Uppblásnum hindrunum dreift um Laugardalinn Tinni Sveinsson skrifar 21. júlí 2017 15:30 Verið er að ákveða hlaupaleiðina þessa dagana. Byrjun og endastöð brautarinnar verða á svæðinu fyrir neðan Áskirkju og svo verður hlaupið víða um Laugardalinn. Þrautir verða á Valbjarnarvelli og víðar. Google Maps Undirbúningur stendur nú yfir fyrir Gung-Ho hindrunarhlaupið, sem fer fram í Laugardalnum 12. ágúst. Hlaupið er fimm kílómetra langt og er tíu risahindrunum komið fyrir á leiðinni sem þátttakendur klöngrast yfir og hafa gaman af. Hindranirnar sem eru á leið til landsins eru engin smásmíði en hlaupið á uppruna sinn að rekja til Bretlands. Heildar fermetrafjöldinn telur um tvö þúsund fermetra, sem jafngildir því að um 300 bílum væri lagt hlið við hlið, að sögn aðstandenda. „Við þurfum gríðarlega stórt svæði undir hindranirnar sjálfar auk þess sem að þátttakendur fara fimm kílómetra leið í kringum þrautirnar. Það voru því ekki margir staðir sem komu til greina og við erum gríðarlega ánægð hversu vel Laugardalur hentar fyrir viðburðinn,“ segir Davíð Lúther Sigurðarson, framkvæmdastjóri Gung-Ho hlaupsins á Íslandi. Í tilkynningu kemur fram að vel á þriðja þúsund manns hefur skráð sig til þátttöku. Fyrirkomulagið er þannig að um 250 manns eru ræstir af stað á 15 mínútna fresti. Er orðið uppselt í nokkur ráshólf. „Þátttakendur velja sér ráshólf við hæfi og það er jafnt álag í gegnum alla brautina hjá okkur.“ Nánari upplýsingar um hlaupið er að finna á Facebook-síðu þess. Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
Undirbúningur stendur nú yfir fyrir Gung-Ho hindrunarhlaupið, sem fer fram í Laugardalnum 12. ágúst. Hlaupið er fimm kílómetra langt og er tíu risahindrunum komið fyrir á leiðinni sem þátttakendur klöngrast yfir og hafa gaman af. Hindranirnar sem eru á leið til landsins eru engin smásmíði en hlaupið á uppruna sinn að rekja til Bretlands. Heildar fermetrafjöldinn telur um tvö þúsund fermetra, sem jafngildir því að um 300 bílum væri lagt hlið við hlið, að sögn aðstandenda. „Við þurfum gríðarlega stórt svæði undir hindranirnar sjálfar auk þess sem að þátttakendur fara fimm kílómetra leið í kringum þrautirnar. Það voru því ekki margir staðir sem komu til greina og við erum gríðarlega ánægð hversu vel Laugardalur hentar fyrir viðburðinn,“ segir Davíð Lúther Sigurðarson, framkvæmdastjóri Gung-Ho hlaupsins á Íslandi. Í tilkynningu kemur fram að vel á þriðja þúsund manns hefur skráð sig til þátttöku. Fyrirkomulagið er þannig að um 250 manns eru ræstir af stað á 15 mínútna fresti. Er orðið uppselt í nokkur ráshólf. „Þátttakendur velja sér ráshólf við hæfi og það er jafnt álag í gegnum alla brautina hjá okkur.“ Nánari upplýsingar um hlaupið er að finna á Facebook-síðu þess.
Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira