Utanríkisráðherra segir að Kóreudeilan varði heimsbyggðina alla Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 10. ágúst 2017 13:56 Þessari Hwasong-14 var skotið upp frá Norður-Kóreu í júlí í tilraunaskyni. Flaugin er talin geta dregið rúma 10.000 kílómetra. vísir/afp Norður Kórea er að leggja lokahönd á áætlun um að gera eldflaugaárás á Gvam. Utanríkisráðherra Íslands segir Kóreudeiluna varða heimsbyggðina alla. Ríkisfjölmiðlar í Norður-Kóreu segja að her landsins sé að leggja lokahönd á áætlun um að skjóta fjórum eldflaugum að Kyrrahafseyjunni Gvam þar sem Bandaríkjamenn eru með herstöðvar. Áætlunin verði send til Kim Jong-un um miðjan mánuðinn. Samkvæmt áætluninni verður fjórum Hwasong-12-eldflaugum skotið frá Norður-Kóreu, yfir Japan og þær látnar lenda í hafinu 30-40 kílómetrum undan ströndum Gvam, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir íslensk stjórnvöld fylgjast vel með þróun mála.Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.Vísir/Vilhelm„Því miður hafa menn ýtt þessum vanda á undan sér og hann er kominn á þennan stað að miklu fleiri ríkjum stafar ógn af Norður-Kóreu heldur en nokkurn tíman áður. Við höfum bæði hvatt öryggisráðið til að taka á þessu máli og styðjum ákvarðanir þess um viðskiptaþvinganir og höfum verði sömuleiðis meðflutningsaðili að ályktunum þar sem kjarnorkuvopnaáætlanir og eldflaugatilraunir eru fordæmdar en auk þess hvatt til stillingar og sátta,“ segir Guðlaugur Þór í samtali við fréttastofu.Orð forsetans túlkuð sem hótun Orð Trump um að hann muni mæta Norður-Kóreumönnum með „eld og brennisteini“ á þeirri stærðargráðu sem jarðarbúar hafi aldrei séð áður láti þeir ekki af hótunum í garð Bandaríkjanna hafa verið túlkuð sem hótun um að beita kjarnavopnum en í gær sagði Trump ennfremur á Twitter síðu sinni að kjarnorkuvopnabúr Bandaríkjanna væri öflugra en nokkru sinni fyrr. Guðlaugur Þór segir kollega sinn í Bandaríkjunum, Rex Tillerson, leggja allt sitt að mörkum til að lægja öldurnar í deilunni. Hwasong-12 eldflaugarnar í vopnabúri Norður Kóreu eru taldar hafa drægni upp á 10 þúsund kílómetra og öll Evrópa innan þeirrar drægni. Ljóst er hinsvegar að Ísland er hvergi nærri á meðal skotmarka Norður Kóreu. „Þó við teljum að okkur stafi ekki bein ógn af þessu þá breytir það ekki því að ef það myndi brjótast út einhver átök á þessu svæði þá hefði það áhrif á alla heimsbyggðina.“ Norður-Kórea Tengdar fréttir Íbúar Gvam áhyggjufullir vegna Norður-Kóreu Íbúar eyjunnar litlu eru um 163 þúsund og eru þau bandarískir ríkisborgarar og þar halda Bandaríkin út nokkrum herstöðvum. 9. ágúst 2017 17:42 Norður-Kóreumenn tilbúnir í eldflaugaárás á Gvam von bráðar Her Norður-Kóreu er sagður leggja lokahönd á áætlun um að skjóta eldflaugum að Gvam. Ríkisfjölmiðlar einræðisríkisins segja Donald Trump Bandaríkjaforseta of „skyni skroppinn“ til að hægt sé að eiga viðræður við hann. 10. ágúst 2017 08:33 Bandaríkjamenn munu verja sig og sína Norður-Kórea hótar að ráðast á bandarísku eyjuna Gvam. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Bandaríkin muni verja sig og sína bandamenn. Nýjar langdrægar eldflaugar Norður-Kóreumanna gætu náð allt til New York. 10. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Innlent Fleiri fréttir Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Sjá meira
Norður Kórea er að leggja lokahönd á áætlun um að gera eldflaugaárás á Gvam. Utanríkisráðherra Íslands segir Kóreudeiluna varða heimsbyggðina alla. Ríkisfjölmiðlar í Norður-Kóreu segja að her landsins sé að leggja lokahönd á áætlun um að skjóta fjórum eldflaugum að Kyrrahafseyjunni Gvam þar sem Bandaríkjamenn eru með herstöðvar. Áætlunin verði send til Kim Jong-un um miðjan mánuðinn. Samkvæmt áætluninni verður fjórum Hwasong-12-eldflaugum skotið frá Norður-Kóreu, yfir Japan og þær látnar lenda í hafinu 30-40 kílómetrum undan ströndum Gvam, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir íslensk stjórnvöld fylgjast vel með þróun mála.Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.Vísir/Vilhelm„Því miður hafa menn ýtt þessum vanda á undan sér og hann er kominn á þennan stað að miklu fleiri ríkjum stafar ógn af Norður-Kóreu heldur en nokkurn tíman áður. Við höfum bæði hvatt öryggisráðið til að taka á þessu máli og styðjum ákvarðanir þess um viðskiptaþvinganir og höfum verði sömuleiðis meðflutningsaðili að ályktunum þar sem kjarnorkuvopnaáætlanir og eldflaugatilraunir eru fordæmdar en auk þess hvatt til stillingar og sátta,“ segir Guðlaugur Þór í samtali við fréttastofu.Orð forsetans túlkuð sem hótun Orð Trump um að hann muni mæta Norður-Kóreumönnum með „eld og brennisteini“ á þeirri stærðargráðu sem jarðarbúar hafi aldrei séð áður láti þeir ekki af hótunum í garð Bandaríkjanna hafa verið túlkuð sem hótun um að beita kjarnavopnum en í gær sagði Trump ennfremur á Twitter síðu sinni að kjarnorkuvopnabúr Bandaríkjanna væri öflugra en nokkru sinni fyrr. Guðlaugur Þór segir kollega sinn í Bandaríkjunum, Rex Tillerson, leggja allt sitt að mörkum til að lægja öldurnar í deilunni. Hwasong-12 eldflaugarnar í vopnabúri Norður Kóreu eru taldar hafa drægni upp á 10 þúsund kílómetra og öll Evrópa innan þeirrar drægni. Ljóst er hinsvegar að Ísland er hvergi nærri á meðal skotmarka Norður Kóreu. „Þó við teljum að okkur stafi ekki bein ógn af þessu þá breytir það ekki því að ef það myndi brjótast út einhver átök á þessu svæði þá hefði það áhrif á alla heimsbyggðina.“
Norður-Kórea Tengdar fréttir Íbúar Gvam áhyggjufullir vegna Norður-Kóreu Íbúar eyjunnar litlu eru um 163 þúsund og eru þau bandarískir ríkisborgarar og þar halda Bandaríkin út nokkrum herstöðvum. 9. ágúst 2017 17:42 Norður-Kóreumenn tilbúnir í eldflaugaárás á Gvam von bráðar Her Norður-Kóreu er sagður leggja lokahönd á áætlun um að skjóta eldflaugum að Gvam. Ríkisfjölmiðlar einræðisríkisins segja Donald Trump Bandaríkjaforseta of „skyni skroppinn“ til að hægt sé að eiga viðræður við hann. 10. ágúst 2017 08:33 Bandaríkjamenn munu verja sig og sína Norður-Kórea hótar að ráðast á bandarísku eyjuna Gvam. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Bandaríkin muni verja sig og sína bandamenn. Nýjar langdrægar eldflaugar Norður-Kóreumanna gætu náð allt til New York. 10. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Innlent Fleiri fréttir Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Sjá meira
Íbúar Gvam áhyggjufullir vegna Norður-Kóreu Íbúar eyjunnar litlu eru um 163 þúsund og eru þau bandarískir ríkisborgarar og þar halda Bandaríkin út nokkrum herstöðvum. 9. ágúst 2017 17:42
Norður-Kóreumenn tilbúnir í eldflaugaárás á Gvam von bráðar Her Norður-Kóreu er sagður leggja lokahönd á áætlun um að skjóta eldflaugum að Gvam. Ríkisfjölmiðlar einræðisríkisins segja Donald Trump Bandaríkjaforseta of „skyni skroppinn“ til að hægt sé að eiga viðræður við hann. 10. ágúst 2017 08:33
Bandaríkjamenn munu verja sig og sína Norður-Kórea hótar að ráðast á bandarísku eyjuna Gvam. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Bandaríkin muni verja sig og sína bandamenn. Nýjar langdrægar eldflaugar Norður-Kóreumanna gætu náð allt til New York. 10. ágúst 2017 06:00