Fagna fimm ára afmæli með risum Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. september 2017 10:48 Hausar halda upp á afmælið með stæl á Paloma annað kvöld og það er frítt inn. mynd/Sigurgeir Sigurðsson Áhugamenn um drum & bass fá snemmbúna jólagjöf annað kvöld þegar einn stærsti og vinsælasti hópur heims, Ivy Lab, spilar á skemmtistaðnum Paloma. Lundúnarstrákarnir í Ivy Lab eru taldir meðal fremstu „half time“-listamanna heims sem má lýsa sem blöndu af hip hop, drum & bass og electronica. Þeir urðu að algjörum risum í bransanum fyrir tveimur árum þegar „remix“ af lagi þeirra Sunday Crunk var mest selda drum & bass lag ársins á Beatport og unnu þeir sér sæti á topp 10 lista Mixmag yfir bestu plötusnúða 2015.Ivy Lab tryllir lýðinn annað kvöld.mynd/ivy labÓvænt ánægja Það er íslenski drum & bass-hópurinn Hausar sem flytur Ivy Lab inn og spila með þeim á Paloma á morgun. Hausar eru þeir stærstu í trommum og bassa hér á landi og hafa í fimm ár, frá stofnun hópsins, haldið klúbbakvöld í Reykjavík auk þess sem þeir halda vikulegum útvarpsþætti á Kiss FM Xtra 104,5. „Við vildum halda upp á afmælið með stæl og það verður ekki mikið betra en að fá Ivy Lab. Við vorum að skoða ýmsa mögulega og svo féll þessi möguleiki eiginlega af himnum. Spennan er gríðarleg enda erum við miklir aðdáendur þessa hóps,“ segir plötusnúðurinn og forsprakki Hausa, Bjarni Ben. Strákarnir í Ivy Lab hafa unnið með mörgum af stærstu nöfnum drum & bass senunnar, þar á meðal Goldie, Noisia, TC, Alix Perez, Sub Focus, The Upbeats og Shield og komið fram á tónlistarhátíðum eins og Glastonbury, Sonar og á aðalsviðum Exit og Outlook festival.Frítt inn Bjarni segir Ivy Lab spila drum & bass sem höfði til mun fleiri en bara þeirra sem fylgjast vel með þeirri tónlistarstefnu. Unnendur hip hop munu einnig hafa gaman að. „Þeir spila mjög skemmtilega blöndu af hip hop, drum & bass og electronica og á hálfum hraða á miðað við annað drum & bass. Hópurinn kom fyrst saman vegna áhuga á tilraunakenndri drum & bass tónlist og sú tilraun tókst fullkomlega,“ segir Bjarni Ben. Eins og í allar góðar afmælisveislur er frítt inn þannig en kvöldið á Paloma hefst klukkan 22.00 og stendur til klukkan hálf fimm um morgunin. Ásamt ivy Lab munu Hausarnir sjálfir spila en þar koma fram Bjarni Ben, Croax, Nightshock, Untitled og Junglizt. Meira má lesa um viðburðinn hér. Tónlist Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira
Áhugamenn um drum & bass fá snemmbúna jólagjöf annað kvöld þegar einn stærsti og vinsælasti hópur heims, Ivy Lab, spilar á skemmtistaðnum Paloma. Lundúnarstrákarnir í Ivy Lab eru taldir meðal fremstu „half time“-listamanna heims sem má lýsa sem blöndu af hip hop, drum & bass og electronica. Þeir urðu að algjörum risum í bransanum fyrir tveimur árum þegar „remix“ af lagi þeirra Sunday Crunk var mest selda drum & bass lag ársins á Beatport og unnu þeir sér sæti á topp 10 lista Mixmag yfir bestu plötusnúða 2015.Ivy Lab tryllir lýðinn annað kvöld.mynd/ivy labÓvænt ánægja Það er íslenski drum & bass-hópurinn Hausar sem flytur Ivy Lab inn og spila með þeim á Paloma á morgun. Hausar eru þeir stærstu í trommum og bassa hér á landi og hafa í fimm ár, frá stofnun hópsins, haldið klúbbakvöld í Reykjavík auk þess sem þeir halda vikulegum útvarpsþætti á Kiss FM Xtra 104,5. „Við vildum halda upp á afmælið með stæl og það verður ekki mikið betra en að fá Ivy Lab. Við vorum að skoða ýmsa mögulega og svo féll þessi möguleiki eiginlega af himnum. Spennan er gríðarleg enda erum við miklir aðdáendur þessa hóps,“ segir plötusnúðurinn og forsprakki Hausa, Bjarni Ben. Strákarnir í Ivy Lab hafa unnið með mörgum af stærstu nöfnum drum & bass senunnar, þar á meðal Goldie, Noisia, TC, Alix Perez, Sub Focus, The Upbeats og Shield og komið fram á tónlistarhátíðum eins og Glastonbury, Sonar og á aðalsviðum Exit og Outlook festival.Frítt inn Bjarni segir Ivy Lab spila drum & bass sem höfði til mun fleiri en bara þeirra sem fylgjast vel með þeirri tónlistarstefnu. Unnendur hip hop munu einnig hafa gaman að. „Þeir spila mjög skemmtilega blöndu af hip hop, drum & bass og electronica og á hálfum hraða á miðað við annað drum & bass. Hópurinn kom fyrst saman vegna áhuga á tilraunakenndri drum & bass tónlist og sú tilraun tókst fullkomlega,“ segir Bjarni Ben. Eins og í allar góðar afmælisveislur er frítt inn þannig en kvöldið á Paloma hefst klukkan 22.00 og stendur til klukkan hálf fimm um morgunin. Ásamt ivy Lab munu Hausarnir sjálfir spila en þar koma fram Bjarni Ben, Croax, Nightshock, Untitled og Junglizt. Meira má lesa um viðburðinn hér.
Tónlist Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira