Freydís Björg er mætt fyrir utan H&M og ætlar að bíða í sólarhring í röðinni Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 25. ágúst 2017 13:50 Eins og sjá má á niðurtalningunni fyrir aftan Freydísi er enn tæpur sólahringur í opnun H&M. Vísir/Sylvía Rut „Ég mætti þegar það var einn sólahringur og 22 mínútur í opnun,“ segir Freydís Björg Óttarsdóttir en hún situr á rauða dreglinum fyrir utan H&M í Smáralind. Freydís var sú fyrsta til þess að mæta en búist er við langri röð þegar verslunin opnar á hádegi á morgun. „Ég elska H&M. Alltaf þegar ég fer til útlanda þá versla ég geðveikt mikið,“ segir Freydís í samtali við Vísi um ástæðu þess að hún sé mætt svona snemma að bíða fyrir utan verslunina. Hún segist ekki vera búin að ákveða hvað hún ætli að kaupa og er ótrúlega spennt að sjá verslunina. „Ég ætla bara að versla fyrir gjafabréfið mitt og sjá svo til.“ H&M hafði auglýst að fyrsti viðskiptavinurinn í röðinni fær 25.000 króna gjafabréf í verslunina.Fær að fara fimm sinnum á salernið Hún hefur ekki áhyggjur af því að geta ekki borðað eða að þurfa að fara á salernið. „Vinkona mín ætlar að koma og færa mér mat. Svo get ég fimm sinnum fengið svona pásupassa, þá má ég fara á salernið og ef ég verð komin aftur til baka eftir 20 mínútur þá má ég fara aftur á minn stað í röðinni. Öryggisverðir sjá um þetta.“Freydís segir að H&M sé biðarinnar virðiVísir/Sylvía RutFreydís græðir 25.000 krónur á því að bíða í rúmar 24 klukkustundir í röð en henni finnst það algjörlega þess virði. „Ég er nemi í hárgreiðslu og er ekki í skólanum á föstudögum og var ekki að vinna í dag. Ég er með opið Snapchat með notendanafnið frella00 og hef sýnt á Snapchat að ég er mætt. Fólk hefur miklar áhyggjur af því að ég nái ekki að borða eða fara á salernið. Ég er búin að fá sendar ótrúlega margar spurningar.“ Freydís mætti með símann sinn og heyrnatól svo að hún hefði einhverja afþreyingu á meðan hún bíður. „Ég átti alls ekki von á því að vera fyrst,“ segir Freydís en hún hafði beðið ein í rúma klukkustund þegar blaðamaður hitti hana „H&M er uppáhalds búðin mín svo þetta er bara gaman.“ H&M Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fleiri fréttir Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Sjá meira
„Ég mætti þegar það var einn sólahringur og 22 mínútur í opnun,“ segir Freydís Björg Óttarsdóttir en hún situr á rauða dreglinum fyrir utan H&M í Smáralind. Freydís var sú fyrsta til þess að mæta en búist er við langri röð þegar verslunin opnar á hádegi á morgun. „Ég elska H&M. Alltaf þegar ég fer til útlanda þá versla ég geðveikt mikið,“ segir Freydís í samtali við Vísi um ástæðu þess að hún sé mætt svona snemma að bíða fyrir utan verslunina. Hún segist ekki vera búin að ákveða hvað hún ætli að kaupa og er ótrúlega spennt að sjá verslunina. „Ég ætla bara að versla fyrir gjafabréfið mitt og sjá svo til.“ H&M hafði auglýst að fyrsti viðskiptavinurinn í röðinni fær 25.000 króna gjafabréf í verslunina.Fær að fara fimm sinnum á salernið Hún hefur ekki áhyggjur af því að geta ekki borðað eða að þurfa að fara á salernið. „Vinkona mín ætlar að koma og færa mér mat. Svo get ég fimm sinnum fengið svona pásupassa, þá má ég fara á salernið og ef ég verð komin aftur til baka eftir 20 mínútur þá má ég fara aftur á minn stað í röðinni. Öryggisverðir sjá um þetta.“Freydís segir að H&M sé biðarinnar virðiVísir/Sylvía RutFreydís græðir 25.000 krónur á því að bíða í rúmar 24 klukkustundir í röð en henni finnst það algjörlega þess virði. „Ég er nemi í hárgreiðslu og er ekki í skólanum á föstudögum og var ekki að vinna í dag. Ég er með opið Snapchat með notendanafnið frella00 og hef sýnt á Snapchat að ég er mætt. Fólk hefur miklar áhyggjur af því að ég nái ekki að borða eða fara á salernið. Ég er búin að fá sendar ótrúlega margar spurningar.“ Freydís mætti með símann sinn og heyrnatól svo að hún hefði einhverja afþreyingu á meðan hún bíður. „Ég átti alls ekki von á því að vera fyrst,“ segir Freydís en hún hafði beðið ein í rúma klukkustund þegar blaðamaður hitti hana „H&M er uppáhalds búðin mín svo þetta er bara gaman.“
H&M Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fleiri fréttir Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Sjá meira