Irma hefur sogað sjóinn frá ströndum Bahama-eyja Þórdís Valsdóttir skrifar 10. september 2017 10:15 Bahama-eyjar slapp betur en við var búist frá fellibylnum Irmu. Magnað veðurfyrirbæri olli því að sjórinn hefur sogast frá ströndum eyjanna en búist er við því að strandirnar verði komnar í rétt horf síðar í dag. Vísir/AFP Fellibylurinn Irma sem gekk yfir eyjar í Karíbahafi á föstudag og stefnir nú í átt að Flórídaskaga sogaði sjóinn frá ströndum Bahama eyja. Fjölmargir hafa deilt myndböndum af ströndum Bahama-eyja þar sem sjá má að sjórinn virðist á bak og burt. Angela Fritz, veðurfræðingur Washington Post, segir í grein sinni að þetta sé sjaldgæft fyrirbæri.„Suma hluti læra veðurfræðingar einungis í skólabókum og fá aldrei að sjá með eigin augum. Í raun er engin leið að vita hvenær svona hlutir gerast, en líkurnar á því að sjá hin stórfurðulegustu veðurfyrirbæri eru litlar sem engar. Þetta er einn af þessum hlutum, fellibylur sem er nógu kröftugur til að breyta lögun hafsins.“ Fritz segir að ástæða fyrirbærisins vera þá fellibylurinn Irma er svo kraftmikill, og þrýstingurinn svo lágur, að allt vatn í kringum fellibylinn sogast inn í auga hans. „Sjórinn mun þó skila sér aftur, líklega ekki af miklum krafti. Að öllum líkindum verður sjórinn eins og áður á sunnudags eftirmiðdag.“ Twitter notandinnn @Kaydi_K birti myndband frá Long Island á Bahamaeyjum þar sem sjá má þurran hafsbotninn. „Ég trúi þessu ekki, þetta er Long Island, Bahamas og sjórinn er horfinn! Eins langt og augað eygir,“ skrifaði hún við myndbandið sem sjá má hér að neðan. Irma fór yfir Bahamaeyjar á föstudag. Engin dauðsföll urðu vegna fellibylsins á eyjunum og engar meiriháttar skemmdir urðu á innviðum eyjanna.I am in disbelief right now... This is Long Island, Bahamas and the ocean water is missing!!! That's as far as they see #HurricaneIrma wtf pic.twitter.com/AhPAonjO6s— #ForeverFlourish (@Kaydi_K) September 9, 2017 Bahamaeyjar Fellibylurinn Irma Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Heldur fullum launum Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Erlent Fleiri fréttir Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Sjá meira
Fellibylurinn Irma sem gekk yfir eyjar í Karíbahafi á föstudag og stefnir nú í átt að Flórídaskaga sogaði sjóinn frá ströndum Bahama eyja. Fjölmargir hafa deilt myndböndum af ströndum Bahama-eyja þar sem sjá má að sjórinn virðist á bak og burt. Angela Fritz, veðurfræðingur Washington Post, segir í grein sinni að þetta sé sjaldgæft fyrirbæri.„Suma hluti læra veðurfræðingar einungis í skólabókum og fá aldrei að sjá með eigin augum. Í raun er engin leið að vita hvenær svona hlutir gerast, en líkurnar á því að sjá hin stórfurðulegustu veðurfyrirbæri eru litlar sem engar. Þetta er einn af þessum hlutum, fellibylur sem er nógu kröftugur til að breyta lögun hafsins.“ Fritz segir að ástæða fyrirbærisins vera þá fellibylurinn Irma er svo kraftmikill, og þrýstingurinn svo lágur, að allt vatn í kringum fellibylinn sogast inn í auga hans. „Sjórinn mun þó skila sér aftur, líklega ekki af miklum krafti. Að öllum líkindum verður sjórinn eins og áður á sunnudags eftirmiðdag.“ Twitter notandinnn @Kaydi_K birti myndband frá Long Island á Bahamaeyjum þar sem sjá má þurran hafsbotninn. „Ég trúi þessu ekki, þetta er Long Island, Bahamas og sjórinn er horfinn! Eins langt og augað eygir,“ skrifaði hún við myndbandið sem sjá má hér að neðan. Irma fór yfir Bahamaeyjar á föstudag. Engin dauðsföll urðu vegna fellibylsins á eyjunum og engar meiriháttar skemmdir urðu á innviðum eyjanna.I am in disbelief right now... This is Long Island, Bahamas and the ocean water is missing!!! That's as far as they see #HurricaneIrma wtf pic.twitter.com/AhPAonjO6s— #ForeverFlourish (@Kaydi_K) September 9, 2017
Bahamaeyjar Fellibylurinn Irma Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Heldur fullum launum Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Erlent Fleiri fréttir Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Sjá meira