Klukkustund í ögurstund Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. október 2017 07:00 Hvað ætti ég að gera, gæti Carles Puigdemont verið að hugsa. Vísir/Getty Carles Puigdemont leiðtogi Katalóníu hefur nú aðeins eina klukkustund til að gefa það skýrt út að hann hafi ekki lýst yfir sjálfstæði Katalóníu. Geri hann það ekki munu yfirvöld í Madríd virkja 155 grein stjórnarskrárinnar sem myndi taka sjálfstjórnarvald Katalóna úr höndum þeirra og færa stjórn héraðsins til höfuðborgarinnar Madríd. Puigdemont skrifaði undir sjálfstæðisyfirlýsingu í byrjun mánaðarins en sagði strax að hún tæki ekki gildi fyrr en viðræður hefðu farið fram við yfirvöld á Spáni. Forsætisráðherrann Mariano Rajoy gaf lítið fyrir það og krafðist skýringa, ella yrði sjálfstjórnin afturkölluð. „Það er ekki flókið að svara spurningunni: Hefur Katalónía lýst yfir sjálfstæði? Því ef hún hefur gert það þá getur ríkisstjórnin aðeins brugðist við með einum hætti, ef ekki þá getum við talað saman,“ sagði forsætisráðherrann í gær.Mögulega með eitt tromp á hendi Ekki er búist við viðbrögðum frá Puigdemont og því líklegt að Rajoy virkji stjórnarskrárgreinina. Gerist það er búist við að Puigdemont lýsi einhliða yfir sjálfstæði Katalóníu í kjölfarið. Þá telur breska ríkisútvarpið að Katalóninn gæti haft einn ás í erminni. Hann gæti boðað til nýrra kosninga í héraðinu og þá myndi, að sögn heimildarmanna útvarpsins úr röðum stjórnvalda í Madríd, ríkisstjórn Spánar ekki grípa til 155 greinarinnar. Það verður þó að teljast ólíklegt að Puigdemont fari þá leið enda nýtur hún ekki stuðnings meðal samstarfsmanna hans í hérðasstjórninni. „Kosningar eru ekki til umræðu núna,“ lét utanríkisráðherra Katalóníu hafa eftir sér í gær. Sama hver niðustaðan verður má ætla að átök brjótist út í héraðinu - og þá ekki síst í Barselóna. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Tveir þekktir sjálfstæðissinnar handteknir Dómstóll á Spáni hefur úrskurðað tvo framámenn í sjálfstæðisbaráttu Katalóna í varðhald. 17. október 2017 06:38 Ríkisstjórnin harmar óskýrmælgi Katalóna Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnar Katalóníu, hefur frest fram á fimmtudag til að skýra mál sitt varðandi sjálfstæðisyfirlýsingu Katalóníu. 17. október 2017 06:00 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Sjá meira
Carles Puigdemont leiðtogi Katalóníu hefur nú aðeins eina klukkustund til að gefa það skýrt út að hann hafi ekki lýst yfir sjálfstæði Katalóníu. Geri hann það ekki munu yfirvöld í Madríd virkja 155 grein stjórnarskrárinnar sem myndi taka sjálfstjórnarvald Katalóna úr höndum þeirra og færa stjórn héraðsins til höfuðborgarinnar Madríd. Puigdemont skrifaði undir sjálfstæðisyfirlýsingu í byrjun mánaðarins en sagði strax að hún tæki ekki gildi fyrr en viðræður hefðu farið fram við yfirvöld á Spáni. Forsætisráðherrann Mariano Rajoy gaf lítið fyrir það og krafðist skýringa, ella yrði sjálfstjórnin afturkölluð. „Það er ekki flókið að svara spurningunni: Hefur Katalónía lýst yfir sjálfstæði? Því ef hún hefur gert það þá getur ríkisstjórnin aðeins brugðist við með einum hætti, ef ekki þá getum við talað saman,“ sagði forsætisráðherrann í gær.Mögulega með eitt tromp á hendi Ekki er búist við viðbrögðum frá Puigdemont og því líklegt að Rajoy virkji stjórnarskrárgreinina. Gerist það er búist við að Puigdemont lýsi einhliða yfir sjálfstæði Katalóníu í kjölfarið. Þá telur breska ríkisútvarpið að Katalóninn gæti haft einn ás í erminni. Hann gæti boðað til nýrra kosninga í héraðinu og þá myndi, að sögn heimildarmanna útvarpsins úr röðum stjórnvalda í Madríd, ríkisstjórn Spánar ekki grípa til 155 greinarinnar. Það verður þó að teljast ólíklegt að Puigdemont fari þá leið enda nýtur hún ekki stuðnings meðal samstarfsmanna hans í hérðasstjórninni. „Kosningar eru ekki til umræðu núna,“ lét utanríkisráðherra Katalóníu hafa eftir sér í gær. Sama hver niðustaðan verður má ætla að átök brjótist út í héraðinu - og þá ekki síst í Barselóna.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Tveir þekktir sjálfstæðissinnar handteknir Dómstóll á Spáni hefur úrskurðað tvo framámenn í sjálfstæðisbaráttu Katalóna í varðhald. 17. október 2017 06:38 Ríkisstjórnin harmar óskýrmælgi Katalóna Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnar Katalóníu, hefur frest fram á fimmtudag til að skýra mál sitt varðandi sjálfstæðisyfirlýsingu Katalóníu. 17. október 2017 06:00 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Sjá meira
Tveir þekktir sjálfstæðissinnar handteknir Dómstóll á Spáni hefur úrskurðað tvo framámenn í sjálfstæðisbaráttu Katalóna í varðhald. 17. október 2017 06:38
Ríkisstjórnin harmar óskýrmælgi Katalóna Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnar Katalóníu, hefur frest fram á fimmtudag til að skýra mál sitt varðandi sjálfstæðisyfirlýsingu Katalóníu. 17. október 2017 06:00