Systurnar földu tárin undir sólgleraugunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. júlí 2017 09:30 Margrét Lára og Elísa Viðarsdætur eru úti í Hollandi að horfa á íslenska landsliðið. Mynd úr einkasafni Þó að krossbandsslit hafi slökkt í EM draumi systranna Elísu og Margrétar Láru Viðarsdætra eru Eyjameyjarnar engu að síður mættar til Hollands þar sem þær dvelja í sumarhúsabyggð með hátt í þrjátíu manns úr fjölskyldunni, og allir mættir til að styðja stelpurnar okkar. Systrunum fannst erfitt að vera í stúkunni í leiknum gegn Frakklandi. „Mér fannst það mjög erfitt þótt við höfum báðar undirbúið okkur mjög vel. Ég setti upp sólgleraugun í þjóðsöngnum,“ segir Margrét Lára. Tárin voru hins vegar af tvennu tagi. „Bæði er maður svekktur yfir að vera ekki að spila og svo var maður grátandi smá gleðitárum, og nú hljóma ég eins og hundrað ára, en ég er búin að vera í þessu í fimmtán ár og sjá hvað við Íslendingar erum frábærir,“ segir Margrét Lára. Hún minnist þess að fimmtíu manns hafi fylgt liðinu á EM í Finnlandi 2009 en nú eru um þrjú þúsund manns í Hollandi.Margrét Lára Viðarsdóttir og Elísa Viðarsdóttir eru báðar í Hollandi að styðja félaga sína í landsliðinu.Mynd/Björn G. Sigurðsson„Að hafa fengið að fara þennan stiga með liðinu, maður fyllist svo miklu stolti. Maður veit að ásamt fleiri leikmönnum á maður smá þátt í því og það er gaf manni óneitanlega mikla gleði líka.“ Elísa, sem er 26 ára varnarmaður, sleit krossband í vináttulandsleik gegn Hollandi í apríl. Tveimur mánuðum síðar sleit markadrottningin krossband í leik í Pepsi-deild kvenna. Í báðum tilfellum varð fljótlega ljóst að þær yrðu ekki með á EM. Elísa segir það líka lærdómsríkt að kynnast því að vera hinum megin við borðið. „Ég held að maður læri ofboðslega mikið af því. Þetta er eitthvað sem mótíverar mann í endurhæfingunni. Maður einhvern veginn er ofboðslega viljugur að gera þetta vel og koma sterkari til baka,“ segir Elísa. Hún setti sömuleiðis upp sólgleraugun á leiknum en það eru ekki bara stundirnar á vellinum sem þær sakna. Stelpurnar í landsliðinu eru duglegar á samfélagsmiðlum þar sem sjá má að lífið á hótelinu er skemmtilegt, mikið hlegið og stundirnar góðar. „En við eigum líka frábærar stundir hérna saman fjölskyldan,“ segir Elísa. Margrét bætir við: „Það er forvitnilegt að fá að vera hinum megin við borðið. Nú vitum við hvað þau verða að gera á HM eftir tvö ár þegar við verðum í harkinu á vellinum,“ segir Margrét Lára. Tekur hún þar af allan vafa um hvort hún hyggi á endurkomu en Margrét verður 31 árs síðar í mánuðinum. Þær eru bjartsýnar fyrir leikinn gegn Sviss í dag. Margrét minnir á að 1-0 tap gegn Frakklandi séu bestu verstu úrslitin sem hægt var að fá. „Ég sé ekki mörg lið fara svona í gegnum Frakklandsleiki,“ segir Margrét og talar af reynslu. Hún skoraði óvænt sigurmark gegn Frökkum árið 2007 í leik sem markaði upphafið að EM ævintýrum stelpnanna okkar sem sér ekki fyrir endann á. Tíu árum síðar eru þær stoltar af því hvar landsliðið er statt og Elísa segir varnarfærslurnar í Frakklandsleiknum í vikunni hafa verið svo til upp á tíu. „Það eina sem vantaði var smá heppni upp við markið,“ segir Margrét. Liðið hafi eflaust verið aðeins stressað gegn Frökkum, ekki náð að halda boltanum nógu vel innan liðsins sem verði eflaust betra gegn Sviss. „Ég held við séum að fara að vinna þennan leik, ég er eiginlega viss um það.“Margrét Lára spjallaði við strákana í Bakaríinu á Bylgjunni í morgun en þeir eru mættir til Hollands og senda þátt sinn út frá Doetinchem. EM 2017 í Hollandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Sjá meira
Þó að krossbandsslit hafi slökkt í EM draumi systranna Elísu og Margrétar Láru Viðarsdætra eru Eyjameyjarnar engu að síður mættar til Hollands þar sem þær dvelja í sumarhúsabyggð með hátt í þrjátíu manns úr fjölskyldunni, og allir mættir til að styðja stelpurnar okkar. Systrunum fannst erfitt að vera í stúkunni í leiknum gegn Frakklandi. „Mér fannst það mjög erfitt þótt við höfum báðar undirbúið okkur mjög vel. Ég setti upp sólgleraugun í þjóðsöngnum,“ segir Margrét Lára. Tárin voru hins vegar af tvennu tagi. „Bæði er maður svekktur yfir að vera ekki að spila og svo var maður grátandi smá gleðitárum, og nú hljóma ég eins og hundrað ára, en ég er búin að vera í þessu í fimmtán ár og sjá hvað við Íslendingar erum frábærir,“ segir Margrét Lára. Hún minnist þess að fimmtíu manns hafi fylgt liðinu á EM í Finnlandi 2009 en nú eru um þrjú þúsund manns í Hollandi.Margrét Lára Viðarsdóttir og Elísa Viðarsdóttir eru báðar í Hollandi að styðja félaga sína í landsliðinu.Mynd/Björn G. Sigurðsson„Að hafa fengið að fara þennan stiga með liðinu, maður fyllist svo miklu stolti. Maður veit að ásamt fleiri leikmönnum á maður smá þátt í því og það er gaf manni óneitanlega mikla gleði líka.“ Elísa, sem er 26 ára varnarmaður, sleit krossband í vináttulandsleik gegn Hollandi í apríl. Tveimur mánuðum síðar sleit markadrottningin krossband í leik í Pepsi-deild kvenna. Í báðum tilfellum varð fljótlega ljóst að þær yrðu ekki með á EM. Elísa segir það líka lærdómsríkt að kynnast því að vera hinum megin við borðið. „Ég held að maður læri ofboðslega mikið af því. Þetta er eitthvað sem mótíverar mann í endurhæfingunni. Maður einhvern veginn er ofboðslega viljugur að gera þetta vel og koma sterkari til baka,“ segir Elísa. Hún setti sömuleiðis upp sólgleraugun á leiknum en það eru ekki bara stundirnar á vellinum sem þær sakna. Stelpurnar í landsliðinu eru duglegar á samfélagsmiðlum þar sem sjá má að lífið á hótelinu er skemmtilegt, mikið hlegið og stundirnar góðar. „En við eigum líka frábærar stundir hérna saman fjölskyldan,“ segir Elísa. Margrét bætir við: „Það er forvitnilegt að fá að vera hinum megin við borðið. Nú vitum við hvað þau verða að gera á HM eftir tvö ár þegar við verðum í harkinu á vellinum,“ segir Margrét Lára. Tekur hún þar af allan vafa um hvort hún hyggi á endurkomu en Margrét verður 31 árs síðar í mánuðinum. Þær eru bjartsýnar fyrir leikinn gegn Sviss í dag. Margrét minnir á að 1-0 tap gegn Frakklandi séu bestu verstu úrslitin sem hægt var að fá. „Ég sé ekki mörg lið fara svona í gegnum Frakklandsleiki,“ segir Margrét og talar af reynslu. Hún skoraði óvænt sigurmark gegn Frökkum árið 2007 í leik sem markaði upphafið að EM ævintýrum stelpnanna okkar sem sér ekki fyrir endann á. Tíu árum síðar eru þær stoltar af því hvar landsliðið er statt og Elísa segir varnarfærslurnar í Frakklandsleiknum í vikunni hafa verið svo til upp á tíu. „Það eina sem vantaði var smá heppni upp við markið,“ segir Margrét. Liðið hafi eflaust verið aðeins stressað gegn Frökkum, ekki náð að halda boltanum nógu vel innan liðsins sem verði eflaust betra gegn Sviss. „Ég held við séum að fara að vinna þennan leik, ég er eiginlega viss um það.“Margrét Lára spjallaði við strákana í Bakaríinu á Bylgjunni í morgun en þeir eru mættir til Hollands og senda þátt sinn út frá Doetinchem.
EM 2017 í Hollandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Sjá meira