Lögráða danskur prins fær engin laun frá ríkinu Atli Ísleifsson skrifar 28. ágúst 2017 14:27 Nikolai prins, hér lengst til vinstri, ásamt Margréti Þórhildi, og öðrum barnabörnum drottningar. Vísir/AFP Nikolai Danaprins, elsta barnabarn Margrétar Þórhildar Danadrottningar, er átján ára í dag og þar með orðinn lögráða. Nikolai mun þó ekki fá greidd laun frá ríkinu, ekki frekar en önnur sex af átta barnabörnum drottningar. Danska konungshöllin greindi frá því á síðasta ári að Kristján, sonur Friðriks krónprins, verði eina barnabarn drottningar sem mun fá greidd laun frá ríkinu. Sagnfræðingurinn Lars Hovbakke Sørensen segir í samtali við Berlingske að ætlast sé til þess að sjö barnabörn drottningar standi á eigin fótum fjárhagslega. Ákvörðun þessa efnis hafi verið tekin í kjölfar umræðu um hvernig það mætti teljast réttlætanlegt að öll barnabörnin yrðu á launum hjá danska ríkinu. Ekki er búist við að hinum átján ára prins verði nú gert að sinna sérstökum verkefnum sem fulltrúi fjölskyldu drottningar þó að ætlast sé til að hann muni áfram sækja einhverjar veislur og athafnir á vegum hallarinnar. Nikolai prins hefur stundað nám í Herlufsholm kostskole á Sjálandi frá 2014. Haldið verður upp á afmæli prinsins um borð í skipinu Dannebrog í kvöld. Nikolai er sonur Jóakim prins og fyrstu eiginkonu hans, Alexöndru. Hann er sjöundi í röðinni til að erfa dönsku krúnuna. Kóngafólk Danmörk Margrét Þórhildur II Danadrottning Tengdar fréttir Hinrik prins segir eiginkonu sína hafa haft sig að fífli Hinrik prins er harður á því að vilja ekki láta grafa sig við hlið eiginkonu sinnar, Margrétar Þórhildar Danadrottningar, í Hróarskeldu. 8. ágúst 2017 15:15 Hinrik prins vill ekki verða jarðsettur á sama stað og Margrét Þórhildur Til þessa hefur verið gert ráð fyrir að þau hjónin myndu hvíla saman í steinkistu í dómkirkjunni í Hróarskeldu þegar sá tími kemur. 3. ágúst 2017 14:09 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent Fleiri fréttir Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Sjá meira
Nikolai Danaprins, elsta barnabarn Margrétar Þórhildar Danadrottningar, er átján ára í dag og þar með orðinn lögráða. Nikolai mun þó ekki fá greidd laun frá ríkinu, ekki frekar en önnur sex af átta barnabörnum drottningar. Danska konungshöllin greindi frá því á síðasta ári að Kristján, sonur Friðriks krónprins, verði eina barnabarn drottningar sem mun fá greidd laun frá ríkinu. Sagnfræðingurinn Lars Hovbakke Sørensen segir í samtali við Berlingske að ætlast sé til þess að sjö barnabörn drottningar standi á eigin fótum fjárhagslega. Ákvörðun þessa efnis hafi verið tekin í kjölfar umræðu um hvernig það mætti teljast réttlætanlegt að öll barnabörnin yrðu á launum hjá danska ríkinu. Ekki er búist við að hinum átján ára prins verði nú gert að sinna sérstökum verkefnum sem fulltrúi fjölskyldu drottningar þó að ætlast sé til að hann muni áfram sækja einhverjar veislur og athafnir á vegum hallarinnar. Nikolai prins hefur stundað nám í Herlufsholm kostskole á Sjálandi frá 2014. Haldið verður upp á afmæli prinsins um borð í skipinu Dannebrog í kvöld. Nikolai er sonur Jóakim prins og fyrstu eiginkonu hans, Alexöndru. Hann er sjöundi í röðinni til að erfa dönsku krúnuna.
Kóngafólk Danmörk Margrét Þórhildur II Danadrottning Tengdar fréttir Hinrik prins segir eiginkonu sína hafa haft sig að fífli Hinrik prins er harður á því að vilja ekki láta grafa sig við hlið eiginkonu sinnar, Margrétar Þórhildar Danadrottningar, í Hróarskeldu. 8. ágúst 2017 15:15 Hinrik prins vill ekki verða jarðsettur á sama stað og Margrét Þórhildur Til þessa hefur verið gert ráð fyrir að þau hjónin myndu hvíla saman í steinkistu í dómkirkjunni í Hróarskeldu þegar sá tími kemur. 3. ágúst 2017 14:09 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent Fleiri fréttir Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Sjá meira
Hinrik prins segir eiginkonu sína hafa haft sig að fífli Hinrik prins er harður á því að vilja ekki láta grafa sig við hlið eiginkonu sinnar, Margrétar Þórhildar Danadrottningar, í Hróarskeldu. 8. ágúst 2017 15:15
Hinrik prins vill ekki verða jarðsettur á sama stað og Margrét Þórhildur Til þessa hefur verið gert ráð fyrir að þau hjónin myndu hvíla saman í steinkistu í dómkirkjunni í Hróarskeldu þegar sá tími kemur. 3. ágúst 2017 14:09