Lofar að vinna öfgamenn aftur á sitt band Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. september 2017 08:00 Angela Merkel, kanslari Þýskalands, vann varnarsigur. vísir/afp Angela Merkel, kanslari Þýskalands og leiðtogi Kristilegra demókrata (CDU/CSU), lofaði í gær að vinna kjósendur þjóðernishyggjuflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) aftur á sitt band. Útlit er fyrir að kjósendur Kristilegra demókrata hafi margir hverjir flykkst til AfD. Þótt Kristilegir demókratar hafi fengið langflest atkvæði í þýsku kosningunum um helgina töpuðu þeir 8,5 prósentum atkvæða miðað við kosningarnar árið 2013. AfD fékk hins vegar 7,9 prósentustigum fleiri atkvæði. Fengu Kristilegir demókratar þannig sína verstu kosningu í nærri sjö áratugi. AfD eru augljósir sigurvegarar kosninganna. Einungis einn annar flokkur, Frjálslyndir demókratar (FDP), bætti við sig meira en einu prósentustigi. Bætti FDP við sig alls 5,9 prósentustigum en flokkurinn náði ekki inn á þing í síðustu kosningum eftir að hafa verið í ríkisstjórn með CDU/CSU. Þrátt fyrir velgengni AfD lýsti Frauke Petry, annar formanna flokksins, því yfir á stuttum blaðamannafundi í gær að hún hygðist ekki taka sæti á þingi fyrir AfD. Hún myndi frekar verða óháður þingmaður. Stjórnarmyndunarviðræður taka nú við í Þýskalandi og er í raun aðeins ein meirihlutastjórn í kortunum þar sem Jafnaðarmannaflokkurinn (SDP) hefur lýst því yfir að hann verði í stjórnarandstöðu. Um er að ræða samsteypustjórn FDP, Græningja, og Kristilegra demókrata sem hefðu saman 393 af 630 þingsætum. Slíkt stjórnarmynstur hefur verið kallað Jamaíkustjórn. Vísar það þess að einkennislitir flokkanna eru þeir sömu og eru í jamaíska fánanum. Aldrei hefur reynt á samstarf þessara flokka á þýska sambandsþinginu en flokkarnir starfa saman í þingi Slésvíkur-Holtsetalands. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Sjá meira
Angela Merkel, kanslari Þýskalands og leiðtogi Kristilegra demókrata (CDU/CSU), lofaði í gær að vinna kjósendur þjóðernishyggjuflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) aftur á sitt band. Útlit er fyrir að kjósendur Kristilegra demókrata hafi margir hverjir flykkst til AfD. Þótt Kristilegir demókratar hafi fengið langflest atkvæði í þýsku kosningunum um helgina töpuðu þeir 8,5 prósentum atkvæða miðað við kosningarnar árið 2013. AfD fékk hins vegar 7,9 prósentustigum fleiri atkvæði. Fengu Kristilegir demókratar þannig sína verstu kosningu í nærri sjö áratugi. AfD eru augljósir sigurvegarar kosninganna. Einungis einn annar flokkur, Frjálslyndir demókratar (FDP), bætti við sig meira en einu prósentustigi. Bætti FDP við sig alls 5,9 prósentustigum en flokkurinn náði ekki inn á þing í síðustu kosningum eftir að hafa verið í ríkisstjórn með CDU/CSU. Þrátt fyrir velgengni AfD lýsti Frauke Petry, annar formanna flokksins, því yfir á stuttum blaðamannafundi í gær að hún hygðist ekki taka sæti á þingi fyrir AfD. Hún myndi frekar verða óháður þingmaður. Stjórnarmyndunarviðræður taka nú við í Þýskalandi og er í raun aðeins ein meirihlutastjórn í kortunum þar sem Jafnaðarmannaflokkurinn (SDP) hefur lýst því yfir að hann verði í stjórnarandstöðu. Um er að ræða samsteypustjórn FDP, Græningja, og Kristilegra demókrata sem hefðu saman 393 af 630 þingsætum. Slíkt stjórnarmynstur hefur verið kallað Jamaíkustjórn. Vísar það þess að einkennislitir flokkanna eru þeir sömu og eru í jamaíska fánanum. Aldrei hefur reynt á samstarf þessara flokka á þýska sambandsþinginu en flokkarnir starfa saman í þingi Slésvíkur-Holtsetalands.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Sjá meira