Spilaði í gegnum sársaukann í allt sumar og landaði titlinum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 29. september 2017 06:00 Kveikjum eldana. Það var boðið upp á blys og almenna stemningu er Þór/KA fagnaði Íslandsmeistaratitlinum í gær. vísir/þórir tryggvason Mikil dramatík ríkti fyrir síðustu umferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu. Þór/KA var með tveggja stiga forskot á Breiðablik, sem var með mun betri markatölu en norðanstúlkur. Blikar gátu því stolið titlinum með sigri, svo lengi sem Þór/KA ynni ekki sinn leik. Lengi vel leit út fyrir að bikarinn væri á leið í Kópavoginn, því Blikar áttu ekki í neinum vandræðum með Grindvíkinga á meðan Þór/KA gekk erfiðlega að vinna sig í gegnum þétta vörn FH. Fyrirliðinn Sandra María Jessen braut að lokum ísinn fyrir Þór/KA um miðjan seinni hálfleik og besti leikmaður Íslandsmótsins, Sandra Stephany Mayor, gulltryggði svo sigur Akureyringa á 78. mínútu.Halldór Jón þurfti að þurrka tárin úr augunum í leikslokvísir/þórir tryggvasonEkkert gaman að klára þetta auðveldlega „Þetta er ólýsanlegt. Það er ekki hægt að útskýra svona tilfinningar,“ sagði Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA, eftir leikinn í gær. „Ég er svo stoltur af stelpunum og stoltur af fólkinu, þvílíkur stuðningur sem við fáum og þetta bara skiptir öllu máli og gerir gæfumuninn í dag.“ Fyrsta tímabil Halldórs Jóns með liðið gæti ekki hafa farið betur og segist hann aldrei hafa efast um að stelpurnar myndu klára þetta. „Þetta súmmerar bara frekar vel sumarið upp hjá okkur. Við spilum virkilega góðan varnarleik, allan leikinn, eins og við höfum gert í sumar. Skorum svo bara frábær mörk. Það er ekkert gaman að klára þetta bara auðveldlega.“Norðanstúlkur fagna marki í Þorpinu í gær.vísir/þórir tryggvasonSpilaði í gegnum sársaukann Lillý Rut Hlynsdóttir var einnig í skýjunum. „Það eru engin orð. Þetta er bara geggjað lið og allir í kringum þetta, við værum ekki hérna án þeirra. Ólýsanlegt,“ sagði Lillý. Lillý Rut er búin að glíma við meiðsli í allt sumar, en hún segist ekki sjá eftir því að hafa harkað þau af sér og spilað í gegnum sársaukann: „Þetta var alveg þess virði, að spila svona í allt sumar. En ég er öll að koma til. Besta ákvörðun sem ég hef tekið held ég.“ Þór/KA hefur einu sinni áður hampað Íslandsmeistaratitlinum, en það var árið 2012. Lillý Rut var í liðinu þá, en segist ekki geta borið þetta tvennt saman. „Ég missti af síðasta leiknum 2012, þannig að ég hef ekki upplifað þetta áður, að taka á móti titlinum. Þetta er öðruvísi.“ Blikar völtuðu yfir Grindavík, 4-0, en það dugði ekki til þar sem örlögin voru ekki í þeirra höndum. „Það var alveg vitað fyrir leikinn að við gátum ekki gert meira en að vinna. Þetta var gott dagsverk hjá okkur en ekki nóg,“ sagði Rakel Hönnudóttir, fyrirliði Breiðabliks, eftir leikinn. „Við gerðum mistök á fyrri hluta tímabilsins og þau reyndust dýrkeypt,“ sagði Rakel. „Það er flottur árangur að lenda í 2. sæti. En akkúrat núna er ég ekkert voðalega ánægð.“ Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - FH 2-0 | Íslandsmeistaratitillinn á loft á Akureyri Þór/KA urðu Íslandsmeistarar í annað sinn með 2-0 sigri á FH á heimavelli. 28. september 2017 20:00 Rakel: Akkúrat núna er ég ekkert voðalega ánægð Rakel Hönnudóttir skoraði eitt marka Breiðabliks í 4-0 sigrinum á Grindavík í dag. Sigurinn dugði þó Blikum ekki til að verða Íslandsmeistari því á sama tíma vann Þór/KA 2-0 sigur á FH og tryggði sér titilinn. 28. september 2017 18:57 Donni: Ólýsanleg tilfinning Íslandsmeistaratitillinn fór á loft á Akureyri eftir 2-0 sigur Þórs/KA á FH í dag 28. september 2017 18:17 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Grindavík 4-0 | Stórsigur Blika dugði eki til Breiðablik valtaði 4-0 yfir Grindavík á heimavelli, en náðu ekki að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn því Þór/KA vann sinn leik á Akureyri. 28. september 2017 18:45 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira
