Segja að þvinganir muni ekki stöðva þá Samúel Karl Ólason skrifar 18. september 2017 15:50 Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, og hershöfðingjar hans. Vísir/AFP Utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu segir að refsiaðgerðir og viðskiptaþvinganir muni ekki stöðva eldflauga- og kjarnorkuvopnaáætlanir ríkisins. Þessi í stað muni slíkar aðgerðir hraða áætlunum Norður-Kóreu. Þá sakar ráðuneytið Bandaríkin um að þvinga önnur ríki til að taka þátt í refsiaðgerðum með því að hóta kjarnorkustríði á Kóreuskaganum. Í tilkynningu á vef KCNA, opinberri fréttaveitu ríkisins, segir ráðuneytið að refsiaðgerðirnar gegn Norður-Kóreu beinist gegn borgurum ríkisins og þær séu „grimmar og siðlausar“ aðgerðir sem ætlað sé að „útrýma“ íbúum Norður-Kóreu.„Kjánalegur draumur“„Bandaríkin eru að kyrkja og kæfa ríki og brjóta vilja þess á bak aftur til að koma vilja sínum yfir það. Er það friðsöm og pólitísk lausn?“ segir á vef KCNA. Enn fremur segir ráðuneytið að Bandaríkin hóti því að beita hernaði og þar með kjarnorkustríði á Kóreuskaganum til að þvinga þjóðir heimsins til að taka þátt í refsiaðgerðunum. „Það er kjánalegur draumur að vona að aðgerðirnar virki gegn Norður-Kóreu þegar þær hafa ekki stöðvað tilraunir ríkisins til að verða kjarnorkuveldi og byggja upp efnahagsveldi í rúma hálfa öld. Frekari aðgerðir Bandaríkjanna og leppríkja þeirra til að beita Norður-Kóreu þvingunum mun einungis auka hraða okkar að því markmiði að verða kjarnorkuveldi.“Norður-Kórea rædd í þaula Fastlega má búast við því að Norður-Kórea verði mikið á milli tannanna á leiðtogum heimsins á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem hófst í dag og verður út vikuna. Markmið refsiaðgerða Sameinuðu þjóðanna er að koma í veg fyrir að Norður-Kórea verði sér út um eldsneyti og tekjur sem nýtast í vopnaáætlanir ríkisins. Ríkið hefur sprengt sex kjarnorkusprengjur á undanförnum árum og skotið fjölda eldflauga á loft á síðustu mánuðum. Allt í trássi við ályktanir Sameinuðu þjóðanna og öryggisráðið. Yfirlýst markmið Norður-Kóreu er að þróa kjarnorkuvopn og eldflaugar sem geta borið slík vopn til meginlands Bandaríkjanna. Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kórea skaut eldflaug yfir Japan Norður-Kórea skaut eldflaug í austurátt frá borginni Pyongyang. 14. september 2017 22:53 Lengsta eldflaugaskotið hingað til Norður-Kórea skaut eldflaug yfir norðurhluta Japan einunguis nokkrum klukkustundum eftir að hafa hótað því að "sökkva“ Japan með kjarnorkuvopnum. 15. september 2017 11:00 Ætlað að ráða Kim Jong-un af dögum Yfirvöld Suður-Kóreu ætla að stefna herdeild með nokkuð sérstakt markmið. 13. september 2017 14:15 Hóta því að „sökkva“ Japan með kjarnorkuvopnum Norður-Kóreumenn hótuðu því í dag að sökkva Japan með kjarnorkuvopnum og gera Bandaríkin að „ösku og myrkri“. 14. september 2017 13:13 Vara Norður-Kóreu enn einu sinni við eyðileggingu Helstu ráðgjafar Donald Trump fóru fram á að Norður-Kóreumenn létu af eldflauga- og kjarnorkuvopnatilraunum sínum og hættu að hóta Bandaríkjunum eða bandamönnum þeirra. 17. september 2017 20:00 Samþykktu hertar refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu Ályktun um refsiaðgerðir var lögð fram af Bandaríkjunum sem breyttu drögunum að henni nokkuð til að fá stuðning Kína og Rússlands í öryggisráðinu. 11. september 2017 23:38 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu segir að refsiaðgerðir og viðskiptaþvinganir muni ekki stöðva eldflauga- og kjarnorkuvopnaáætlanir ríkisins. Þessi í stað muni slíkar aðgerðir hraða áætlunum Norður-Kóreu. Þá sakar ráðuneytið Bandaríkin um að þvinga önnur ríki til að taka þátt í refsiaðgerðum með því að hóta kjarnorkustríði á Kóreuskaganum. Í tilkynningu á vef KCNA, opinberri fréttaveitu ríkisins, segir ráðuneytið að refsiaðgerðirnar gegn Norður-Kóreu beinist gegn borgurum ríkisins og þær séu „grimmar og siðlausar“ aðgerðir sem ætlað sé að „útrýma“ íbúum Norður-Kóreu.„Kjánalegur draumur“„Bandaríkin eru að kyrkja og kæfa ríki og brjóta vilja þess á bak aftur til að koma vilja sínum yfir það. Er það friðsöm og pólitísk lausn?“ segir á vef KCNA. Enn fremur segir ráðuneytið að Bandaríkin hóti því að beita hernaði og þar með kjarnorkustríði á Kóreuskaganum til að þvinga þjóðir heimsins til að taka þátt í refsiaðgerðunum. „Það er kjánalegur draumur að vona að aðgerðirnar virki gegn Norður-Kóreu þegar þær hafa ekki stöðvað tilraunir ríkisins til að verða kjarnorkuveldi og byggja upp efnahagsveldi í rúma hálfa öld. Frekari aðgerðir Bandaríkjanna og leppríkja þeirra til að beita Norður-Kóreu þvingunum mun einungis auka hraða okkar að því markmiði að verða kjarnorkuveldi.“Norður-Kórea rædd í þaula Fastlega má búast við því að Norður-Kórea verði mikið á milli tannanna á leiðtogum heimsins á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem hófst í dag og verður út vikuna. Markmið refsiaðgerða Sameinuðu þjóðanna er að koma í veg fyrir að Norður-Kórea verði sér út um eldsneyti og tekjur sem nýtast í vopnaáætlanir ríkisins. Ríkið hefur sprengt sex kjarnorkusprengjur á undanförnum árum og skotið fjölda eldflauga á loft á síðustu mánuðum. Allt í trássi við ályktanir Sameinuðu þjóðanna og öryggisráðið. Yfirlýst markmið Norður-Kóreu er að þróa kjarnorkuvopn og eldflaugar sem geta borið slík vopn til meginlands Bandaríkjanna.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kórea skaut eldflaug yfir Japan Norður-Kórea skaut eldflaug í austurátt frá borginni Pyongyang. 14. september 2017 22:53 Lengsta eldflaugaskotið hingað til Norður-Kórea skaut eldflaug yfir norðurhluta Japan einunguis nokkrum klukkustundum eftir að hafa hótað því að "sökkva“ Japan með kjarnorkuvopnum. 15. september 2017 11:00 Ætlað að ráða Kim Jong-un af dögum Yfirvöld Suður-Kóreu ætla að stefna herdeild með nokkuð sérstakt markmið. 13. september 2017 14:15 Hóta því að „sökkva“ Japan með kjarnorkuvopnum Norður-Kóreumenn hótuðu því í dag að sökkva Japan með kjarnorkuvopnum og gera Bandaríkin að „ösku og myrkri“. 14. september 2017 13:13 Vara Norður-Kóreu enn einu sinni við eyðileggingu Helstu ráðgjafar Donald Trump fóru fram á að Norður-Kóreumenn létu af eldflauga- og kjarnorkuvopnatilraunum sínum og hættu að hóta Bandaríkjunum eða bandamönnum þeirra. 17. september 2017 20:00 Samþykktu hertar refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu Ályktun um refsiaðgerðir var lögð fram af Bandaríkjunum sem breyttu drögunum að henni nokkuð til að fá stuðning Kína og Rússlands í öryggisráðinu. 11. september 2017 23:38 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Norður-Kórea skaut eldflaug yfir Japan Norður-Kórea skaut eldflaug í austurátt frá borginni Pyongyang. 14. september 2017 22:53
Lengsta eldflaugaskotið hingað til Norður-Kórea skaut eldflaug yfir norðurhluta Japan einunguis nokkrum klukkustundum eftir að hafa hótað því að "sökkva“ Japan með kjarnorkuvopnum. 15. september 2017 11:00
Ætlað að ráða Kim Jong-un af dögum Yfirvöld Suður-Kóreu ætla að stefna herdeild með nokkuð sérstakt markmið. 13. september 2017 14:15
Hóta því að „sökkva“ Japan með kjarnorkuvopnum Norður-Kóreumenn hótuðu því í dag að sökkva Japan með kjarnorkuvopnum og gera Bandaríkin að „ösku og myrkri“. 14. september 2017 13:13
Vara Norður-Kóreu enn einu sinni við eyðileggingu Helstu ráðgjafar Donald Trump fóru fram á að Norður-Kóreumenn létu af eldflauga- og kjarnorkuvopnatilraunum sínum og hættu að hóta Bandaríkjunum eða bandamönnum þeirra. 17. september 2017 20:00
Samþykktu hertar refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu Ályktun um refsiaðgerðir var lögð fram af Bandaríkjunum sem breyttu drögunum að henni nokkuð til að fá stuðning Kína og Rússlands í öryggisráðinu. 11. september 2017 23:38