Heimir: Vantaði alla skynsemi í liðið Kristinn Páll Teitsson skrifar 2. september 2017 18:15 Heimir ásamt þjálfaraliði sínu fyrir leik. Vísir/Ernir „Þeir byrjuðu vel, náðu markinu sem þeir þurftu og fengu sjálfstraustið til að vinna þennan leik,“ sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska liðsins, aðspurður hvað hefði farið úrskeiðis í 0-1 tapi Íslands gegn Finnlandi í dag í samtali við RÚV eftir leik. „Við vissum að þessi leikur yrði erfiður og við mættum ekki af nægilegum krafti í byrjun hans. Við urðum undir í bardaganum og þrátt fyrir að við höfum unnið okkur betur og betur inn í leikinn þá dugði það ekki til.“ Heimir sagði pirring hafa truflað leikmenn sína í fyrri hálfleik. „Ég bað strákanna um að halda haus í hálfleik, við vorum orðnir pirraðir. Það vantaði alla skynsemi í okkur, bæði þegar kom að spili og dómgæslunni og ég sagði þeim að einbeita sér að því sem við ætluðum okkur að gera. Það gekk betur í seinni hálfleik og mér fannst mark liggja í loftinu en því miður kom það ekki,“ sagði Heimir en íslenska liðið fékk sex gul spjöld í dag. „Menn létu mótlætið, baráttuna í Finnum og dómgæsluna fara í taugarnar á sér. Þegar þú missir agann á þennan hátt þá hrannast upp spjöldin. Rúrik kom inn og gerði sóknarlega það sem við vildum en var afar óheppinn í seinna spjaldinu þar sem hann er að passa sig sérstaklega á að snerta hann ekki.“ Íslenska liðið gæti misst Úkraínu eða Tyrkland fram úr sér í kvöld en framundan er gríðarlega erfiður leikur gegn Úkraínu á Laugardalsvelli á þriðjudaginn. „Við vissum það alltaf að við þyrftum að hugsa um alla þessa leiki sem úrslitaleiki. Þótt að við höfum ekki fengið stig í kvöld erum við enn í baráttunni, sérstaklega um annað sætið. Þetta voru vonbrigði og við felum það ekkert en við þurfum að fylgjast með úrslitum kvöldsins og vinna út frá því.“ HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Finnland - Ísland 1-0 | Slök frammistaða og tap í Tampere | Sjáðu markið Ísland laut í lægra haldi fyrir Finnlandi, 1-0, í Tampere í I-riðli undankeppni HM 2018 í dag. 2. september 2017 18:00 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Sjá meira
„Þeir byrjuðu vel, náðu markinu sem þeir þurftu og fengu sjálfstraustið til að vinna þennan leik,“ sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska liðsins, aðspurður hvað hefði farið úrskeiðis í 0-1 tapi Íslands gegn Finnlandi í dag í samtali við RÚV eftir leik. „Við vissum að þessi leikur yrði erfiður og við mættum ekki af nægilegum krafti í byrjun hans. Við urðum undir í bardaganum og þrátt fyrir að við höfum unnið okkur betur og betur inn í leikinn þá dugði það ekki til.“ Heimir sagði pirring hafa truflað leikmenn sína í fyrri hálfleik. „Ég bað strákanna um að halda haus í hálfleik, við vorum orðnir pirraðir. Það vantaði alla skynsemi í okkur, bæði þegar kom að spili og dómgæslunni og ég sagði þeim að einbeita sér að því sem við ætluðum okkur að gera. Það gekk betur í seinni hálfleik og mér fannst mark liggja í loftinu en því miður kom það ekki,“ sagði Heimir en íslenska liðið fékk sex gul spjöld í dag. „Menn létu mótlætið, baráttuna í Finnum og dómgæsluna fara í taugarnar á sér. Þegar þú missir agann á þennan hátt þá hrannast upp spjöldin. Rúrik kom inn og gerði sóknarlega það sem við vildum en var afar óheppinn í seinna spjaldinu þar sem hann er að passa sig sérstaklega á að snerta hann ekki.“ Íslenska liðið gæti misst Úkraínu eða Tyrkland fram úr sér í kvöld en framundan er gríðarlega erfiður leikur gegn Úkraínu á Laugardalsvelli á þriðjudaginn. „Við vissum það alltaf að við þyrftum að hugsa um alla þessa leiki sem úrslitaleiki. Þótt að við höfum ekki fengið stig í kvöld erum við enn í baráttunni, sérstaklega um annað sætið. Þetta voru vonbrigði og við felum það ekkert en við þurfum að fylgjast með úrslitum kvöldsins og vinna út frá því.“
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Finnland - Ísland 1-0 | Slök frammistaða og tap í Tampere | Sjáðu markið Ísland laut í lægra haldi fyrir Finnlandi, 1-0, í Tampere í I-riðli undankeppni HM 2018 í dag. 2. september 2017 18:00 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Sjá meira
Umfjöllun: Finnland - Ísland 1-0 | Slök frammistaða og tap í Tampere | Sjáðu markið Ísland laut í lægra haldi fyrir Finnlandi, 1-0, í Tampere í I-riðli undankeppni HM 2018 í dag. 2. september 2017 18:00