NBA-stjarna hrósaði Tryggva eftir leikinn í gærkvöldi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. ágúst 2017 09:00 Jonas Valanciunas og Tryggvi Snær Hlinason. Vísir/Samsett/Getty og Eyþór Tryggvi Snær Hlinason átti mjög góðan leik í körfuboltalandsleiknum á móti Litháen í gærkvöldi en þar fékk íslenski miðherjinn að glíma við öflugan leikmann úr NBA-deildinni. Jonas Valanciunas, leikmaður Toronto Raptors, var í byrjunarliði Litháens en hann hefur spilað í NBA-deildinni undanfarin fimm tímabil við góðan orðstír. Tryggvi Snær endaði leikinn með 19 stig, 7 fráköst og 80 prósent skotnýtingu (8 af 10). Jonas Valanciunas sjálfur var með 14 stig og 11 fráköst. Þeir vörðu báðir tvö skot. Valanciunas hrósaði íslenska landsliðsmanninum í viðtölum við blaðamenn eftir leikinn. Litháenski blaðamaðurinn Donatas Urbonas benti á þetta á Twitter.Jonas Valanciunas praised Tryggvi Hlinason after Lithuania win vs Iceland 84:62. JV had double-double (14+11), Tryggvi 19+7 pic.twitter.com/hyLxVSqSd2 — Donatas Urbonas (@Urbodo) August 23, 2017 „Hann er virkilega góður. Hann er ungur ennþá en er með góða hæð og hefur mikla möguleika. Nú er það undir honum komið að bæta við sinn leik. Ef hann bætir mikið við sinn leik þá getur hann orðið virkilega góður leikmaður. Í dag getur hann samt spilað á háu stigi,“ sagði Jonas Valanciunas um Tryggva. Það er þegar byrjað að orða Tryggva við NBA-deildina í framtíðinni eftir frábæra frammistöðu sína á EM 20 ára landsliða á dögunum og það er ekki slæmt fyrir orðsporið ef NBA-leikmenn eru farnir að tala um okkar mann líka. Valanciunas, sem er 25 ára gamall, var með 12,0 stig og 9,5 fráköst að meðaltali með Toronto Raptors liðinu á síðasta tímabili. Jonas Valanciunas þekkir það vel að vera ungur og efnilegur en miklar væntingar voru bundnar við hann og hann var valinn 19 ára gamall í NBA-deildina í nýliðavalinu 2011. Valanciunas spilaði þó ekki sinn fyrsta NBA-leik fyrr en tímabilið 2012-2013 því hann var eitt ár til viðbótar með Lietuvos rytas Vilnius. Í NBA-deildinni hefur hann bætt sinn leik mikið farið frá því að vera með 8,9 stig og 6,0 fráköst í leik á fyrsta tímabili í það að vera með meira en 12 stig og 9 fráköst að meðaltali á síðustu tveimur tímabilum. EM 2017 í Finnlandi NBA Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Sjá meira
Tryggvi Snær Hlinason átti mjög góðan leik í körfuboltalandsleiknum á móti Litháen í gærkvöldi en þar fékk íslenski miðherjinn að glíma við öflugan leikmann úr NBA-deildinni. Jonas Valanciunas, leikmaður Toronto Raptors, var í byrjunarliði Litháens en hann hefur spilað í NBA-deildinni undanfarin fimm tímabil við góðan orðstír. Tryggvi Snær endaði leikinn með 19 stig, 7 fráköst og 80 prósent skotnýtingu (8 af 10). Jonas Valanciunas sjálfur var með 14 stig og 11 fráköst. Þeir vörðu báðir tvö skot. Valanciunas hrósaði íslenska landsliðsmanninum í viðtölum við blaðamenn eftir leikinn. Litháenski blaðamaðurinn Donatas Urbonas benti á þetta á Twitter.Jonas Valanciunas praised Tryggvi Hlinason after Lithuania win vs Iceland 84:62. JV had double-double (14+11), Tryggvi 19+7 pic.twitter.com/hyLxVSqSd2 — Donatas Urbonas (@Urbodo) August 23, 2017 „Hann er virkilega góður. Hann er ungur ennþá en er með góða hæð og hefur mikla möguleika. Nú er það undir honum komið að bæta við sinn leik. Ef hann bætir mikið við sinn leik þá getur hann orðið virkilega góður leikmaður. Í dag getur hann samt spilað á háu stigi,“ sagði Jonas Valanciunas um Tryggva. Það er þegar byrjað að orða Tryggva við NBA-deildina í framtíðinni eftir frábæra frammistöðu sína á EM 20 ára landsliða á dögunum og það er ekki slæmt fyrir orðsporið ef NBA-leikmenn eru farnir að tala um okkar mann líka. Valanciunas, sem er 25 ára gamall, var með 12,0 stig og 9,5 fráköst að meðaltali með Toronto Raptors liðinu á síðasta tímabili. Jonas Valanciunas þekkir það vel að vera ungur og efnilegur en miklar væntingar voru bundnar við hann og hann var valinn 19 ára gamall í NBA-deildina í nýliðavalinu 2011. Valanciunas spilaði þó ekki sinn fyrsta NBA-leik fyrr en tímabilið 2012-2013 því hann var eitt ár til viðbótar með Lietuvos rytas Vilnius. Í NBA-deildinni hefur hann bætt sinn leik mikið farið frá því að vera með 8,9 stig og 6,0 fráköst í leik á fyrsta tímabili í það að vera með meira en 12 stig og 9 fráköst að meðaltali á síðustu tveimur tímabilum.
EM 2017 í Finnlandi NBA Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum