Segjast hafa smíðað háþróaða vetnissprengju Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. september 2017 23:58 Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu, KCNA, gaf í dag út ljósmyndir af leiðtoga einræðisríkisins, Kim Jong-un, þar sem hann sást yfirfara nýja vetnissprengju, Vísir/afp Yfirvöld í Norður-Kóreu segjast hafa smíðað háþróaða vetnissprengju, enn þróaðra vopn en þau sem hingað til hafa verið smíðuð af ríkinu. Þá á að vera hægt að koma vopninu fyrir á langdrægri eldflaug. BBC greinir frá. Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu, KCNA, gaf í dag út ljósmyndir af leiðtoga einræðisríkisins, Kim Jong-un, þar sem hann sást yfirfara nýja vetnissprengju, að því er fréttastofan fullyrðir. Þetta hefur þó ekki fengist staðfest af óháðum aðilum. „Stofnuninni [sem þróar kjarnavopn Norður-Kóreu] tókst nýlega að smíða háþróaðra kjarnavopn en gert hefur verið hingað til,“ segir í fréttinni. „Hann (Kim Jong-un) fylgdist með því þegar vetnissprengja var sett inn í nýja langdræga eldflaug (ICMB).“Kim Jong Un with the purported "homemade" H-bomb. #DPRK #nuclear pic.twitter.com/CFAUd7iWiM— Steve Herman (@W7VOA) September 2, 2017 Þá var sprengjunni lýst sem „fjölhagnýtri vetnissprengju með gríðarlegan eyðileggingarmátt sem jafnvel er hægt að sprengja í mikilli hæð.“ Sérfræðingar eru flestir sammála um að Norður-Kórea hafi tekið miklum framförum í þróun á kjarnavopnum sínum á síðustu mánuðum og árum. Enn er þó óljóst hvort yfirvöldum hafi tekist að þróa vopn sem hægt er að festa á eldflaug. Norður-Kórea hefur lengi haft það að yfirlýstu markmiði að koma fyrir svokölluðum „kjarnaoddi“ á langdræga eldflaug sem næði til skotmarka um allan heim. Nýjasta vopnatilraun Norður-Kóreu var gerð í síðustu viku þegar eldflaug var skotið yfir Japan. Sú eldflaug er talin sú fyrsta í vopnabúri Norður-Kóreu-manna sem gæti mögulega borið kjarnaodd. Norður-Kórea Tengdar fréttir Putin varar við átökum á Kóreuskaga Hann sagði rangt að beita einræðisríkið þrýstingi vegna kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun þeirra. 1. september 2017 10:16 Norður-Kóreumenn tilbúnir í eldflaugaárás á Gvam von bráðar Her Norður-Kóreu er sagður leggja lokahönd á áætlun um að skjóta eldflaugum að Gvam. Ríkisfjölmiðlar einræðisríkisins segja Donald Trump Bandaríkjaforseta of „skyni skroppinn“ til að hægt sé að eiga viðræður við hann. 10. ágúst 2017 08:33 Óska eftir neyðarfundi í öryggisráði SÞ vegna eldflaugaskots Norður-Kóreu Þeir Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, ætla að óska eftir neyðarfundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna eldflaugar sem Norður-Kóreumenn skutu yfir Japan í gær. 29. ágúst 2017 09:00 Norður-Kórea skaut „fjölmörgum flugskeytum“ í hafið Yfirvöld í Suður-Kóreu segja að Norður-Kórea hafi skotið "fjölmörgum“ skammdrægum flugskeytum í hafið undan austurströnd Kóreu-skaga. 25. ágúst 2017 23:30 Kim Jong-un orðinn þriggja barna faðir Suðurkóreska fréttastofan Yonhap segir frá því að þriðja barn hjónanna hafi komið í heiminn í febrúar síðastliðinn. 29. ágúst 2017 09:58 Trump um Norður-Kóreu: Viðræður eru ekki lausnin Donald Trump segir að Bandaríkin hafa átt í viðræðum og kúgað til að borgað Norður-Kóreumönnum í 25 ár. 30. ágúst 2017 14:09 Vill skjóta fleiri eldflaugum í Kyrrahafið Ríkismiðill Norður-Kóreu segir Kim hafa lýst yfir mikilli ánægju með eldflaugaskotið í gær og kallað það mikilvægt skref í því að einangra Gvam. 29. ágúst 2017 23:56 Birta leiðbeiningar fyrir íbúa vegna kjarnorkusprengjuárásar Meðal ráðlegginga sem fram koma í leiðbeiningum Varnarmálaráðuneytis Gvam, er að fólk ætti að búa til lista yfir staði nærri vinnustöðum þeirra og heimilum þar sem hægt væri að leita sér skjóls og koma safna neyðarbirgðum. 11. ágúst 2017 18:46 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Yfirvöld í Norður-Kóreu segjast hafa smíðað háþróaða vetnissprengju, enn þróaðra vopn en þau sem hingað til hafa verið smíðuð af ríkinu. Þá á að vera hægt að koma vopninu fyrir á langdrægri eldflaug. BBC greinir frá. Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu, KCNA, gaf í dag út ljósmyndir af leiðtoga einræðisríkisins, Kim Jong-un, þar sem hann sást yfirfara nýja vetnissprengju, að því er fréttastofan fullyrðir. Þetta hefur þó ekki fengist staðfest af óháðum aðilum. „Stofnuninni [sem þróar kjarnavopn Norður-Kóreu] tókst nýlega að smíða háþróaðra kjarnavopn en gert hefur verið hingað til,“ segir í fréttinni. „Hann (Kim Jong-un) fylgdist með því þegar vetnissprengja var sett inn í nýja langdræga eldflaug (ICMB).“Kim Jong Un with the purported "homemade" H-bomb. #DPRK #nuclear pic.twitter.com/CFAUd7iWiM— Steve Herman (@W7VOA) September 2, 2017 Þá var sprengjunni lýst sem „fjölhagnýtri vetnissprengju með gríðarlegan eyðileggingarmátt sem jafnvel er hægt að sprengja í mikilli hæð.“ Sérfræðingar eru flestir sammála um að Norður-Kórea hafi tekið miklum framförum í þróun á kjarnavopnum sínum á síðustu mánuðum og árum. Enn er þó óljóst hvort yfirvöldum hafi tekist að þróa vopn sem hægt er að festa á eldflaug. Norður-Kórea hefur lengi haft það að yfirlýstu markmiði að koma fyrir svokölluðum „kjarnaoddi“ á langdræga eldflaug sem næði til skotmarka um allan heim. Nýjasta vopnatilraun Norður-Kóreu var gerð í síðustu viku þegar eldflaug var skotið yfir Japan. Sú eldflaug er talin sú fyrsta í vopnabúri Norður-Kóreu-manna sem gæti mögulega borið kjarnaodd.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Putin varar við átökum á Kóreuskaga Hann sagði rangt að beita einræðisríkið þrýstingi vegna kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun þeirra. 1. september 2017 10:16 Norður-Kóreumenn tilbúnir í eldflaugaárás á Gvam von bráðar Her Norður-Kóreu er sagður leggja lokahönd á áætlun um að skjóta eldflaugum að Gvam. Ríkisfjölmiðlar einræðisríkisins segja Donald Trump Bandaríkjaforseta of „skyni skroppinn“ til að hægt sé að eiga viðræður við hann. 10. ágúst 2017 08:33 Óska eftir neyðarfundi í öryggisráði SÞ vegna eldflaugaskots Norður-Kóreu Þeir Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, ætla að óska eftir neyðarfundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna eldflaugar sem Norður-Kóreumenn skutu yfir Japan í gær. 29. ágúst 2017 09:00 Norður-Kórea skaut „fjölmörgum flugskeytum“ í hafið Yfirvöld í Suður-Kóreu segja að Norður-Kórea hafi skotið "fjölmörgum“ skammdrægum flugskeytum í hafið undan austurströnd Kóreu-skaga. 25. ágúst 2017 23:30 Kim Jong-un orðinn þriggja barna faðir Suðurkóreska fréttastofan Yonhap segir frá því að þriðja barn hjónanna hafi komið í heiminn í febrúar síðastliðinn. 29. ágúst 2017 09:58 Trump um Norður-Kóreu: Viðræður eru ekki lausnin Donald Trump segir að Bandaríkin hafa átt í viðræðum og kúgað til að borgað Norður-Kóreumönnum í 25 ár. 30. ágúst 2017 14:09 Vill skjóta fleiri eldflaugum í Kyrrahafið Ríkismiðill Norður-Kóreu segir Kim hafa lýst yfir mikilli ánægju með eldflaugaskotið í gær og kallað það mikilvægt skref í því að einangra Gvam. 29. ágúst 2017 23:56 Birta leiðbeiningar fyrir íbúa vegna kjarnorkusprengjuárásar Meðal ráðlegginga sem fram koma í leiðbeiningum Varnarmálaráðuneytis Gvam, er að fólk ætti að búa til lista yfir staði nærri vinnustöðum þeirra og heimilum þar sem hægt væri að leita sér skjóls og koma safna neyðarbirgðum. 11. ágúst 2017 18:46 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Putin varar við átökum á Kóreuskaga Hann sagði rangt að beita einræðisríkið þrýstingi vegna kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun þeirra. 1. september 2017 10:16
Norður-Kóreumenn tilbúnir í eldflaugaárás á Gvam von bráðar Her Norður-Kóreu er sagður leggja lokahönd á áætlun um að skjóta eldflaugum að Gvam. Ríkisfjölmiðlar einræðisríkisins segja Donald Trump Bandaríkjaforseta of „skyni skroppinn“ til að hægt sé að eiga viðræður við hann. 10. ágúst 2017 08:33
Óska eftir neyðarfundi í öryggisráði SÞ vegna eldflaugaskots Norður-Kóreu Þeir Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, ætla að óska eftir neyðarfundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna eldflaugar sem Norður-Kóreumenn skutu yfir Japan í gær. 29. ágúst 2017 09:00
Norður-Kórea skaut „fjölmörgum flugskeytum“ í hafið Yfirvöld í Suður-Kóreu segja að Norður-Kórea hafi skotið "fjölmörgum“ skammdrægum flugskeytum í hafið undan austurströnd Kóreu-skaga. 25. ágúst 2017 23:30
Kim Jong-un orðinn þriggja barna faðir Suðurkóreska fréttastofan Yonhap segir frá því að þriðja barn hjónanna hafi komið í heiminn í febrúar síðastliðinn. 29. ágúst 2017 09:58
Trump um Norður-Kóreu: Viðræður eru ekki lausnin Donald Trump segir að Bandaríkin hafa átt í viðræðum og kúgað til að borgað Norður-Kóreumönnum í 25 ár. 30. ágúst 2017 14:09
Vill skjóta fleiri eldflaugum í Kyrrahafið Ríkismiðill Norður-Kóreu segir Kim hafa lýst yfir mikilli ánægju með eldflaugaskotið í gær og kallað það mikilvægt skref í því að einangra Gvam. 29. ágúst 2017 23:56
Birta leiðbeiningar fyrir íbúa vegna kjarnorkusprengjuárásar Meðal ráðlegginga sem fram koma í leiðbeiningum Varnarmálaráðuneytis Gvam, er að fólk ætti að búa til lista yfir staði nærri vinnustöðum þeirra og heimilum þar sem hægt væri að leita sér skjóls og koma safna neyðarbirgðum. 11. ágúst 2017 18:46