Katalónar sjálfstæðir um eða eftir helgina Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. október 2017 06:00 Katalónar hyggjast lýsa yfir sjálfstæði innan nokkurra daga. vísir/afp Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnar Katalóníu á Spáni, sagði í gær að héraðið myndi lýsa yfir sjálfstæði innan 48 klukkustunda eftir að öll atkvæði í kosningum sunnudagsins hefðu verið talin. Hann býst við að það gerist um eða eftir helgi. Kosningarnar eru umdeildar en Spánverjar lýstu þær ólöglegar og kröfðust þess að þær færu ekki fram. Héraðsstjórnin hélt hins vegar ótrauð áfram og var spænska lögreglan send til héraðsins. Átök brutust út og særðust nærri 900 í átökum við lögreglu. Níutíu prósent atkvæða féllu sjálfstæði í vil en kjörsókn var rúm fjörutíu prósent. Katalónar héldu áfram mótmælum í gær og beindist reiðin nú að Filippusi sjötta Spánarkonungi sem sagði á þriðjudag að leiðtogar Katalóníu hefðu, með því að halda kosningarnar, svívirt yfirvöld og brotið lýðræðislegar hefðir. Óljóst er hvort Katalónía verði sjálfstæð í bráð og nærri öruggt er að Spánverjar munu ekki samþykkja sjálfstæðisyfirlýsingu Puigdemont-stjórnarinnar. Það er þó áhugavert að skoða hvort Katalónía hafi burði til þess að standa sjálfstæð. Í úttekt BBC í gær kemur fram að Katalónar hafi sitt eigið tungumál, fána, leiðtoga og þing. Þá eru Katalónar með sína eigin lögreglu, fjarskiptastofnun, sína eigin ræðismenn erlendis, skóla og heilbrigðisstofnanir. Hins vegar skortir landamæragæslu, tollgæslu, sendiráð, varnarlið, seðlabanka og margt fleira. Efnahagur Katalóníu er sterkari en í ýmsum öðrum héröðum Spánar. Eitt helsta slagorð katalónskra sjálfstæðissinna er „Madríd rænir okkur“ og vísar til þess að Katalónía greiðir meira til spænska ríkisins en samanlagt virði þess sem Katalónar fá frá ríkinu er. Alls greiða Katalónar um tíu milljarða evra, andvirði 12 billjóna króna, meira til Spánar en þeir fá. Þó er viðbúið að stór hluti mismunarins myndi fara í að koma upp innviðum í sjálfstæðri Katalóníu. Ferðaþjónusta í Katalóníu er sterk sömuleiðis en átján af þeim 75 ferðamönnum sem heimsækja Spán heimsækja Katalóníu og stendur hún þar fremst í flokki á meðal spænskra héraða. Þýðir það að 24 prósent ferðamanna heimsækja Katalóníu en Katalónar eru sextán prósent Spánverja. Á móti sjálfstæðri Katalóníu vinnur sú staðreynd að héraðið skuldar 77 milljarða evra sem samsvarar 35,4 prósentum af vergri landsframleiðslu héraðsins. Þar af skuldar Katalónía Spánverjum 52 milljarða evra. Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Sjá meira
Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnar Katalóníu á Spáni, sagði í gær að héraðið myndi lýsa yfir sjálfstæði innan 48 klukkustunda eftir að öll atkvæði í kosningum sunnudagsins hefðu verið talin. Hann býst við að það gerist um eða eftir helgi. Kosningarnar eru umdeildar en Spánverjar lýstu þær ólöglegar og kröfðust þess að þær færu ekki fram. Héraðsstjórnin hélt hins vegar ótrauð áfram og var spænska lögreglan send til héraðsins. Átök brutust út og særðust nærri 900 í átökum við lögreglu. Níutíu prósent atkvæða féllu sjálfstæði í vil en kjörsókn var rúm fjörutíu prósent. Katalónar héldu áfram mótmælum í gær og beindist reiðin nú að Filippusi sjötta Spánarkonungi sem sagði á þriðjudag að leiðtogar Katalóníu hefðu, með því að halda kosningarnar, svívirt yfirvöld og brotið lýðræðislegar hefðir. Óljóst er hvort Katalónía verði sjálfstæð í bráð og nærri öruggt er að Spánverjar munu ekki samþykkja sjálfstæðisyfirlýsingu Puigdemont-stjórnarinnar. Það er þó áhugavert að skoða hvort Katalónía hafi burði til þess að standa sjálfstæð. Í úttekt BBC í gær kemur fram að Katalónar hafi sitt eigið tungumál, fána, leiðtoga og þing. Þá eru Katalónar með sína eigin lögreglu, fjarskiptastofnun, sína eigin ræðismenn erlendis, skóla og heilbrigðisstofnanir. Hins vegar skortir landamæragæslu, tollgæslu, sendiráð, varnarlið, seðlabanka og margt fleira. Efnahagur Katalóníu er sterkari en í ýmsum öðrum héröðum Spánar. Eitt helsta slagorð katalónskra sjálfstæðissinna er „Madríd rænir okkur“ og vísar til þess að Katalónía greiðir meira til spænska ríkisins en samanlagt virði þess sem Katalónar fá frá ríkinu er. Alls greiða Katalónar um tíu milljarða evra, andvirði 12 billjóna króna, meira til Spánar en þeir fá. Þó er viðbúið að stór hluti mismunarins myndi fara í að koma upp innviðum í sjálfstæðri Katalóníu. Ferðaþjónusta í Katalóníu er sterk sömuleiðis en átján af þeim 75 ferðamönnum sem heimsækja Spán heimsækja Katalóníu og stendur hún þar fremst í flokki á meðal spænskra héraða. Þýðir það að 24 prósent ferðamanna heimsækja Katalóníu en Katalónar eru sextán prósent Spánverja. Á móti sjálfstæðri Katalóníu vinnur sú staðreynd að héraðið skuldar 77 milljarða evra sem samsvarar 35,4 prósentum af vergri landsframleiðslu héraðsins. Þar af skuldar Katalónía Spánverjum 52 milljarða evra.
Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Sjá meira