McIlroy mun aldrei gleyma leiðindunum í Keane Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. október 2017 09:00 Rory kemur fram við aðdáendur sína af virðingu. vísir/getty Kylfingurinn Rory McIlroy segir að hann muni aldrei gleyma deginum er knattspyrnumaðurinn Roy Keane neitaði að gefa honum eiginhandaráritun. Þessir stælar í Keane er ástæðan fyrir því að McIlroy passar sig á því að valda aldrei aðdáendum sínum vonbrigðum er þeir vilja mynd eða áritun frá honum. Norður-Írinn gladdi ungan dreng á Opna breska mótinu í síðustu viku er hann gaf honum golfboltann sinn. Þessu mun drengurinn líklega aldrei gleyma líkt og McIlroy gleymir aldrei svekkelsinu sínu með Keane. „Ég hitti Keane á hóteli, labbaði til hans og bað um eiginhandaráritun. Hann sagði nei. Ég efast ekkert um að Keane sé ágætis náungi en þetta er samt reynsla sem ég gleymi aldrei,“ sagði McIlroy. „Ég hef upplifað að fá þessa höfnun sem krakki og hætta að halda upp á viðkomandi í kjölfarið. Ef einhver krakki biður mig um áritun hef ég alltaf reynt að svara kallinu.“ McIlroy segist nota sex til níu bolta á hverjum hring og þegar hann þarf að skipta þá leitar hann að krakka í áhorfendaskaranum til þess að gefa boltann sem hann er hættur að nota. „Ég var frekar hissa á því hvað var mikið gert úr þessu í síðustu viku. Það sýnir samt hvað svona lítill hlutur getur haft jákvæð áhrif á barn og viðkomandi barn vill svo kannski fara að æfa golf,“ sagði McIlroy en myndi hann gefa Keane sína áritun ef hann bæði um hana? „Bara ef ég fengi hans á móti.“ Golf Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Kylfingurinn Rory McIlroy segir að hann muni aldrei gleyma deginum er knattspyrnumaðurinn Roy Keane neitaði að gefa honum eiginhandaráritun. Þessir stælar í Keane er ástæðan fyrir því að McIlroy passar sig á því að valda aldrei aðdáendum sínum vonbrigðum er þeir vilja mynd eða áritun frá honum. Norður-Írinn gladdi ungan dreng á Opna breska mótinu í síðustu viku er hann gaf honum golfboltann sinn. Þessu mun drengurinn líklega aldrei gleyma líkt og McIlroy gleymir aldrei svekkelsinu sínu með Keane. „Ég hitti Keane á hóteli, labbaði til hans og bað um eiginhandaráritun. Hann sagði nei. Ég efast ekkert um að Keane sé ágætis náungi en þetta er samt reynsla sem ég gleymi aldrei,“ sagði McIlroy. „Ég hef upplifað að fá þessa höfnun sem krakki og hætta að halda upp á viðkomandi í kjölfarið. Ef einhver krakki biður mig um áritun hef ég alltaf reynt að svara kallinu.“ McIlroy segist nota sex til níu bolta á hverjum hring og þegar hann þarf að skipta þá leitar hann að krakka í áhorfendaskaranum til þess að gefa boltann sem hann er hættur að nota. „Ég var frekar hissa á því hvað var mikið gert úr þessu í síðustu viku. Það sýnir samt hvað svona lítill hlutur getur haft jákvæð áhrif á barn og viðkomandi barn vill svo kannski fara að æfa golf,“ sagði McIlroy en myndi hann gefa Keane sína áritun ef hann bæði um hana? „Bara ef ég fengi hans á móti.“
Golf Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira