Stóraukið upplýsingaöryggi í nýjum iPhone Hersir Aron Ólafsson skrifar 13. september 2017 20:00 Upplýsingaöryggi mun stóraukast með andlitsskönnum sem nú hafa verið innleiddir í farsíma. Tæknina verður að finna í nýjustu kynslóð iPhone sem hugbúnaðarrisinn Apple kynnti í gær. Forsvarsmenn fyrirtækisins kynntu nokkrar nýjungar á vörukynningu í San Fransisco en langstærsta númer kvöldsins var þó vafalaust farsíminn iPhone X, sérstök viðhafnarútgáfa í tilefni 10 ára afmælis iPhone. Í tækinu má finna ýmsar hefðbundnar uppfærslur á borð við öflugri myndavél og stærri skjá. Stærsta breytingin að mati sérfræðinga er þó andlitsskanninn, sem gerir notendum kleift að komast inn í símann með því einu að horfa á hann. Farsímasérfræðingur Guðmundur Jóhann Arngrímsson segir að tæknin muni gjörbreyta upplýsingaöryggi farsímanotenda. Þannig hefur hún verið þróuð í samvinnu við ýmsa sérfræðinga með það að markmiði að enginn annar en raunverulegur eigandi komist inn. Þá gerir hugbúnaðurinn greinarmun á því hvort um andlit eða grímu sé að ræða. Enn fremur er unnt að nota tæknina þó breytingar verði á útliti notandans, á borð við nýja hárgreiðslu eða skeggvöxt, enda reiknar andlitslesarinn heildarandlitsdrætti út frá 30 þúsund punktum á andlitinu. Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Upplýsingaöryggi mun stóraukast með andlitsskönnum sem nú hafa verið innleiddir í farsíma. Tæknina verður að finna í nýjustu kynslóð iPhone sem hugbúnaðarrisinn Apple kynnti í gær. Forsvarsmenn fyrirtækisins kynntu nokkrar nýjungar á vörukynningu í San Fransisco en langstærsta númer kvöldsins var þó vafalaust farsíminn iPhone X, sérstök viðhafnarútgáfa í tilefni 10 ára afmælis iPhone. Í tækinu má finna ýmsar hefðbundnar uppfærslur á borð við öflugri myndavél og stærri skjá. Stærsta breytingin að mati sérfræðinga er þó andlitsskanninn, sem gerir notendum kleift að komast inn í símann með því einu að horfa á hann. Farsímasérfræðingur Guðmundur Jóhann Arngrímsson segir að tæknin muni gjörbreyta upplýsingaöryggi farsímanotenda. Þannig hefur hún verið þróuð í samvinnu við ýmsa sérfræðinga með það að markmiði að enginn annar en raunverulegur eigandi komist inn. Þá gerir hugbúnaðurinn greinarmun á því hvort um andlit eða grímu sé að ræða. Enn fremur er unnt að nota tæknina þó breytingar verði á útliti notandans, á borð við nýja hárgreiðslu eða skeggvöxt, enda reiknar andlitslesarinn heildarandlitsdrætti út frá 30 þúsund punktum á andlitinu.
Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira