Madsen viðurkennir að hafa varpað líki Kim Wall fyrir borð Atli Ísleifsson skrifar 21. ágúst 2017 08:20 Kim Wall hefur verið leitað síðustu daga. Mynd/Samsett Peter Madsen hefur viðurkennt að hafa varpað líki sænsku blaðakonunnar Kim Wall fyrir borð í kafbáti sínum. Slys hafi orðið um borð í bátnum sem hafi leitt til dauða hennar. Sænskir og danskir fjölmiðlar greina frá þessu, en hinn danski Madsen á að hafa viðurkennt þetta í yfirheyrslu hjá lögreglu og fyrir dómara. Madsen viðurkennir að lík Wall sé að finna á ótilgreindum stað á hafsbotni í Kögeflóa fyrir utan Kaupmannahöfn. SVT og DR greina frá þessu. Sjá einnig: Brotlending hins danska Geimflauga-Madsen Í yfirlýsingu frá Kaupmannahafnarlögreglunni segir kafbátnum hafi einungis verið siglt á dönsku hafsvæði, í syðsta hluta Eyrarsunds og í nyrðri og vestari hluta Kögeflóa. Kafarar hafa leitað að líki Wall á þessum slóðum síðustu daga og verður veit fram haldið í dag.Hugðist skrifa um kafbátinn og siglinguna Síðast sást til hinnar þrítugu Wall fimmtudaginn 10. ágúst en hún var með Madsen í kafbátnum í þeim tilgangi að skrifa um kafbátinn og siglinguna. Madsen var handtekinn á laugardaginn grunaður um manndráp af gáleysi eftir að kafbáturinn UC3 Nautilus sökk á föstudaginn. Hann var í kjölfarið úrskurðaður í 24 daga gæsluvarðhald, en neitaði til að byrja með að hafa orðið Wall að bana. Sagðist hann hafa hleypt henni frá borði áður en báturinn sök. Báturinn var svo hífður upp af hafsbotni, en ekkert lík fannst þar um borð. Við rannsókn kom hins vegar í ljós að bátnum hafði verið sökkt af ásettu ráði. „Við teljum að hann segi satt þegar hann segir að hún hafi látið lífið um borð í kafbátnum,“ segir Steen Hansen, fjölmiðlafulltrúi Kaupmannahafnarlögreglunnar, í samtali við TT. Hansen vill þó ekki upplýsa hvort Madsen segi slysið hafa átt sér stað á fimmtudeginum eða föstudeginum. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Hvarf Kim Wall: Lögreglan í Danmörku segist leita að líki Lögreglan í Danmörku gerir nú ráð fyrir að sænska blaðakonan Kim Wall sé látin. 17. ágúst 2017 11:07 Danskur kafbátaeigandi handtekinn vegna hvarfs sænskrar konu Kafbátaeigandinn Peter Madsen, sem bjargað var þegar kafbáturinn hans sökk í gær, hefur verið handtekinn fyrir manndráp af gáleysi. 12. ágúst 2017 12:22 Brotlending hins danska Geimflauga-Madsen Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen er mjög þekktur maður í Danmörku. Sú staðreynd að hann sitji nú í gæsluvarðhaldi vegna hvarfs sænsku blaðakonunnar Kim Wall hefur vakið gríðarlega athygli í heimalandi hans og raunar um heim allan. 15. ágúst 2017 15:30 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Peter Madsen hefur viðurkennt að hafa varpað líki sænsku blaðakonunnar Kim Wall fyrir borð í kafbáti sínum. Slys hafi orðið um borð í bátnum sem hafi leitt til dauða hennar. Sænskir og danskir fjölmiðlar greina frá þessu, en hinn danski Madsen á að hafa viðurkennt þetta í yfirheyrslu hjá lögreglu og fyrir dómara. Madsen viðurkennir að lík Wall sé að finna á ótilgreindum stað á hafsbotni í Kögeflóa fyrir utan Kaupmannahöfn. SVT og DR greina frá þessu. Sjá einnig: Brotlending hins danska Geimflauga-Madsen Í yfirlýsingu frá Kaupmannahafnarlögreglunni segir kafbátnum hafi einungis verið siglt á dönsku hafsvæði, í syðsta hluta Eyrarsunds og í nyrðri og vestari hluta Kögeflóa. Kafarar hafa leitað að líki Wall á þessum slóðum síðustu daga og verður veit fram haldið í dag.Hugðist skrifa um kafbátinn og siglinguna Síðast sást til hinnar þrítugu Wall fimmtudaginn 10. ágúst en hún var með Madsen í kafbátnum í þeim tilgangi að skrifa um kafbátinn og siglinguna. Madsen var handtekinn á laugardaginn grunaður um manndráp af gáleysi eftir að kafbáturinn UC3 Nautilus sökk á föstudaginn. Hann var í kjölfarið úrskurðaður í 24 daga gæsluvarðhald, en neitaði til að byrja með að hafa orðið Wall að bana. Sagðist hann hafa hleypt henni frá borði áður en báturinn sök. Báturinn var svo hífður upp af hafsbotni, en ekkert lík fannst þar um borð. Við rannsókn kom hins vegar í ljós að bátnum hafði verið sökkt af ásettu ráði. „Við teljum að hann segi satt þegar hann segir að hún hafi látið lífið um borð í kafbátnum,“ segir Steen Hansen, fjölmiðlafulltrúi Kaupmannahafnarlögreglunnar, í samtali við TT. Hansen vill þó ekki upplýsa hvort Madsen segi slysið hafa átt sér stað á fimmtudeginum eða föstudeginum.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Hvarf Kim Wall: Lögreglan í Danmörku segist leita að líki Lögreglan í Danmörku gerir nú ráð fyrir að sænska blaðakonan Kim Wall sé látin. 17. ágúst 2017 11:07 Danskur kafbátaeigandi handtekinn vegna hvarfs sænskrar konu Kafbátaeigandinn Peter Madsen, sem bjargað var þegar kafbáturinn hans sökk í gær, hefur verið handtekinn fyrir manndráp af gáleysi. 12. ágúst 2017 12:22 Brotlending hins danska Geimflauga-Madsen Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen er mjög þekktur maður í Danmörku. Sú staðreynd að hann sitji nú í gæsluvarðhaldi vegna hvarfs sænsku blaðakonunnar Kim Wall hefur vakið gríðarlega athygli í heimalandi hans og raunar um heim allan. 15. ágúst 2017 15:30 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Hvarf Kim Wall: Lögreglan í Danmörku segist leita að líki Lögreglan í Danmörku gerir nú ráð fyrir að sænska blaðakonan Kim Wall sé látin. 17. ágúst 2017 11:07
Danskur kafbátaeigandi handtekinn vegna hvarfs sænskrar konu Kafbátaeigandinn Peter Madsen, sem bjargað var þegar kafbáturinn hans sökk í gær, hefur verið handtekinn fyrir manndráp af gáleysi. 12. ágúst 2017 12:22
Brotlending hins danska Geimflauga-Madsen Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen er mjög þekktur maður í Danmörku. Sú staðreynd að hann sitji nú í gæsluvarðhaldi vegna hvarfs sænsku blaðakonunnar Kim Wall hefur vakið gríðarlega athygli í heimalandi hans og raunar um heim allan. 15. ágúst 2017 15:30