Mikil dramatík ríkti fyrir síðustu umferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu. Þór/KA var með tveggja stiga forskot á Breiðablik, sem var með mun betri markatölu en norðanstúlkur. Blikar gátu því stolið titlinum með sigri, svo lengi sem Þór/KA ynni ekki sinn leik. Lengi vel leit út fyrir að bikarinn væri á leið í Kópavoginn, því Blikar áttu ekki í neinum vandræðum með Grindvíkinga á meðan Þór/KA gekk erfiðlega að vinna sig í gegnum þétta vörn FH. Fyrirliðinn Sandra María Jessen braut að lokum ísinn fyrir Þór/KA um miðjan seinni hálfleik og besti leikmaður Íslandsmótsins, Sandra Stephany Mayor, gulltryggði svo sigur Akureyringa á 78. mínútu.Halldór Jón þurfti að þurrka tárin úr augunum í leikslokvísir/þórir tryggvasonEkkert gaman að klára þetta auðveldlega „Þetta er ólýsanlegt. Það er ekki hægt að útskýra svona tilfinningar,“ sagði Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA, eftir leikinn í gær. „Ég er svo stoltur af stelpunum og stoltur af fólkinu, þvílíkur stuðningur sem við fáum og þetta bara skiptir öllu máli og gerir gæfumuninn í dag.“ Fyrsta tímabil Halldórs Jóns með liðið gæti ekki hafa farið betur og segist hann aldrei hafa efast um að stelpurnar myndu klára þetta. „Þetta súmmerar bara frekar vel sumarið upp hjá okkur. Við spilum virkilega góðan varnarleik, allan leikinn, eins og við höfum gert í sumar. Skorum svo bara frábær mörk. Það er ekkert gaman að klára þetta bara auðveldlega.“Norðanstúlkur fagna marki í Þorpinu í gær.vísir/þórir tryggvasonSpilaði í gegnum sársaukann Lillý Rut Hlynsdóttir var einnig í skýjunum. „Það eru engin orð. Þetta er bara geggjað lið og allir í kringum þetta, við værum ekki hérna án þeirra. Ólýsanlegt,“ sagði Lillý. Lillý Rut er búin að glíma við meiðsli í allt sumar, en hún segist ekki sjá eftir því að hafa harkað þau af sér og spilað í gegnum sársaukann: „Þetta var alveg þess virði, að spila svona í allt sumar. En ég er öll að koma til. Besta ákvörðun sem ég hef tekið held ég.“ Þór/KA hefur einu sinni áður hampað Íslandsmeistaratitlinum, en það var árið 2012. Lillý Rut var í liðinu þá, en segist ekki geta borið þetta tvennt saman. „Ég missti af síðasta leiknum 2012, þannig að ég hef ekki upplifað þetta áður, að taka á móti titlinum. Þetta er öðruvísi.“ Blikar völtuðu yfir Grindavík, 4-0, en það dugði ekki til þar sem örlögin voru ekki í þeirra höndum. „Það var alveg vitað fyrir leikinn að við gátum ekki gert meira en að vinna. Þetta var gott dagsverk hjá okkur en ekki nóg,“ sagði Rakel Hönnudóttir, fyrirliði Breiðabliks, eftir leikinn. „Við gerðum mistök á fyrri hluta tímabilsins og þau reyndust dýrkeypt,“ sagði Rakel. „Það er flottur árangur að lenda í 2. sæti. En akkúrat núna er ég ekkert voðalega ánægð.“
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - FH 2-0 | Íslandsmeistaratitillinn á loft á Akureyri Þór/KA urðu Íslandsmeistarar í annað sinn með 2-0 sigri á FH á heimavelli. 28. september 2017 20:00 Rakel: Akkúrat núna er ég ekkert voðalega ánægð Rakel Hönnudóttir skoraði eitt marka Breiðabliks í 4-0 sigrinum á Grindavík í dag. Sigurinn dugði þó Blikum ekki til að verða Íslandsmeistari því á sama tíma vann Þór/KA 2-0 sigur á FH og tryggði sér titilinn. 28. september 2017 18:57 Donni: Ólýsanleg tilfinning Íslandsmeistaratitillinn fór á loft á Akureyri eftir 2-0 sigur Þórs/KA á FH í dag 28. september 2017 18:17 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Grindavík 4-0 | Stórsigur Blika dugði eki til Breiðablik valtaði 4-0 yfir Grindavík á heimavelli, en náðu ekki að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn því Þór/KA vann sinn leik á Akureyri. 28. september 2017 18:45 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - FH 2-0 | Íslandsmeistaratitillinn á loft á Akureyri Þór/KA urðu Íslandsmeistarar í annað sinn með 2-0 sigri á FH á heimavelli. 28. september 2017 20:00
Rakel: Akkúrat núna er ég ekkert voðalega ánægð Rakel Hönnudóttir skoraði eitt marka Breiðabliks í 4-0 sigrinum á Grindavík í dag. Sigurinn dugði þó Blikum ekki til að verða Íslandsmeistari því á sama tíma vann Þór/KA 2-0 sigur á FH og tryggði sér titilinn. 28. september 2017 18:57
Donni: Ólýsanleg tilfinning Íslandsmeistaratitillinn fór á loft á Akureyri eftir 2-0 sigur Þórs/KA á FH í dag 28. september 2017 18:17
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Grindavík 4-0 | Stórsigur Blika dugði eki til Breiðablik valtaði 4-0 yfir Grindavík á heimavelli, en náðu ekki að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn því Þór/KA vann sinn leik á Akureyri. 28. september 2017 18:45