Rúnar Páll: Mér fannst þetta galið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2017 20:27 Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar. Vísir/Eyþór Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var allt annað en sáttur með dómara leiksins þegar ÍBV og Stjarnan gerðu 2-2 jafntefli í Pepsi-deildnni í dag. Stjörnumenn jöfnuðu metin manni færri og Rúnar Páll var sáttur við að fá eitthvað út úr leiknum úr því sem komið var. „Að spila einum færri í stöðunni 2-1, í 40 mínútur. Miðað við það þá erum við sáttir með þetta stig og virðum það en við komum hingað til að sækja þrjú stig,“ sagði Rúnar Páll í viðtali við Gabríel Sighvatsson, blaðamann Vísis eftir leikinn. „Það var gríðarlegur kraftur í mínum leikmönnum og þeir sýndu mikinn vilja að jafna og reyna að klára leikinn þrátt fyrir að vera einum færri. Það munaði ekki miklu að við hefðum unnið þennan leik,“ sagði Rúnar Páll Rúnar Páll var allt annað en sammála rauða spjaldinu sem Eyjólfur Héðinsson fékk í leiknum. „Hann dettur á boltann og þeir komast samt einir í gegn. Ég veit ekki alveg hvaða hagnaður það var. Þegar menn detta á boltann, ekki viljandi, hann greip ekkert utan um boltann og reyndi að stoppa hann. Mér fannst þetta galið, persónulega. Þetta var ekkert eini dómurinn í kvöld sem hallaði á okkur fannst mér," sagði Rúnar Páll. Honum fannst dómgæslan í heild sinni ekki góð í leiknum. „Slök í einu orði sagt. Hann hleypti leiknum upp í eitthvað rugl frá fyrstu mínútu. Þetta var harður leikur og mikið af tæklingum og grófum brotum hjá báðum liðum. Hann hleypti þessu upp í einhverja helvítis vitleysu frá fyrstu mínútu," sagði Rúnar Páll. „Við reyndum bara að fá þrjú stig í dag og það gekk ekki upp. Ég get ekki velt möguleikunum fyrir mér fyrr en ég veit hvernig staðan fer í hinum leikjunum, það kemur bara í ljós.“ sagði Rúnar Páll að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Stjarnan 2-2 | Allt á öðrum endanum í Eyjum ÍBV og Stjarnan skildu jöfn í ansi fjörugum leik í Eyjum í dag þar sem fjögur mörk voru skoruð, rautt spjald fór á loft og þrjú víti voru dæmd. Lokatölur urðu 2-2. 30. júlí 2017 20:00 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var allt annað en sáttur með dómara leiksins þegar ÍBV og Stjarnan gerðu 2-2 jafntefli í Pepsi-deildnni í dag. Stjörnumenn jöfnuðu metin manni færri og Rúnar Páll var sáttur við að fá eitthvað út úr leiknum úr því sem komið var. „Að spila einum færri í stöðunni 2-1, í 40 mínútur. Miðað við það þá erum við sáttir með þetta stig og virðum það en við komum hingað til að sækja þrjú stig,“ sagði Rúnar Páll í viðtali við Gabríel Sighvatsson, blaðamann Vísis eftir leikinn. „Það var gríðarlegur kraftur í mínum leikmönnum og þeir sýndu mikinn vilja að jafna og reyna að klára leikinn þrátt fyrir að vera einum færri. Það munaði ekki miklu að við hefðum unnið þennan leik,“ sagði Rúnar Páll Rúnar Páll var allt annað en sammála rauða spjaldinu sem Eyjólfur Héðinsson fékk í leiknum. „Hann dettur á boltann og þeir komast samt einir í gegn. Ég veit ekki alveg hvaða hagnaður það var. Þegar menn detta á boltann, ekki viljandi, hann greip ekkert utan um boltann og reyndi að stoppa hann. Mér fannst þetta galið, persónulega. Þetta var ekkert eini dómurinn í kvöld sem hallaði á okkur fannst mér," sagði Rúnar Páll. Honum fannst dómgæslan í heild sinni ekki góð í leiknum. „Slök í einu orði sagt. Hann hleypti leiknum upp í eitthvað rugl frá fyrstu mínútu. Þetta var harður leikur og mikið af tæklingum og grófum brotum hjá báðum liðum. Hann hleypti þessu upp í einhverja helvítis vitleysu frá fyrstu mínútu," sagði Rúnar Páll. „Við reyndum bara að fá þrjú stig í dag og það gekk ekki upp. Ég get ekki velt möguleikunum fyrir mér fyrr en ég veit hvernig staðan fer í hinum leikjunum, það kemur bara í ljós.“ sagði Rúnar Páll að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Stjarnan 2-2 | Allt á öðrum endanum í Eyjum ÍBV og Stjarnan skildu jöfn í ansi fjörugum leik í Eyjum í dag þar sem fjögur mörk voru skoruð, rautt spjald fór á loft og þrjú víti voru dæmd. Lokatölur urðu 2-2. 30. júlí 2017 20:00 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Stjarnan 2-2 | Allt á öðrum endanum í Eyjum ÍBV og Stjarnan skildu jöfn í ansi fjörugum leik í Eyjum í dag þar sem fjögur mörk voru skoruð, rautt spjald fór á loft og þrjú víti voru dæmd. Lokatölur urðu 2-2. 30. júlí 2017 20:00