Óvæntar myndir af nýjum Volvo XC40 Finnur Thorlacius skrifar 15. september 2017 09:57 Hinn nýi Volvo XC40. Svo virðist sem Volvo hafi óvart lekið myndum út af nýjum Volvo XC40 bíl, en það var Volvo í Ungverjalandi sem birti þessar myndir af bílnum, væntanlega í óþökk höfuðstöðva Volvo. Á þessum myndum af bílnum að dæma virðist hann mjög líkur tilraunabílnum 40.1 Concept, sem ljóst var að væri fyrirmyndin af nýjum XC40 bíl. Helsta breytingin frá tilraunabílnum eru þær að innfelldir hurðahúnar á framhurðunum eru horfnir og hefðbundnir útstandandi húnar komnir í staðinn. Breyting sem mátti vænta til að spara kostnað. Þá voru hurðarhúnarrnir á afturhurðunum faldir og staðsettir ofarlega á hurðunum, en nú staðsettir á hefðbundnum stað. Þá voru engir hliðarspeglar á tilraunabílnum, en í þeirra stað myndavélar. Nú eru hinsvegar komnir hefðbundnir hliðarspeglar, væntanlega einnig til að spara í framleiðslu bílsins en einnig til að hlýta lögum í þeim löndum sem bíllinn verður seldur í. Örlitlar breytingar eru á grillinu og ljósunum, en vart greinanlegar. Að innan minnir nýr XC40 á innréttingu S90/V90 bílsins, en fjær útlitinu á XC60 og XC90. Hulunni verður svipt af nýjum XC40 bíl næsta fimmtudag í Volvo Studio í Mílanó. Meðal aflrása í bílnum verður T5 útgáfa með 1,5 lítra vél með forþjöppu og rafmótora að auki. Samskonar öryggisbúnaður verður í XC40 og stærri bræðrunum XC60 og XC90. Síðan er meiningin hjá Volvo að smíða enn minni jeppling sem bera mun nafnið XC20, en það verður að bíða í nokkur ár eftir honum.Afturhluti bílsins.Innanborðs. Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
Svo virðist sem Volvo hafi óvart lekið myndum út af nýjum Volvo XC40 bíl, en það var Volvo í Ungverjalandi sem birti þessar myndir af bílnum, væntanlega í óþökk höfuðstöðva Volvo. Á þessum myndum af bílnum að dæma virðist hann mjög líkur tilraunabílnum 40.1 Concept, sem ljóst var að væri fyrirmyndin af nýjum XC40 bíl. Helsta breytingin frá tilraunabílnum eru þær að innfelldir hurðahúnar á framhurðunum eru horfnir og hefðbundnir útstandandi húnar komnir í staðinn. Breyting sem mátti vænta til að spara kostnað. Þá voru hurðarhúnarrnir á afturhurðunum faldir og staðsettir ofarlega á hurðunum, en nú staðsettir á hefðbundnum stað. Þá voru engir hliðarspeglar á tilraunabílnum, en í þeirra stað myndavélar. Nú eru hinsvegar komnir hefðbundnir hliðarspeglar, væntanlega einnig til að spara í framleiðslu bílsins en einnig til að hlýta lögum í þeim löndum sem bíllinn verður seldur í. Örlitlar breytingar eru á grillinu og ljósunum, en vart greinanlegar. Að innan minnir nýr XC40 á innréttingu S90/V90 bílsins, en fjær útlitinu á XC60 og XC90. Hulunni verður svipt af nýjum XC40 bíl næsta fimmtudag í Volvo Studio í Mílanó. Meðal aflrása í bílnum verður T5 útgáfa með 1,5 lítra vél með forþjöppu og rafmótora að auki. Samskonar öryggisbúnaður verður í XC40 og stærri bræðrunum XC60 og XC90. Síðan er meiningin hjá Volvo að smíða enn minni jeppling sem bera mun nafnið XC20, en það verður að bíða í nokkur ár eftir honum.Afturhluti bílsins.Innanborðs.
Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent