Fylkismenn með fimm stiga forskot á toppnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. júlí 2017 21:21 Ásgeir Eyþórsson, til hægri, skoraði fyrsta mark Fylkismanna í kvöld. Vísir/Ernir Fylkir náði fimm stiga forskoti á toppi Inkasso-deildar karla í fótbolta í kvöld eftir 4-0 heimasigur á Gróttu. Framarar töpuðu enn einum leiknum og HK vann dramatískan sigur í Breiðholtinu. Fylkir er með fimm stigum meira en Keflavík og Þróttur sem bæði eiga leik inni. Þróttarar spila á morgun en Keflvíkingar á laugardaginn. Það tók Fylkismenn rúman klukkutíma að brjóta ísinn á móti Gróttu en síðan komu fjögur mörk á síðasta hálftímanum. Ásgeir Eyþórsson skoraði fyrsta markið en síðan skoraði varamaðurinn Valdimar Þór Ingimundarson tvö mörk með þriggja mínútna millibili. Oddur Ingi Guðmundsson innsiglaði síðan sigurinn sjö mínútum fyrir leikslok. Ivan Bubalo kom Fram í 1-0 á móti Haukum á Ásvöllum en Haukar skoruðu þrjú mörk í seinni hálfleiknum og tryggðu sér sigur. Framarar náðu reyndar að minnka muninn í lokin en það var ekki nóg og þetta var fjórða tap Framliðsins í röð. Bjarni Gunnarsson skoraði sigurmark HK á móti Leikni í Efra-Breiðholti á þriðju mínútu í uppbótartíma. Viktor Helgi Benediktsson hafði komið HK yfir í fyrri hálfleik en Skúli E. Kristjánsson Sigurz jafnaði metin eftir ellefu mínútna leik í seinni hálfleik. HK-ingar unnu þarna sinn annan sigur í röð og sinn þriðja sigur í síðustu fjórum leikjum. HK-liðið er komið upp að hlið Selfoss í sjötta til sjöunda sæti deildarinnar.Úrslit og markaskorarar í Inkasso-deildinni í kvöld:Leiknir R. - HK 1-2 0-1 Viktor Helgi Benediktsson (29.), 1-1 Skúli E. Kristjánsson Sigurz (56.), 1-2 Bjarni Gunnarsson (90.+3).Haukar - Fram 3-2 0-1 Ivan Bubalo (42.), 1-1 Sindri Scheving (54.), 2-1 Arnar Aðalgeirsson (67.), 3-1 Björgvin Stefánsson (75.), 3-2 Guðmundur Magnússon (84.).Fylkir - Grótta 4-0 1-0 Ásgeir Eyþórsson (64.), 2-0 Valdimar Þór Ingimundarson (72.), 3-0 Valdimar Þór Ingimundarson (75.), 4-0 Oddur Ingi Guðmundsson (83.). Upplýsingar um markaskorara eru fengnar frá vefsíðunni Fótbolti.net og úrslitasíðunni úrslit.net. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira
Fylkir náði fimm stiga forskoti á toppi Inkasso-deildar karla í fótbolta í kvöld eftir 4-0 heimasigur á Gróttu. Framarar töpuðu enn einum leiknum og HK vann dramatískan sigur í Breiðholtinu. Fylkir er með fimm stigum meira en Keflavík og Þróttur sem bæði eiga leik inni. Þróttarar spila á morgun en Keflvíkingar á laugardaginn. Það tók Fylkismenn rúman klukkutíma að brjóta ísinn á móti Gróttu en síðan komu fjögur mörk á síðasta hálftímanum. Ásgeir Eyþórsson skoraði fyrsta markið en síðan skoraði varamaðurinn Valdimar Þór Ingimundarson tvö mörk með þriggja mínútna millibili. Oddur Ingi Guðmundsson innsiglaði síðan sigurinn sjö mínútum fyrir leikslok. Ivan Bubalo kom Fram í 1-0 á móti Haukum á Ásvöllum en Haukar skoruðu þrjú mörk í seinni hálfleiknum og tryggðu sér sigur. Framarar náðu reyndar að minnka muninn í lokin en það var ekki nóg og þetta var fjórða tap Framliðsins í röð. Bjarni Gunnarsson skoraði sigurmark HK á móti Leikni í Efra-Breiðholti á þriðju mínútu í uppbótartíma. Viktor Helgi Benediktsson hafði komið HK yfir í fyrri hálfleik en Skúli E. Kristjánsson Sigurz jafnaði metin eftir ellefu mínútna leik í seinni hálfleik. HK-ingar unnu þarna sinn annan sigur í röð og sinn þriðja sigur í síðustu fjórum leikjum. HK-liðið er komið upp að hlið Selfoss í sjötta til sjöunda sæti deildarinnar.Úrslit og markaskorarar í Inkasso-deildinni í kvöld:Leiknir R. - HK 1-2 0-1 Viktor Helgi Benediktsson (29.), 1-1 Skúli E. Kristjánsson Sigurz (56.), 1-2 Bjarni Gunnarsson (90.+3).Haukar - Fram 3-2 0-1 Ivan Bubalo (42.), 1-1 Sindri Scheving (54.), 2-1 Arnar Aðalgeirsson (67.), 3-1 Björgvin Stefánsson (75.), 3-2 Guðmundur Magnússon (84.).Fylkir - Grótta 4-0 1-0 Ásgeir Eyþórsson (64.), 2-0 Valdimar Þór Ingimundarson (72.), 3-0 Valdimar Þór Ingimundarson (75.), 4-0 Oddur Ingi Guðmundsson (83.). Upplýsingar um markaskorara eru fengnar frá vefsíðunni Fótbolti.net og úrslitasíðunni úrslit.net.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira