Kia Stonic frumsýndur í Frankfurt Finnur Thorlacius skrifar 14. september 2017 10:55 Kia Stonic í Frankfurt. Kia Stonic var frumsýndur á bílasýningunni í Frankfurt í gær. Stonic er fyrsti smájepplingurinn frá Kia og þykir hönnun bílsins vera djörf og nútímaleg. Bílinn verður hægt að fá í tveimur litatónum þar sem þakið er í öðrum lit en bíllinn sjálfur. Bíllinn er vel búinn þægindabúnaði og nýstárlegum tæknibúnaði. Innanrýmið er nútímalegt þar sem 7 tommu snertiskjár sem stendur upp úr mælaborðinu sér um að framkalla upplýsingar varðandi aksturinn, tónlistarval, símtöl og leiðsögukerfið. Hægt er að tengja símann við bílinn með Apple CarPlay og Android Auto. Stýrið í bílnum er D-laga sem gefur sportlegra yfirbragð. Stonic er í boði með 1,0 lítra T-GDI vélar sem skilar 120 hestöflum. Auk þess er í boði 1.6 lítra dísilvél sem skilar 110 hestöflum. Meðal þæginda sem fáanlegt er í Stonic má nefna snjalllykil sem ökumaður getur ræst bílinn með á einfaldan hátt með ræsirofanum. Bíllinn er búinn miklum öryggisbúnaði m.a. bakkmyndavél með viðmiðunarlínum, athyglisvara fyrir ökumann og blindblettsvara. Stonic er með 7 ára ábyrgð eins og allir aðrir Kia bílar en það er lengsta ábyrgð sem bílaframleiðandi býður upp á. Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent
Kia Stonic var frumsýndur á bílasýningunni í Frankfurt í gær. Stonic er fyrsti smájepplingurinn frá Kia og þykir hönnun bílsins vera djörf og nútímaleg. Bílinn verður hægt að fá í tveimur litatónum þar sem þakið er í öðrum lit en bíllinn sjálfur. Bíllinn er vel búinn þægindabúnaði og nýstárlegum tæknibúnaði. Innanrýmið er nútímalegt þar sem 7 tommu snertiskjár sem stendur upp úr mælaborðinu sér um að framkalla upplýsingar varðandi aksturinn, tónlistarval, símtöl og leiðsögukerfið. Hægt er að tengja símann við bílinn með Apple CarPlay og Android Auto. Stýrið í bílnum er D-laga sem gefur sportlegra yfirbragð. Stonic er í boði með 1,0 lítra T-GDI vélar sem skilar 120 hestöflum. Auk þess er í boði 1.6 lítra dísilvél sem skilar 110 hestöflum. Meðal þæginda sem fáanlegt er í Stonic má nefna snjalllykil sem ökumaður getur ræst bílinn með á einfaldan hátt með ræsirofanum. Bíllinn er búinn miklum öryggisbúnaði m.a. bakkmyndavél með viðmiðunarlínum, athyglisvara fyrir ökumann og blindblettsvara. Stonic er með 7 ára ábyrgð eins og allir aðrir Kia bílar en það er lengsta ábyrgð sem bílaframleiðandi býður upp á.
Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent