annarra. Þessi innbyggðu taugaviðbrögð eru grundvöllur fyrir því að við getum lært af öðrum. Þau eru forsenda þess að barn læri af hegðun uppalenda, það horfir á og hermir eftir. Þannig lærir barn meira af hegðun en orðum. Á fullorðinsárum höldum við áfram að spegla hvert annað. Með spegilfrumunum getum við skynjað sálarástand náungans. Brosandi maður kallar fram bros hjá okkur og þegar við mætum sorg annarra verðum við ósjálfrátt sorgmædd. Undanfarið hefur sálarþjáning, niðurlægjandi ummæli og reiði verið ríkjandi í samfélagsumræðunni. Þó svo að við ráðum sjaldnast hvernig aðrir koma fram við okkur þá getur verið gott að hafa hugfast að við sjálf getum sannarlega með einu brosi dimmu í dagsljós breytt :) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun
„Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt“ segir í Einræðum Starkaðar eftir Einar Benediktsson, sem fjalla um mannlegan harmleik sem ekki er alltaf sýnilegur. Sá sem brosir einlægt getur ómeðvitað yljað öðru hjarta og sú sem er glaðvær getur skilið eftir kátínu hjá viðstöddum. Oft er sagt að einhver hafi gefið manni bros, enda getum við í bókstaflegri merkingu tekið á móti og upplifað líðan annarra. Á sama hátt er sagt að hegðun sé smitandi, t.d. að bros sé smitandi. Eins og við erum móttækileg fyrir bros annarra þá getum við einnig auðveldlega smitast af reiði og vanlíðan. Illt augnagot eða biturt andsvar getur vakið upp ónot innanbrjósts. Öll þessi viðbrögð eru mannleg og eiga sér lífeðlisfræðilegar skýringar. Í líkama okkar finnast svonefndar spegilfrumur sem spegla hegðun annarra. Þessi innbyggðu taugaviðbrögð eru grundvöllur fyrir því að við getum lært af öðrum. Þau eru forsenda þess að barn læri af hegðun uppalenda, það horfir á og hermir eftir. Þannig lærir barn meira af hegðun en orðum. Á fullorðinsárum höldum við áfram að spegla hvert annað. Með spegilfrumunum getum við skynjað sálarástand náungans. Brosandi maður kallar fram bros hjá okkur og þegar við mætum sorg annarra verðum við ósjálfrátt sorgmædd. Undanfarið hefur sálarþjáning, niðurlægjandi ummæli og reiði verið ríkjandi í samfélagsumræðunni. Þó svo að við ráðum sjaldnast hvernig aðrir koma fram við okkur þá getur verið gott að hafa hugfast að við sjálf getum sannarlega með einu brosi dimmu í dagsljós breytt :)