Klukkustund í ögurstund Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. október 2017 07:00 Hvað ætti ég að gera, gæti Carles Puigdemont verið að hugsa. Vísir/Getty Carles Puigdemont leiðtogi Katalóníu hefur nú aðeins eina klukkustund til að gefa það skýrt út að hann hafi ekki lýst yfir sjálfstæði Katalóníu. Geri hann það ekki munu yfirvöld í Madríd virkja 155 grein stjórnarskrárinnar sem myndi taka sjálfstjórnarvald Katalóna úr höndum þeirra og færa stjórn héraðsins til höfuðborgarinnar Madríd. Puigdemont skrifaði undir sjálfstæðisyfirlýsingu í byrjun mánaðarins en sagði strax að hún tæki ekki gildi fyrr en viðræður hefðu farið fram við yfirvöld á Spáni. Forsætisráðherrann Mariano Rajoy gaf lítið fyrir það og krafðist skýringa, ella yrði sjálfstjórnin afturkölluð. „Það er ekki flókið að svara spurningunni: Hefur Katalónía lýst yfir sjálfstæði? Því ef hún hefur gert það þá getur ríkisstjórnin aðeins brugðist við með einum hætti, ef ekki þá getum við talað saman,“ sagði forsætisráðherrann í gær.Mögulega með eitt tromp á hendi Ekki er búist við viðbrögðum frá Puigdemont og því líklegt að Rajoy virkji stjórnarskrárgreinina. Gerist það er búist við að Puigdemont lýsi einhliða yfir sjálfstæði Katalóníu í kjölfarið. Þá telur breska ríkisútvarpið að Katalóninn gæti haft einn ás í erminni. Hann gæti boðað til nýrra kosninga í héraðinu og þá myndi, að sögn heimildarmanna útvarpsins úr röðum stjórnvalda í Madríd, ríkisstjórn Spánar ekki grípa til 155 greinarinnar. Það verður þó að teljast ólíklegt að Puigdemont fari þá leið enda nýtur hún ekki stuðnings meðal samstarfsmanna hans í hérðasstjórninni. „Kosningar eru ekki til umræðu núna,“ lét utanríkisráðherra Katalóníu hafa eftir sér í gær. Sama hver niðustaðan verður má ætla að átök brjótist út í héraðinu - og þá ekki síst í Barselóna. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Tveir þekktir sjálfstæðissinnar handteknir Dómstóll á Spáni hefur úrskurðað tvo framámenn í sjálfstæðisbaráttu Katalóna í varðhald. 17. október 2017 06:38 Ríkisstjórnin harmar óskýrmælgi Katalóna Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnar Katalóníu, hefur frest fram á fimmtudag til að skýra mál sitt varðandi sjálfstæðisyfirlýsingu Katalóníu. 17. október 2017 06:00 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira
Carles Puigdemont leiðtogi Katalóníu hefur nú aðeins eina klukkustund til að gefa það skýrt út að hann hafi ekki lýst yfir sjálfstæði Katalóníu. Geri hann það ekki munu yfirvöld í Madríd virkja 155 grein stjórnarskrárinnar sem myndi taka sjálfstjórnarvald Katalóna úr höndum þeirra og færa stjórn héraðsins til höfuðborgarinnar Madríd. Puigdemont skrifaði undir sjálfstæðisyfirlýsingu í byrjun mánaðarins en sagði strax að hún tæki ekki gildi fyrr en viðræður hefðu farið fram við yfirvöld á Spáni. Forsætisráðherrann Mariano Rajoy gaf lítið fyrir það og krafðist skýringa, ella yrði sjálfstjórnin afturkölluð. „Það er ekki flókið að svara spurningunni: Hefur Katalónía lýst yfir sjálfstæði? Því ef hún hefur gert það þá getur ríkisstjórnin aðeins brugðist við með einum hætti, ef ekki þá getum við talað saman,“ sagði forsætisráðherrann í gær.Mögulega með eitt tromp á hendi Ekki er búist við viðbrögðum frá Puigdemont og því líklegt að Rajoy virkji stjórnarskrárgreinina. Gerist það er búist við að Puigdemont lýsi einhliða yfir sjálfstæði Katalóníu í kjölfarið. Þá telur breska ríkisútvarpið að Katalóninn gæti haft einn ás í erminni. Hann gæti boðað til nýrra kosninga í héraðinu og þá myndi, að sögn heimildarmanna útvarpsins úr röðum stjórnvalda í Madríd, ríkisstjórn Spánar ekki grípa til 155 greinarinnar. Það verður þó að teljast ólíklegt að Puigdemont fari þá leið enda nýtur hún ekki stuðnings meðal samstarfsmanna hans í hérðasstjórninni. „Kosningar eru ekki til umræðu núna,“ lét utanríkisráðherra Katalóníu hafa eftir sér í gær. Sama hver niðustaðan verður má ætla að átök brjótist út í héraðinu - og þá ekki síst í Barselóna.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Tveir þekktir sjálfstæðissinnar handteknir Dómstóll á Spáni hefur úrskurðað tvo framámenn í sjálfstæðisbaráttu Katalóna í varðhald. 17. október 2017 06:38 Ríkisstjórnin harmar óskýrmælgi Katalóna Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnar Katalóníu, hefur frest fram á fimmtudag til að skýra mál sitt varðandi sjálfstæðisyfirlýsingu Katalóníu. 17. október 2017 06:00 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira
Tveir þekktir sjálfstæðissinnar handteknir Dómstóll á Spáni hefur úrskurðað tvo framámenn í sjálfstæðisbaráttu Katalóna í varðhald. 17. október 2017 06:38
Ríkisstjórnin harmar óskýrmælgi Katalóna Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnar Katalóníu, hefur frest fram á fimmtudag til að skýra mál sitt varðandi sjálfstæðisyfirlýsingu Katalóníu. 17. október 2017 06:00