Heimir: Engin skömm að tapa hér þótt að það séu allir drullu svekktir 2. september 2017 19:45 „Þetta var verðugur andstæðingur hér í dag og það er engin skömm að tapa hér en auðvitað eru allir drullu svekktir,“ sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska liðsins, í viðtali við Arnar Björnsson í Tampere aðspurður hvað hefði farið úrskeiðis í dag eftir tap í Finnlandi. „Fyrri hálfleikurinn var ekki góður, sérstaklega framan af. Finnarnir voru ofan á og voru mun ákveðnari í baráttunni. Fyrir vikið voru þeir að vinna fyrsta og annan bolta.“ Heimi fannst íslenska liðið gleyma sér í pirringi á köflum. „Það fór svolítið í taugarnar á strákunum að þeim fannst Finnarnir spila ansi harkalega og dómarinn ekki dæma vel í dag. Þetta fór allt í taugarnar á mönnum og menn misstu aðeins hausinn en undir lok fyrri hálfleiks og í seinni var spilamennskan mun betri,“ sagði Heimir sem varði Rúrik sem fékk tvö gul spjöld á aðeins mínútu. „Hann gerir allt sem hann getur til að brjóta ekki á honum en hællinn virðist snerta hann. Líklegast verðuru að dæma á þetta en mér fannst þetta hart sem annað gula spjaldið.“ Heimir hrósaði finnska liðinu. „Við höfum held ég ekki áður lent í svona miklu mótlæti, kannski voru menn eitthvað með það í huganum að þetta yrði auðveldur leikur en finnska liðið fékk sjálfstraustið sem þeim hefur vantað með því að skora svona snemma leiks,“ sagði Heimir sem var heldur ósáttari með dómgæsluna: „Hann átti ekkert góðan dag frekar en íslenska liðið en það koma svona leikir. Við þurfum að geta haldið einbeitingu á leiknum þegar þetta kemur upp.“ Framundan er gríðarlega mikilvægur leikur gegn Úkraínu. „Það tók gríðarlega á að sækjast eftir þessu marki, sérstaklega manni færri og menn verða kannski örlítið þreyttir á morgun en fyrst og fremst eru menn sárir og svekktir en verða að rífa sig upp.“ Framundan er spennandi barátta við Tyrki og Úkraínumenn um annað sæti riðilsins en hann á von á því að fyrsta sætið sé úr sögunni. „Þetta ræðst ekki fyrr en í lokaumferðinni, lið eiga eftir að tapa stigum og það eru margir leikir eftir innbyrðis. Líklegast er baráttan um fyrsta sætið töpuð en það er aldrei að vita. Menn verða að gjöra svo vel að rífa sig upp og mæta af krafti í Úkraínuleikinn.“ HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Finnland - Ísland 1-0 | Slök frammistaða og tap í Tampere | Sjáðu markið Ísland laut í lægra haldi fyrir Finnlandi, 1-0, í Tampere í I-riðli undankeppni HM 2018 í dag. 2. september 2017 18:00 Mest lesið Leik lokið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Fleiri fréttir Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Í beinni: Mallorca - Barcelona | Titilvörn Börsunga hefst Í beinni: Wolves - Man. City | Haaland og félagar í hefndarhug eftir síðasta tímabil Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Í beinni: FH - Breiðablik | Fer bikarinn til nýliða eða reynslubolta? Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Sjá meira
„Þetta var verðugur andstæðingur hér í dag og það er engin skömm að tapa hér en auðvitað eru allir drullu svekktir,“ sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska liðsins, í viðtali við Arnar Björnsson í Tampere aðspurður hvað hefði farið úrskeiðis í dag eftir tap í Finnlandi. „Fyrri hálfleikurinn var ekki góður, sérstaklega framan af. Finnarnir voru ofan á og voru mun ákveðnari í baráttunni. Fyrir vikið voru þeir að vinna fyrsta og annan bolta.“ Heimi fannst íslenska liðið gleyma sér í pirringi á köflum. „Það fór svolítið í taugarnar á strákunum að þeim fannst Finnarnir spila ansi harkalega og dómarinn ekki dæma vel í dag. Þetta fór allt í taugarnar á mönnum og menn misstu aðeins hausinn en undir lok fyrri hálfleiks og í seinni var spilamennskan mun betri,“ sagði Heimir sem varði Rúrik sem fékk tvö gul spjöld á aðeins mínútu. „Hann gerir allt sem hann getur til að brjóta ekki á honum en hællinn virðist snerta hann. Líklegast verðuru að dæma á þetta en mér fannst þetta hart sem annað gula spjaldið.“ Heimir hrósaði finnska liðinu. „Við höfum held ég ekki áður lent í svona miklu mótlæti, kannski voru menn eitthvað með það í huganum að þetta yrði auðveldur leikur en finnska liðið fékk sjálfstraustið sem þeim hefur vantað með því að skora svona snemma leiks,“ sagði Heimir sem var heldur ósáttari með dómgæsluna: „Hann átti ekkert góðan dag frekar en íslenska liðið en það koma svona leikir. Við þurfum að geta haldið einbeitingu á leiknum þegar þetta kemur upp.“ Framundan er gríðarlega mikilvægur leikur gegn Úkraínu. „Það tók gríðarlega á að sækjast eftir þessu marki, sérstaklega manni færri og menn verða kannski örlítið þreyttir á morgun en fyrst og fremst eru menn sárir og svekktir en verða að rífa sig upp.“ Framundan er spennandi barátta við Tyrki og Úkraínumenn um annað sæti riðilsins en hann á von á því að fyrsta sætið sé úr sögunni. „Þetta ræðst ekki fyrr en í lokaumferðinni, lið eiga eftir að tapa stigum og það eru margir leikir eftir innbyrðis. Líklegast er baráttan um fyrsta sætið töpuð en það er aldrei að vita. Menn verða að gjöra svo vel að rífa sig upp og mæta af krafti í Úkraínuleikinn.“
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Finnland - Ísland 1-0 | Slök frammistaða og tap í Tampere | Sjáðu markið Ísland laut í lægra haldi fyrir Finnlandi, 1-0, í Tampere í I-riðli undankeppni HM 2018 í dag. 2. september 2017 18:00 Mest lesið Leik lokið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Fleiri fréttir Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Í beinni: Mallorca - Barcelona | Titilvörn Börsunga hefst Í beinni: Wolves - Man. City | Haaland og félagar í hefndarhug eftir síðasta tímabil Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Í beinni: FH - Breiðablik | Fer bikarinn til nýliða eða reynslubolta? Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Sjá meira
Umfjöllun: Finnland - Ísland 1-0 | Slök frammistaða og tap í Tampere | Sjáðu markið Ísland laut í lægra haldi fyrir Finnlandi, 1-0, í Tampere í I-riðli undankeppni HM 2018 í dag. 2. september 2017 18:00
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn