Bað son sinn að mótmæla friðsamlega Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 13. ágúst 2017 15:54 James FIelds er ákærður fyrir manndráp, líkamstjón og fleiri brot. Hann er grunaður um að hafa ekið niður fólk sem mótmælti öfgamönnunum. Vísir/AFP James Alex Fields Jr., sem ók bíl sínum á mótmælendur í Charlottesville í gær með þeim afleiðingum að ein kona lést, sendi móður sinni skilaboð á föstudag og bað hana að hugsa um köttinn sinn því hann væri á leið á mótmæli. Hann gaf henni aldrei neinar upplýsingar um hvers eðlis mótmælin væru. „Ég hélt að þetta hefði eitthvað að gera með Trump,“ sagði Samantha Bloom, móðir Fields, í samtali við bæjarblaðið The Toledo Blade. „Ég reyni að skipta mér ekki af hans pólitísku skoðunum.“ Hún segist þó hafa beðið son sinn að fara varlega. „Ég sagði honum að passa sig og ef að þeir ætluðu að mótmæla að gera það friðsamlega.“Sjá einnig: Hvítu þjóðernissinnarnir í Charlottesville: Svartklæddir, vopnaðir og heilsuðu að sið nasista Fields hefur verið ákærður fyrir manndráp og fleiri brot. Aríkislögreglan FBI segist nú rannsaka málið sem brot á borgararéttindum. Slíkar rannsóknir FBI beinast meðal annars að hatursglæpum. Hundruð hvítra þjóðernissinna, þar á meðal nýnasistar og meðlimir Ku Klux Klan, höfðu komið saman í Charlottesville til að taka þátt í stærsta viðburði þeirra í áratugi. Fjöldi þeirra gekk með kyndla í anda Ku Klux Klan til að mótmæla því að stytta af Robert E. Lee, herforingja Suðurríkjanna í Þrælastríðinu, yrði fjarlægð í Háskólanum í Virginíu á föstudagskvöld. Fjöldi fólks kom hins vegar einnig til Charlottesville til þess að mótmæla hvítu þjóðernissinnunum. Strax í gærmorgun slóst í brýnu á milli andstæðra fylkinga. Fólk slóst á götum úti, lausamunum var kastað og ertandi efnum var sprautað. Alls eru þrír sagðir látnir eftir átök gærdagsins og 19 slasaðir, þar af eru fimm í lífshættu. Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Átökin í Charlottesville: „Hatur kom til bæjarins okkar“ Tvítugur karlmaður er í haldi, grunaður um að hafa ekið á friðsama mótmælendur í Charlottesville í gær. Ríkisstjóri Virginíu skipar hvítum þjóðernissinnum og nasistum að hafa sig á brott en ekkert bólar á fordæmingu Donalds Trump forseta á hvítum öfgamönnum eða skoðunum þeirra eftir meiriháttar átök þeirra í bænum í gær. 13. ágúst 2017 07:58 Hvítu þjóðernissinnarnir í Charlottesville: Svartklæddir, vopnaðir og heilsuðu að sið nasista Fánar gömlu Suðurríkjanna voru áberandi í hópi hvítra þjóðernissinna sem fylktu liði í Charlottesville í Bandaríkjunum í gær. Þeir hrópuðu rasísk slagorð og sumir heilsuðu að nasistasið og báru fána með hakakrossinum. 13. ágúst 2017 11:43 Fyrrum leiðtogi Ku Klux Klan ákallar Trump Fyrrum leiðtogi Ku Klux Klan, David Duke, ákallaði Donald Trump þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við atburðum dagsins í Charlottesville. 13. ágúst 2017 00:54 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira
James Alex Fields Jr., sem ók bíl sínum á mótmælendur í Charlottesville í gær með þeim afleiðingum að ein kona lést, sendi móður sinni skilaboð á föstudag og bað hana að hugsa um köttinn sinn því hann væri á leið á mótmæli. Hann gaf henni aldrei neinar upplýsingar um hvers eðlis mótmælin væru. „Ég hélt að þetta hefði eitthvað að gera með Trump,“ sagði Samantha Bloom, móðir Fields, í samtali við bæjarblaðið The Toledo Blade. „Ég reyni að skipta mér ekki af hans pólitísku skoðunum.“ Hún segist þó hafa beðið son sinn að fara varlega. „Ég sagði honum að passa sig og ef að þeir ætluðu að mótmæla að gera það friðsamlega.“Sjá einnig: Hvítu þjóðernissinnarnir í Charlottesville: Svartklæddir, vopnaðir og heilsuðu að sið nasista Fields hefur verið ákærður fyrir manndráp og fleiri brot. Aríkislögreglan FBI segist nú rannsaka málið sem brot á borgararéttindum. Slíkar rannsóknir FBI beinast meðal annars að hatursglæpum. Hundruð hvítra þjóðernissinna, þar á meðal nýnasistar og meðlimir Ku Klux Klan, höfðu komið saman í Charlottesville til að taka þátt í stærsta viðburði þeirra í áratugi. Fjöldi þeirra gekk með kyndla í anda Ku Klux Klan til að mótmæla því að stytta af Robert E. Lee, herforingja Suðurríkjanna í Þrælastríðinu, yrði fjarlægð í Háskólanum í Virginíu á föstudagskvöld. Fjöldi fólks kom hins vegar einnig til Charlottesville til þess að mótmæla hvítu þjóðernissinnunum. Strax í gærmorgun slóst í brýnu á milli andstæðra fylkinga. Fólk slóst á götum úti, lausamunum var kastað og ertandi efnum var sprautað. Alls eru þrír sagðir látnir eftir átök gærdagsins og 19 slasaðir, þar af eru fimm í lífshættu.
Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Átökin í Charlottesville: „Hatur kom til bæjarins okkar“ Tvítugur karlmaður er í haldi, grunaður um að hafa ekið á friðsama mótmælendur í Charlottesville í gær. Ríkisstjóri Virginíu skipar hvítum þjóðernissinnum og nasistum að hafa sig á brott en ekkert bólar á fordæmingu Donalds Trump forseta á hvítum öfgamönnum eða skoðunum þeirra eftir meiriháttar átök þeirra í bænum í gær. 13. ágúst 2017 07:58 Hvítu þjóðernissinnarnir í Charlottesville: Svartklæddir, vopnaðir og heilsuðu að sið nasista Fánar gömlu Suðurríkjanna voru áberandi í hópi hvítra þjóðernissinna sem fylktu liði í Charlottesville í Bandaríkjunum í gær. Þeir hrópuðu rasísk slagorð og sumir heilsuðu að nasistasið og báru fána með hakakrossinum. 13. ágúst 2017 11:43 Fyrrum leiðtogi Ku Klux Klan ákallar Trump Fyrrum leiðtogi Ku Klux Klan, David Duke, ákallaði Donald Trump þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við atburðum dagsins í Charlottesville. 13. ágúst 2017 00:54 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira
Átökin í Charlottesville: „Hatur kom til bæjarins okkar“ Tvítugur karlmaður er í haldi, grunaður um að hafa ekið á friðsama mótmælendur í Charlottesville í gær. Ríkisstjóri Virginíu skipar hvítum þjóðernissinnum og nasistum að hafa sig á brott en ekkert bólar á fordæmingu Donalds Trump forseta á hvítum öfgamönnum eða skoðunum þeirra eftir meiriháttar átök þeirra í bænum í gær. 13. ágúst 2017 07:58
Hvítu þjóðernissinnarnir í Charlottesville: Svartklæddir, vopnaðir og heilsuðu að sið nasista Fánar gömlu Suðurríkjanna voru áberandi í hópi hvítra þjóðernissinna sem fylktu liði í Charlottesville í Bandaríkjunum í gær. Þeir hrópuðu rasísk slagorð og sumir heilsuðu að nasistasið og báru fána með hakakrossinum. 13. ágúst 2017 11:43
Fyrrum leiðtogi Ku Klux Klan ákallar Trump Fyrrum leiðtogi Ku Klux Klan, David Duke, ákallaði Donald Trump þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við atburðum dagsins í Charlottesville. 13. ágúst 2017 00:54