Mamma Gunnhildar komin með fimmu í hnakkann Kolbeinn Tumi Daðason í Ermelo skrifar 20. júlí 2017 11:30 Mæðgurnar eru miklir stuðboltar og greinilega mjög nánar. Vísir Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir spilaði alla níutíu mínúturnar í 1-0 tapinu gegn Frökkum á þriðjudag. Ólíkt flestum leikmönnum liðsins mætti hún ekki á æfingu landsliðsins í gær heldur varð eftir á hótelinu með Söru Björk Gunnarsdóttur fyrirliða. „Við tókum bara æfingar í ræktinni. Maður er vanur því að fara út á völl og hlaupa en við ákváðum nokkrar að fara frekar í ræktina og sundið. Minnka álagið á fæturnar. Við tókum hlaup í sundlauginni og fleira.“ Hún segir þó engan vafa á því að hún verði klár í slaginn fyrir leikinn gegn Sviss á laugardag. „Já auðvitað. Maður er vanur þessu. Ég spila oft tvo leiki í viku í Noregi svo líkaminn er vanur þessu. Maður hefur undirbúið sig fyrir þetta lengi svo maður er tilbúin fyrir þetta.“Viðtalið við Gunnhildi má sjá hér að neðan.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook og Twitter. Gunnhildur Yrsa á átta systkini sem öll eru mætt til Hollands til að styðja hana og landsliðið. „Ég held að þau séu fjórtán sem mættu, öll fjölskyldan. Ég fékk að hitta þau aðeins í gær og það var yndislegt.“ Þó þau styðji öll vel við bakið á Gunnhildi fer móðir hennar, Laufey Ýr Sigurðardóttir, fremst í flokki. Hún rakaði töluna fimm í hnakkann á sér á dögunum en það er númer Gunnhildar hjá landsliðinu. „Mamma þarf alltaf að fara aðeins lengra en aðrir. Hún er yndisleg og henti í fimmu á hnakkann á sér. Ég hélt reyndar að hún myndi koma með blátt ár en það gerðist ekki. En ég er mjög ánægð með fimmuna.“ Þá er Gunnhildur sömuleiðis ánægð með heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar forseta á hótel stelpnanna í gær. „Það var mjög fínt að fá hann. Hann er mjög góður náungi, tók gott grín á okkur og sagði að þjóðin væri á bak við okkur. Það var yndislegt. Við erum tilbúnar í næsta leik.“Að neðan má sjá innslag sem gert var um Gunnhildi sumarið 2012 þar sem móður hennar bar einmitt á góma. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir spilaði alla níutíu mínúturnar í 1-0 tapinu gegn Frökkum á þriðjudag. Ólíkt flestum leikmönnum liðsins mætti hún ekki á æfingu landsliðsins í gær heldur varð eftir á hótelinu með Söru Björk Gunnarsdóttur fyrirliða. „Við tókum bara æfingar í ræktinni. Maður er vanur því að fara út á völl og hlaupa en við ákváðum nokkrar að fara frekar í ræktina og sundið. Minnka álagið á fæturnar. Við tókum hlaup í sundlauginni og fleira.“ Hún segir þó engan vafa á því að hún verði klár í slaginn fyrir leikinn gegn Sviss á laugardag. „Já auðvitað. Maður er vanur þessu. Ég spila oft tvo leiki í viku í Noregi svo líkaminn er vanur þessu. Maður hefur undirbúið sig fyrir þetta lengi svo maður er tilbúin fyrir þetta.“Viðtalið við Gunnhildi má sjá hér að neðan.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook og Twitter. Gunnhildur Yrsa á átta systkini sem öll eru mætt til Hollands til að styðja hana og landsliðið. „Ég held að þau séu fjórtán sem mættu, öll fjölskyldan. Ég fékk að hitta þau aðeins í gær og það var yndislegt.“ Þó þau styðji öll vel við bakið á Gunnhildi fer móðir hennar, Laufey Ýr Sigurðardóttir, fremst í flokki. Hún rakaði töluna fimm í hnakkann á sér á dögunum en það er númer Gunnhildar hjá landsliðinu. „Mamma þarf alltaf að fara aðeins lengra en aðrir. Hún er yndisleg og henti í fimmu á hnakkann á sér. Ég hélt reyndar að hún myndi koma með blátt ár en það gerðist ekki. En ég er mjög ánægð með fimmuna.“ Þá er Gunnhildur sömuleiðis ánægð með heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar forseta á hótel stelpnanna í gær. „Það var mjög fínt að fá hann. Hann er mjög góður náungi, tók gott grín á okkur og sagði að þjóðin væri á bak við okkur. Það var yndislegt. Við erum tilbúnar í næsta leik.“Að neðan má sjá innslag sem gert var um Gunnhildi sumarið 2012 þar sem móður hennar bar einmitt á góma.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira