Stelpa gengur inn á bar… Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. september 2017 07:00 Um helgina var blásið til stórrar hátíðar á Háskólasvæðinu. Þar skemmti ég mér með vinum mínum og drakk bjór og hló og dansaði. Frábærlega skemmtilegt! Fyrir utan eitt leiðinlegt atvik sem er því miður jafnframt það eftirminnilegasta. Ég fór ein í bjórleiðangur og var næst í röðinni við barinn. Allt í einu var kippt í hárið á mér. Ég sneri mér við. Enginn kunnuglegur sjáanlegur. Þetta var kannski bara eitthvað tilfallandi, óvart. Ég sneri mér að barnum. Þá var aftur kippt í hárið á mér. Ég gerði ekkert. En svo var kippt í þriðja sinn. Og ég sneri mér við og þar stóð strákur, sem var strax farinn að fórna höndum í svona klassísku „þetta var ekki ég“-mómenti, og hann benti á vin sinn. Sökudólginn. Og oft nennir maður ekki eða þorir ekki að taka slaginn. En ég var brjáluð. Ég spurði þá af hverju þeir væru að þessu. Hverju þeir hygðust eiginlega ná þarna fram. Annar firrti sig enn ábyrgð, benti bara flissandi á vin sinn, sem starði út í loftið og sagði ekki neitt. Honum var lífsins ómögulegt að horfa í augun á mér en gat samt áreitt mig án þess að blikka auga. Þetta var kannski ekki háalvarlegt tilvik – en áreiti samt sem áður. Innrás á persónu mína og hlutgerving. Áreiti sem var gúdderað og haldið til streitu alveg þangað til strákarnir voru krafðir svara. Þangað til þeir stóðu allt í einu frammi fyrir manneskju en ekki bara „stelpu á barnum“. Og þá var ekki gengist við neinu. Hvað segir það okkur? Ræðið. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Ólafsdóttir Markaðir Skoðun Mest lesið Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun 90099-22@#MeToo Ívar Halldórsson Skoðun Þeir sem búa til kerfið – svar til Diljár Ámundadóttur Zoega Valgerður Sigurðardóttir Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Hættum að fjárfesta í fortíðinni! Andrés Ingi Jónsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun
Um helgina var blásið til stórrar hátíðar á Háskólasvæðinu. Þar skemmti ég mér með vinum mínum og drakk bjór og hló og dansaði. Frábærlega skemmtilegt! Fyrir utan eitt leiðinlegt atvik sem er því miður jafnframt það eftirminnilegasta. Ég fór ein í bjórleiðangur og var næst í röðinni við barinn. Allt í einu var kippt í hárið á mér. Ég sneri mér við. Enginn kunnuglegur sjáanlegur. Þetta var kannski bara eitthvað tilfallandi, óvart. Ég sneri mér að barnum. Þá var aftur kippt í hárið á mér. Ég gerði ekkert. En svo var kippt í þriðja sinn. Og ég sneri mér við og þar stóð strákur, sem var strax farinn að fórna höndum í svona klassísku „þetta var ekki ég“-mómenti, og hann benti á vin sinn. Sökudólginn. Og oft nennir maður ekki eða þorir ekki að taka slaginn. En ég var brjáluð. Ég spurði þá af hverju þeir væru að þessu. Hverju þeir hygðust eiginlega ná þarna fram. Annar firrti sig enn ábyrgð, benti bara flissandi á vin sinn, sem starði út í loftið og sagði ekki neitt. Honum var lífsins ómögulegt að horfa í augun á mér en gat samt áreitt mig án þess að blikka auga. Þetta var kannski ekki háalvarlegt tilvik – en áreiti samt sem áður. Innrás á persónu mína og hlutgerving. Áreiti sem var gúdderað og haldið til streitu alveg þangað til strákarnir voru krafðir svara. Þangað til þeir stóðu allt í einu frammi fyrir manneskju en ekki bara „stelpu á barnum“. Og þá var ekki gengist við neinu. Hvað segir það okkur? Ræðið. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.