Kristófer: Reyni að koma með orku og sprengja þetta aðeins upp Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. september 2017 08:00 Kristófer Acox. Vísir/Ernir Kristófer Acox sýndi á sér tvær hliðar í síðasta leik á móti Frökkum. Hann var magnaður í fyrri hálfleiknum en tókst ekki alveg að fylgja því eftir í þeim síðari. Framundan er leikur við Slóvena í dag. Kristófer fékk að byrja seinni hálfleikinn á móti Frökkum eftir að hafa verið með 10 stig og 7 fráköst inn af bekknum í þeim fyrri. „Það var mjög gaman. Ég náði ekki alveg að halda dampinu frá því í fyrri hálfleik og það situr mest í mér að hafa ekki hjálpað liðinu með því að koma áfram með sömu orku. Við hefðum þá getað byrjað þennan þriðja leikhluta öðruvísi en við höfum verið að gera. Þetta var bara saman sagan því miður,“ segir Kristófer. „Það var mjög gaman að byrja seinni hálfleikinn á gólfinu en það fór ekki eins og við ætluðum okkur þannig að það skiptir kannski ekki öllu máli,“ segir Kristófer. Íslenska liðið spilaði vel í fyrri hálfleiknum við Frakka og er að reyna að lengja góðu kaflana sína. „Við náðum nú allavega heilum hálfleik þar sem við erum að spila vel en ekki bara einum leikhluta. Eins og er búið að segja aftur og aftur þá eru þetta 40 mínútur og við þurfum að reyna að vera inn í leiknum þegar við förum inn í fjórða leikhluta,“ segir Kristófer. „Við þurfum kannski ekki að vera yfir en ekki vera undir með 15 eða 20 stigum fyrir fjórða leikhlutann. Það er svo erfitt því þá er svo langt í land. Við verðum að reyna að rífa okkur í gang í byrjun þriðja leikhluta. Við þurfum að byrja sterkt og ná að vera í þessum leikjum þangað til í lokin. Þá eigum við alveg að gera stolið einum sigri,“ segir Kristófer. Gerir hann sér vonir um að koma inn í byrjunarliðið fyrir lokaleikina á Eurobasket. „Ég held að það sé ekkert að fara að breytast. Ég er alveg sáttur með mitt hlutverk sem er að koma inn af bekknum, koma með þessa orku og reyna að sprengja þetta aðeins upp. Ég er búinn að stilla hugann fyrir það. Ég er því ekki að óska eftir neinum breytingum,“ segir Kristófer. „Ég á nóg eftir og byrjunarliðssætið er ekkert eitthvað sem ég er að stressa mig yfir,“ segir Kristófer að lokum. EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Körfuboltaprinsar Íslands, Slóveníu og Finnlands Ísland á eftir tvo leiki á EM í Helsinki og í þeim leikjum fá Íslendingar að kynnast líklegum framtíðarstjörnum í NBA-deildinni. Fréttablaðið fékk Finn Frey Stefánsson til að segja frá þeim og bera saman við Tryggva Snæ Hlinason. 5. september 2017 07:00 Logi heldur upp á afmælið sitt á Eurobasket í annað skipti Logi Gunnarsson heldur upp á 36 ára afmælið sitt í dag þegar Íslendingar mæta Slóveniu í fjórða leik sínum á EM í Helsinki. Logi spilaði einnig á afmælisdaginn sinn á EM í Berlín fyrir tveimur árum. 5. september 2017 08:30 Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus Sport Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Sjá meira
Kristófer Acox sýndi á sér tvær hliðar í síðasta leik á móti Frökkum. Hann var magnaður í fyrri hálfleiknum en tókst ekki alveg að fylgja því eftir í þeim síðari. Framundan er leikur við Slóvena í dag. Kristófer fékk að byrja seinni hálfleikinn á móti Frökkum eftir að hafa verið með 10 stig og 7 fráköst inn af bekknum í þeim fyrri. „Það var mjög gaman. Ég náði ekki alveg að halda dampinu frá því í fyrri hálfleik og það situr mest í mér að hafa ekki hjálpað liðinu með því að koma áfram með sömu orku. Við hefðum þá getað byrjað þennan þriðja leikhluta öðruvísi en við höfum verið að gera. Þetta var bara saman sagan því miður,“ segir Kristófer. „Það var mjög gaman að byrja seinni hálfleikinn á gólfinu en það fór ekki eins og við ætluðum okkur þannig að það skiptir kannski ekki öllu máli,“ segir Kristófer. Íslenska liðið spilaði vel í fyrri hálfleiknum við Frakka og er að reyna að lengja góðu kaflana sína. „Við náðum nú allavega heilum hálfleik þar sem við erum að spila vel en ekki bara einum leikhluta. Eins og er búið að segja aftur og aftur þá eru þetta 40 mínútur og við þurfum að reyna að vera inn í leiknum þegar við förum inn í fjórða leikhluta,“ segir Kristófer. „Við þurfum kannski ekki að vera yfir en ekki vera undir með 15 eða 20 stigum fyrir fjórða leikhlutann. Það er svo erfitt því þá er svo langt í land. Við verðum að reyna að rífa okkur í gang í byrjun þriðja leikhluta. Við þurfum að byrja sterkt og ná að vera í þessum leikjum þangað til í lokin. Þá eigum við alveg að gera stolið einum sigri,“ segir Kristófer. Gerir hann sér vonir um að koma inn í byrjunarliðið fyrir lokaleikina á Eurobasket. „Ég held að það sé ekkert að fara að breytast. Ég er alveg sáttur með mitt hlutverk sem er að koma inn af bekknum, koma með þessa orku og reyna að sprengja þetta aðeins upp. Ég er búinn að stilla hugann fyrir það. Ég er því ekki að óska eftir neinum breytingum,“ segir Kristófer. „Ég á nóg eftir og byrjunarliðssætið er ekkert eitthvað sem ég er að stressa mig yfir,“ segir Kristófer að lokum.
EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Körfuboltaprinsar Íslands, Slóveníu og Finnlands Ísland á eftir tvo leiki á EM í Helsinki og í þeim leikjum fá Íslendingar að kynnast líklegum framtíðarstjörnum í NBA-deildinni. Fréttablaðið fékk Finn Frey Stefánsson til að segja frá þeim og bera saman við Tryggva Snæ Hlinason. 5. september 2017 07:00 Logi heldur upp á afmælið sitt á Eurobasket í annað skipti Logi Gunnarsson heldur upp á 36 ára afmælið sitt í dag þegar Íslendingar mæta Slóveniu í fjórða leik sínum á EM í Helsinki. Logi spilaði einnig á afmælisdaginn sinn á EM í Berlín fyrir tveimur árum. 5. september 2017 08:30 Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus Sport Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Sjá meira
Körfuboltaprinsar Íslands, Slóveníu og Finnlands Ísland á eftir tvo leiki á EM í Helsinki og í þeim leikjum fá Íslendingar að kynnast líklegum framtíðarstjörnum í NBA-deildinni. Fréttablaðið fékk Finn Frey Stefánsson til að segja frá þeim og bera saman við Tryggva Snæ Hlinason. 5. september 2017 07:00
Logi heldur upp á afmælið sitt á Eurobasket í annað skipti Logi Gunnarsson heldur upp á 36 ára afmælið sitt í dag þegar Íslendingar mæta Slóveniu í fjórða leik sínum á EM í Helsinki. Logi spilaði einnig á afmælisdaginn sinn á EM í Berlín fyrir tveimur árum. 5. september 2017 08:30