Domino´s Körfuboltakvöld: Elín Sóley best og þessar eru líka í liði 2. umferðar hjá stelpunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. október 2017 15:34 Þriðja umferð Domino´s deildar kvenna í körfubolta hefst í kvöld en önnur umferðin fór fram um síðustu helgi. Domino´s Körfuboltakvöld mun velja besta leikmanninn, besta þjálfara og fimm leikmanna úrvalslið í hverri umferð í vetur. Úrvalsliðið er valið undir sömu reglum og eru í gildi í deildinni það er einn útlendingur og fjórir íslenskir leikmenn. Þar sem að þriðja umferðin fer fram áður en næsta Domino´s Körfuboltakvöld fer í loftið þá munum við birta verðlaunahafa síðustu umferðar hér inn á Vísi. Það komu tvær til greina sem leikmenn umferðarinnar að þessu sinni og þær eru að sjálfsögðu báðar í úrvalsliðnu. Valur og Snæfell unnu bæði frábæra sigra á erfiðum útivöllum í 2. umferðinni og þar fóru þær Elín Sóley Hrafnkelsdóttir hjá Val og Kristen Denise McCarthy hjá Snæfelli á kostum.Elín Sóley Hrafnkelsdóttir var frábær í 93-85 sigri Vals á Íslands- og bikarmeisturum Keflavíkur í Keflavík. Þessi nítján ára miðherji skilaði 41 framlagsstigi í hús en hún var með 27 stig, 12 fráköst, 5 stoðsendingar, 2 stolna bolar og 2 varin skot. Valsliðið vann þær 30 mínútur sem hún spilaði með 22 stigum. Elín Sóley hitti úr 60 prósent skota utan af velli (9 af 15) og 90 prósent skota sinna af vítalínunni (9 af 10).Kristen Denise McCarthy eða Kristen Gunnarsdóttir eins og hún vill láta kalla sig núna átti einnig magnaðan leik þegar Snæfell vann 84-73 sigur á Skallagrími í Borgarnesi. Kristen skilaði 52 framlagsstigum í hús en hún var með 53 stig, 14 fráköst, 4 stoðsendingar og 3 stolna bolta. Kristen hitti úr 6 af 9 þriggja stiga skotum sínum. Elín Sóley fær útnefninguna sem besti leikmaður 2. umferðar Domino´s deildar kvenna að mati Domino´s Körfuboltakvöldi.Darri Freyr Atlason, þjálfari Valskvenna, er besti þjálfari annarrar umferðar en hann var líka valinn sá besti í fyrstu umferðinni. Hinir þrír leikmennirnir í úrvalsliðinu eru þær Helena Sverrisdóttir í Haukum, Sóllilja Bjarnadóttir í Breiðabliki og Rebekka Rán Karlsdóttir í Snæfelli.Rebekka Rán Karlsdóttir var með 15 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar í sigri Snæfells í Borgarnesi.Sóllilja Bjarnadóttir var með 22 stig og 67 prósent skotnýtingu fyrir nýliða Breiðabliks á móti Stjörnunni.Helena Sverrisdóttir var með 16 stig, 14 fráköst, 7 stoðsendingar, 4 stolna bolta og 3 varin skot í sigri Hauka á Njarðvík. Dominos-deild kvenna Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Fleiri fréttir „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Sjá meira
Þriðja umferð Domino´s deildar kvenna í körfubolta hefst í kvöld en önnur umferðin fór fram um síðustu helgi. Domino´s Körfuboltakvöld mun velja besta leikmanninn, besta þjálfara og fimm leikmanna úrvalslið í hverri umferð í vetur. Úrvalsliðið er valið undir sömu reglum og eru í gildi í deildinni það er einn útlendingur og fjórir íslenskir leikmenn. Þar sem að þriðja umferðin fer fram áður en næsta Domino´s Körfuboltakvöld fer í loftið þá munum við birta verðlaunahafa síðustu umferðar hér inn á Vísi. Það komu tvær til greina sem leikmenn umferðarinnar að þessu sinni og þær eru að sjálfsögðu báðar í úrvalsliðnu. Valur og Snæfell unnu bæði frábæra sigra á erfiðum útivöllum í 2. umferðinni og þar fóru þær Elín Sóley Hrafnkelsdóttir hjá Val og Kristen Denise McCarthy hjá Snæfelli á kostum.Elín Sóley Hrafnkelsdóttir var frábær í 93-85 sigri Vals á Íslands- og bikarmeisturum Keflavíkur í Keflavík. Þessi nítján ára miðherji skilaði 41 framlagsstigi í hús en hún var með 27 stig, 12 fráköst, 5 stoðsendingar, 2 stolna bolar og 2 varin skot. Valsliðið vann þær 30 mínútur sem hún spilaði með 22 stigum. Elín Sóley hitti úr 60 prósent skota utan af velli (9 af 15) og 90 prósent skota sinna af vítalínunni (9 af 10).Kristen Denise McCarthy eða Kristen Gunnarsdóttir eins og hún vill láta kalla sig núna átti einnig magnaðan leik þegar Snæfell vann 84-73 sigur á Skallagrími í Borgarnesi. Kristen skilaði 52 framlagsstigum í hús en hún var með 53 stig, 14 fráköst, 4 stoðsendingar og 3 stolna bolta. Kristen hitti úr 6 af 9 þriggja stiga skotum sínum. Elín Sóley fær útnefninguna sem besti leikmaður 2. umferðar Domino´s deildar kvenna að mati Domino´s Körfuboltakvöldi.Darri Freyr Atlason, þjálfari Valskvenna, er besti þjálfari annarrar umferðar en hann var líka valinn sá besti í fyrstu umferðinni. Hinir þrír leikmennirnir í úrvalsliðinu eru þær Helena Sverrisdóttir í Haukum, Sóllilja Bjarnadóttir í Breiðabliki og Rebekka Rán Karlsdóttir í Snæfelli.Rebekka Rán Karlsdóttir var með 15 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar í sigri Snæfells í Borgarnesi.Sóllilja Bjarnadóttir var með 22 stig og 67 prósent skotnýtingu fyrir nýliða Breiðabliks á móti Stjörnunni.Helena Sverrisdóttir var með 16 stig, 14 fráköst, 7 stoðsendingar, 4 stolna bolta og 3 varin skot í sigri Hauka á Njarðvík.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Fleiri fréttir „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Sjá meira