Börnin okkar öll Þórarinn Þórarinsson skrifar 25. ágúst 2017 07:00 Þeir eru einkennilega samansettir skítalabbarnir sem veitast að Semu Erlu Serdar á netinu. Hún berst fyrir betri heimi og sjálfsögðum mannréttindum flóttafólks og hælisleitenda. Fyrir þetta verður hún fyrir áreiti og árásum á netinu frá mann- og nafnleysum. Að „Jón Jónsson“ og aðrir skítbuxar hafi þó ekki döngun í sér til þess að ausa úr forarvilpum sálna sinna undir réttu nafni bendir þó til þess að þetta pakk skammast sín innst inni. Þegar ég var tvítugur var mér sama um allt og alla nema sjálfan mig. Þangað til ég klippti á minn fyrsta naflastreng og tók nýfædda dóttur mína í fangið. Þarna áttaði ég mig á því að við erum öll börn einhverra. Við erum öll manneskjur, erum öll eins og eigum öll sama rétt til lífs, mannréttinda og frelsis. Dýrmæt lexía og síðan þá hef ég verið að læra. Læra meira af börnunum mínum en ég get nokkurn tíma kennt þeim. Mörgum árum seinna reyndist litla dóttir mín vera strákur í röngum líkama. Önnur lexía. Sú mesta hingað til og vissulega sjokk í smá stund. Var þó fljótur að átta mig á að mér er andskotans sama hvort barnið mitt er svona, hinsegin, kynsegin eða hvað. Ég vil bara að barnið mitt verði eins hamingjusamt og mögulegt er. Frumskylda okkar allra er einfaldlega að leggja okkur öll fram um að gera heiminn þannig að allir séu velkomnir í hann. Líka múslimsk flóttabörn, sem völdu ekki trú, hörundslit eða stöðu í lífinu frekar en trans sonur minn kyn sitt. Það er nóg pláss fyrir alla. Þetta veit Sema Erla og gefur hvergi eftir. Kerfisfólk sem hrekur börn héðan úr íslensku öryggi út í óvissuna, jafnvel dauðann, og pakkið sem veitist að Semu á netinu get ég aðeins spurt einnar spurningar: Eigið þið ekki börn? Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Þeir eru einkennilega samansettir skítalabbarnir sem veitast að Semu Erlu Serdar á netinu. Hún berst fyrir betri heimi og sjálfsögðum mannréttindum flóttafólks og hælisleitenda. Fyrir þetta verður hún fyrir áreiti og árásum á netinu frá mann- og nafnleysum. Að „Jón Jónsson“ og aðrir skítbuxar hafi þó ekki döngun í sér til þess að ausa úr forarvilpum sálna sinna undir réttu nafni bendir þó til þess að þetta pakk skammast sín innst inni. Þegar ég var tvítugur var mér sama um allt og alla nema sjálfan mig. Þangað til ég klippti á minn fyrsta naflastreng og tók nýfædda dóttur mína í fangið. Þarna áttaði ég mig á því að við erum öll börn einhverra. Við erum öll manneskjur, erum öll eins og eigum öll sama rétt til lífs, mannréttinda og frelsis. Dýrmæt lexía og síðan þá hef ég verið að læra. Læra meira af börnunum mínum en ég get nokkurn tíma kennt þeim. Mörgum árum seinna reyndist litla dóttir mín vera strákur í röngum líkama. Önnur lexía. Sú mesta hingað til og vissulega sjokk í smá stund. Var þó fljótur að átta mig á að mér er andskotans sama hvort barnið mitt er svona, hinsegin, kynsegin eða hvað. Ég vil bara að barnið mitt verði eins hamingjusamt og mögulegt er. Frumskylda okkar allra er einfaldlega að leggja okkur öll fram um að gera heiminn þannig að allir séu velkomnir í hann. Líka múslimsk flóttabörn, sem völdu ekki trú, hörundslit eða stöðu í lífinu frekar en trans sonur minn kyn sitt. Það er nóg pláss fyrir alla. Þetta veit Sema Erla og gefur hvergi eftir. Kerfisfólk sem hrekur börn héðan úr íslensku öryggi út í óvissuna, jafnvel dauðann, og pakkið sem veitist að Semu á netinu get ég aðeins spurt einnar spurningar: Eigið þið ekki börn? Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun