Pólitískt og sálrænt áfall fyrir Þjóðverja Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. september 2017 20:00 Þjóðverjar gengu til þingkosninga í dag en samkvæmt útgönguspám verða kristilegir demókratar stærsti flokkurinn fjórða kjörtímabilið í röð. Ríkisstjórnin virðist þó fallin þar sem Jafnaðarmenn vilja ekki áframhaldandi samstarf. Þjóðernissinnar gætu náð um áttatíu mönnum inn á þing gangi spár eftir. Kjörstaðir voru opnaðir klukkan sex að íslenskum tíma í morgun og stóðu þeir opnir til klukkan fjögur. Kristilegir demókratar, flokkur Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og systurflokkurinn í Bæjaralandi mælast með 32,5% fylgi samkvæmt fyrstu útgönguspám sem voru birtar eftir lokun kjörstaða og ætti þannig að hljóta flest þingsæti fjórða kjörtímabilið í röð. Fylgi jafnaðarmanna, samstarfsflokks þeirra í ríkisstjórn, hefur hins vegar ekki mælst minna eftir stríð og stendur í 20%. Haft er eftir varaformanni flokksins að hann sé ekki reiðubúinn í áframhaldandi stjórnarsamstarf með kristilegum demókrötum og er ríkisstjórnin fallin samkvæmt því. Merkel þarf því að leitast eftir nýju stjórnarsamstarfi en ferlið er talið geta tekið nokkra mánuði.Angela Merkel hefur stýrt Þýskalandi í tólf ár.Vísir/AFPNiðurstöðurnar koma nokkuð á óvart þar sem flokkur þjóðernissinna, AfD, mælist með 13,5% fylgi sem er í hæsta lagi miðað við kannanir. Samkvæmt þessu er flokkurinn sá þriðji stærsti á þingi og gæti náð 80 þingsætum af 598. Þeir hafa aldrei áður átt mann á þingi.Flokkurinn hefur bæði talað gegn Evrópusamstarfi og innflytjendum. „Ég er á móti þessum mikla fjölda innflytjenda til Þýskalands. Landið okkar er ekki nógu stórt til að rúma allan heiminn," segir stuðningsmaður AfD í samtali við Reuters. Ragnar Hjálmarsson, stjórnmálafræðingur sem er búsettur í Berlín, segir velgengni þjóðernissinna reynast mörgum Þjóðverjum erfið. Þjóðernispopúlismi hafi ekki þrifist í Þýskalandi eftir stríð líkt og víða annars staðar. „Það má ekki gera lítið úr því hversu mikið pólitískt áfall þetta er í raun og veru fyrir Þjóðverja, bæði pólitískt og sálrænt, að núna 75 árum eftir að nasistaflokkurinn var á þingi í Þýskalandi, að enn á ný sé þarna flokkur sem er að selja kjósendum þjóðernishyggju," segir Ragnar. Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Þjóðverjar gengu til þingkosninga í dag en samkvæmt útgönguspám verða kristilegir demókratar stærsti flokkurinn fjórða kjörtímabilið í röð. Ríkisstjórnin virðist þó fallin þar sem Jafnaðarmenn vilja ekki áframhaldandi samstarf. Þjóðernissinnar gætu náð um áttatíu mönnum inn á þing gangi spár eftir. Kjörstaðir voru opnaðir klukkan sex að íslenskum tíma í morgun og stóðu þeir opnir til klukkan fjögur. Kristilegir demókratar, flokkur Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og systurflokkurinn í Bæjaralandi mælast með 32,5% fylgi samkvæmt fyrstu útgönguspám sem voru birtar eftir lokun kjörstaða og ætti þannig að hljóta flest þingsæti fjórða kjörtímabilið í röð. Fylgi jafnaðarmanna, samstarfsflokks þeirra í ríkisstjórn, hefur hins vegar ekki mælst minna eftir stríð og stendur í 20%. Haft er eftir varaformanni flokksins að hann sé ekki reiðubúinn í áframhaldandi stjórnarsamstarf með kristilegum demókrötum og er ríkisstjórnin fallin samkvæmt því. Merkel þarf því að leitast eftir nýju stjórnarsamstarfi en ferlið er talið geta tekið nokkra mánuði.Angela Merkel hefur stýrt Þýskalandi í tólf ár.Vísir/AFPNiðurstöðurnar koma nokkuð á óvart þar sem flokkur þjóðernissinna, AfD, mælist með 13,5% fylgi sem er í hæsta lagi miðað við kannanir. Samkvæmt þessu er flokkurinn sá þriðji stærsti á þingi og gæti náð 80 þingsætum af 598. Þeir hafa aldrei áður átt mann á þingi.Flokkurinn hefur bæði talað gegn Evrópusamstarfi og innflytjendum. „Ég er á móti þessum mikla fjölda innflytjenda til Þýskalands. Landið okkar er ekki nógu stórt til að rúma allan heiminn," segir stuðningsmaður AfD í samtali við Reuters. Ragnar Hjálmarsson, stjórnmálafræðingur sem er búsettur í Berlín, segir velgengni þjóðernissinna reynast mörgum Þjóðverjum erfið. Þjóðernispopúlismi hafi ekki þrifist í Þýskalandi eftir stríð líkt og víða annars staðar. „Það má ekki gera lítið úr því hversu mikið pólitískt áfall þetta er í raun og veru fyrir Þjóðverja, bæði pólitískt og sálrænt, að núna 75 árum eftir að nasistaflokkurinn var á þingi í Þýskalandi, að enn á ný sé þarna flokkur sem er að selja kjósendum þjóðernishyggju," segir Ragnar.
Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira