Guðbjörg: Finnst eins og Sviss sé búið að toppa Tómas Þór Þórðarson í Ermelo skrifar 20. júlí 2017 12:00 Guðbjörg Gunnarsdóttir spjallar við fréttamenn fyrir æfingu landsliðsins í dag. vísir/tom „Að sjálfsögðu er ég byrjuð að undirbúa mig,“ segir Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður íslenska landsliðsins, en stelpurnar okkar mæta sterku liði Sviss á Tjarnarhæðinni í Doetinchem á laugardaginn. „Það er langt síðan undirbúningur hófst en maður er svo einfaldur sem leikmaður að allur fókus var bara settur á Frakkland. Ég fékk svo klippur frá Óla markvarðaþjálfara í gær um Sviss og er nú að undirbúa mig fyrir það.“ Svissneska liðið var það fyrsta sem stelpurnar mættu undir stjórn Freys Alexanderssonar en sá leikur fór illa. Sviss vann 2-0 sem var síst of stór sigur og þegar liðin mættust aftur í undankeppni HM 2015 kom annar svissneskur sigur. „Við eigum möguleika í öllum fótboltaleikjum. Við mættum geggjuðu liði Frakklands í fyrradag en sýndum að við gáum fengið stig,“ segir Guðbjörg. „Sviss er búið að vera á geggjaðri uppleið síðustu ár en mér finnst líta út eins og þær séu búnar að toppa. Síðustu leikir hafa ekkert verið frábærir hjá þeim. Við höfum séð ákveðna veikleika í þeirra liði sem við verðum að reyna að nýta okkur.“ Sviss er með frábært skyndisóknarlið þannig íslensku stelpurnar verða að passa sig með boltann þegar þær færa sig framar á völlinn. „Við lærðum af síðustu leikjum á móti þeim. Við vorum að fá á okkur mörk þegar við vorum ekki með skipulagðan varnarleik. Nánast öll mörin sem þær skora eru úr skyndisóknum. Þetta er eitt besta skyndisóknarlið í heimi,“ segir markvörðurinn. „Það er samt ekki sama flæði í spilinu hjá þeim þegar við verjumst allar fyrir aftan boltann. Við þurfum síðan að passa vel upp á boltann þegar við færum okkur framar og ljúka sóknum með skoti.“ Margir fjölskyldumeðlimir Guðbjargar eru mættir til Hollands til að fylgjast með sinni konu og stelpunum okkar. Stuðningurinn er mikilvægur. „Bæði nánasta fjölskylda mín og stórfjölskyldan eru mætt sem og vinir og kunningjar. Þannig er það hjá flestum leikmönnum. Það er ótrúlega gaman að sjá hvað margir eru með okkur og hvað það er mikil stemning í stúkunni,“ segir Guðbjörg. „Eins og síðustu fimm mínúturnar þegar við vorum búnar meira að segja að fá á okkur mark var allt vitlaust. Það gefur manni ótrúlega mikið adrenalín. Maður heldur kannski að maður sé þreyttur en svo heyrir maður svona lætir og það gefur manni mörg prósent extra,“ segir Guðbjörg Gunnarsdóttir.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook og Twitter. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Mamma Gunnhildar komin með fimmu í hnakkann Hún þarf alltaf að fara aðeins lengra en aðrir, segir Gunnhildur Yrsa. 20. júlí 2017 11:30 Blaðamenn hópuðust í kringum mömmuna Framherjinn Harpa Þorsteinsdóttir segir það ekki hafa verið planað að mæta með fimm mánaða son sinn í viðtöl eftir tapið gegn Frökkum. 20. júlí 2017 08:00 Stelpurnar vöknuðu við þrumur sem sumar töldu vera sprengjur Sumar héldu að þetta væri sprenging en svo reyndust þetta bara þrumur, segir Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir. 20. júlí 2017 10:00 Sara Björk stendur nú ein eftir Fyrirliði kvennalandsliðsins í fótbolta, er nú eini leikmaður liðsins sem hefur spilað alla leiki stelpnanna okkar á stórmóti. Hún var efnilegur nýliði fyrir átta árum en er nú fyrirliði og besti leikmaður Íslands. 20. júlí 2017 06:00 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Sjá meira
„Að sjálfsögðu er ég byrjuð að undirbúa mig,“ segir Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður íslenska landsliðsins, en stelpurnar okkar mæta sterku liði Sviss á Tjarnarhæðinni í Doetinchem á laugardaginn. „Það er langt síðan undirbúningur hófst en maður er svo einfaldur sem leikmaður að allur fókus var bara settur á Frakkland. Ég fékk svo klippur frá Óla markvarðaþjálfara í gær um Sviss og er nú að undirbúa mig fyrir það.“ Svissneska liðið var það fyrsta sem stelpurnar mættu undir stjórn Freys Alexanderssonar en sá leikur fór illa. Sviss vann 2-0 sem var síst of stór sigur og þegar liðin mættust aftur í undankeppni HM 2015 kom annar svissneskur sigur. „Við eigum möguleika í öllum fótboltaleikjum. Við mættum geggjuðu liði Frakklands í fyrradag en sýndum að við gáum fengið stig,“ segir Guðbjörg. „Sviss er búið að vera á geggjaðri uppleið síðustu ár en mér finnst líta út eins og þær séu búnar að toppa. Síðustu leikir hafa ekkert verið frábærir hjá þeim. Við höfum séð ákveðna veikleika í þeirra liði sem við verðum að reyna að nýta okkur.“ Sviss er með frábært skyndisóknarlið þannig íslensku stelpurnar verða að passa sig með boltann þegar þær færa sig framar á völlinn. „Við lærðum af síðustu leikjum á móti þeim. Við vorum að fá á okkur mörk þegar við vorum ekki með skipulagðan varnarleik. Nánast öll mörin sem þær skora eru úr skyndisóknum. Þetta er eitt besta skyndisóknarlið í heimi,“ segir markvörðurinn. „Það er samt ekki sama flæði í spilinu hjá þeim þegar við verjumst allar fyrir aftan boltann. Við þurfum síðan að passa vel upp á boltann þegar við færum okkur framar og ljúka sóknum með skoti.“ Margir fjölskyldumeðlimir Guðbjargar eru mættir til Hollands til að fylgjast með sinni konu og stelpunum okkar. Stuðningurinn er mikilvægur. „Bæði nánasta fjölskylda mín og stórfjölskyldan eru mætt sem og vinir og kunningjar. Þannig er það hjá flestum leikmönnum. Það er ótrúlega gaman að sjá hvað margir eru með okkur og hvað það er mikil stemning í stúkunni,“ segir Guðbjörg. „Eins og síðustu fimm mínúturnar þegar við vorum búnar meira að segja að fá á okkur mark var allt vitlaust. Það gefur manni ótrúlega mikið adrenalín. Maður heldur kannski að maður sé þreyttur en svo heyrir maður svona lætir og það gefur manni mörg prósent extra,“ segir Guðbjörg Gunnarsdóttir.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook og Twitter.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Mamma Gunnhildar komin með fimmu í hnakkann Hún þarf alltaf að fara aðeins lengra en aðrir, segir Gunnhildur Yrsa. 20. júlí 2017 11:30 Blaðamenn hópuðust í kringum mömmuna Framherjinn Harpa Þorsteinsdóttir segir það ekki hafa verið planað að mæta með fimm mánaða son sinn í viðtöl eftir tapið gegn Frökkum. 20. júlí 2017 08:00 Stelpurnar vöknuðu við þrumur sem sumar töldu vera sprengjur Sumar héldu að þetta væri sprenging en svo reyndust þetta bara þrumur, segir Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir. 20. júlí 2017 10:00 Sara Björk stendur nú ein eftir Fyrirliði kvennalandsliðsins í fótbolta, er nú eini leikmaður liðsins sem hefur spilað alla leiki stelpnanna okkar á stórmóti. Hún var efnilegur nýliði fyrir átta árum en er nú fyrirliði og besti leikmaður Íslands. 20. júlí 2017 06:00 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Sjá meira
Mamma Gunnhildar komin með fimmu í hnakkann Hún þarf alltaf að fara aðeins lengra en aðrir, segir Gunnhildur Yrsa. 20. júlí 2017 11:30
Blaðamenn hópuðust í kringum mömmuna Framherjinn Harpa Þorsteinsdóttir segir það ekki hafa verið planað að mæta með fimm mánaða son sinn í viðtöl eftir tapið gegn Frökkum. 20. júlí 2017 08:00
Stelpurnar vöknuðu við þrumur sem sumar töldu vera sprengjur Sumar héldu að þetta væri sprenging en svo reyndust þetta bara þrumur, segir Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir. 20. júlí 2017 10:00
Sara Björk stendur nú ein eftir Fyrirliði kvennalandsliðsins í fótbolta, er nú eini leikmaður liðsins sem hefur spilað alla leiki stelpnanna okkar á stórmóti. Hún var efnilegur nýliði fyrir átta árum en er nú fyrirliði og besti leikmaður Íslands. 20. júlí 2017 06:00