Forstjóri Equifax hættir í kjölfar tölvuinnbrots Kjartan Kjartansson skrifar 26. september 2017 13:54 Fleiri stjórnendur hjá Equifax hafa verið látnir fara eftir gagnalekann. Vísir/EPA Bandaríska lánshæfisfyrirtækisins Equifax hefur tilkynnt að Richard Smith, forstjóri þess, ætli að stíga til hliðar. Greint var frá stórfelldum stuldi á persónuupplýsingum um viðskiptavini Equifax fyrr í þessum mánuði og hafa viðbrögð fyrirtækisins verið harðlega gagnrýnd. Kennitölur, fæðingardagar og heimilisföng um 143 milljónir bandarískra viðskiptavina voru á meðal gagna sem tölvuþrjótar komust yfir þegar þeir brutust inn í tölvukerfi Equifax í sumar. Það er nærri því helmingur landsmanna. Fyrirtækið greindi hins vegar ekki frá gagnalekanum fyrr en í þessum mánuði. Viðskiptavinir og þingmenn hafa gagnrýnt stjórnendur Equifax harðlega og hafa alríkisyfirvöld hafið rannsókn á viðbrögðum þeirra. Þannig hefur verið greint frá því að æðstu stjórnendur Equifax hafi selt hlutabréf sín í fyrirtækinu í töluverðum mæli skömmu áður en greint var opinberlega frá tölvuinnbrotinu, að sögn Washington Post. Þá kom einnig í ljós að fyrirtækið beindi viðskiptavinum sínum á ranga vefsíðu sem tölvuþrjótar höfðu sett upp og átti að líkjast síðu Equifax vegna gagnalekans. Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bandaríska lánshæfisfyrirtækisins Equifax hefur tilkynnt að Richard Smith, forstjóri þess, ætli að stíga til hliðar. Greint var frá stórfelldum stuldi á persónuupplýsingum um viðskiptavini Equifax fyrr í þessum mánuði og hafa viðbrögð fyrirtækisins verið harðlega gagnrýnd. Kennitölur, fæðingardagar og heimilisföng um 143 milljónir bandarískra viðskiptavina voru á meðal gagna sem tölvuþrjótar komust yfir þegar þeir brutust inn í tölvukerfi Equifax í sumar. Það er nærri því helmingur landsmanna. Fyrirtækið greindi hins vegar ekki frá gagnalekanum fyrr en í þessum mánuði. Viðskiptavinir og þingmenn hafa gagnrýnt stjórnendur Equifax harðlega og hafa alríkisyfirvöld hafið rannsókn á viðbrögðum þeirra. Þannig hefur verið greint frá því að æðstu stjórnendur Equifax hafi selt hlutabréf sín í fyrirtækinu í töluverðum mæli skömmu áður en greint var opinberlega frá tölvuinnbrotinu, að sögn Washington Post. Þá kom einnig í ljós að fyrirtækið beindi viðskiptavinum sínum á ranga vefsíðu sem tölvuþrjótar höfðu sett upp og átti að líkjast síðu Equifax vegna gagnalekans.
Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira