Ingibjörg: Aldrei verið svona þreytt eftir leik Kristinn Páll Teitsson skrifar 22. júlí 2017 20:00 Ingibjörg lokar á Vanessa Bürki í leiknum í dag. Vísir/Getty „Fyrsta markið má skrifa á einbeitingarleysi hjá okkur, þær taka innkast og við gleymum okkur að horfa á boltann í staðin fyrir að elta okkar menn,“ sagði Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður íslenska landsliðsins, aðspurð hvað hefði farið úrskeiðis í mörkunum tveimur í kvöld eftir 1-2 tap gegn Sviss í samtali við Kolbein Tuma Daðason, blaðamann Vísis í Hollandi. „Í seinna markinu fer boltinn framhjá mér, ég veit ekki hvort það er að ég hafi misst af mínum manni en allaveganna klárar hún þetta fyrir aftan mig. Við getum og eigum að gera betur þar, við munum skoða þetta því við eigum ekki að fá tvö mörk á okkur.“ Ingibjörg sagðist lítið velta fyrir sér kringumstæðunum en hún er á sínu fyrsta stórmóti. „Ég er bara að einblína á að spila fótbolta, ég elska að spila fótbolta en það róar mann niður að hafa þessa tvo reynslubolta mér við hlið. Ef ég geri mistök eru þær oftast mættar til að styðja við mig.“ Hún var ekki á því að leggja árar í bát þrátt fyrir að staðan væri slæm. „Við þurfum að halda áfram, þetta hlýtur að fara að detta með okkur núna. Við erum búnar að leggja okkur allar í þetta, í leiknum í dag vorum við að berjast allt til loka og áttum meira skilið,“ sagði Ingibjörg sem var lúin eftir leik. „Ég veit ekki hvort ég nái að labba út í rútuna, ég er gjörsamlega búin á því,“ sagði hún að lokum. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Sviss 1-2 | Stelpurnar í erfiðri stöðu eftir annað tapið Ísland náði forystunni gegn Sviss en það dugði ekki til. Íslenska liðið er án stiga eftir tvo leiki og útlitið svart. 22. júlí 2017 18:00 Mikil óánægja með dómgæsluna á Twitter: Fengu þær dómararéttindin úr kornflexpakka? Íslendingar furðuðu sig á dómgæslunni í seinni hálfleik í leik Íslands og Sviss en það var hreint út sagt ótrúlegt að Lara Dickenmann, fyrirliði Sviss, hafi ekki fengið rautt spjald í leiknum. 22. júlí 2017 18:37 Einkunnir íslensku stelpnanna: Fanndís besti leikmaður Íslands í dag Fanndís Friðriksdóttir var besti leikmaður Íslands í 1-2 tapi gegn Sviss á EM í Hollandi í dag að mati íþróttadeildar 365 en leikmenn íslenska liðsins áttu misgóðan leik. 22. júlí 2017 18:09 Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Sjá meira
„Fyrsta markið má skrifa á einbeitingarleysi hjá okkur, þær taka innkast og við gleymum okkur að horfa á boltann í staðin fyrir að elta okkar menn,“ sagði Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður íslenska landsliðsins, aðspurð hvað hefði farið úrskeiðis í mörkunum tveimur í kvöld eftir 1-2 tap gegn Sviss í samtali við Kolbein Tuma Daðason, blaðamann Vísis í Hollandi. „Í seinna markinu fer boltinn framhjá mér, ég veit ekki hvort það er að ég hafi misst af mínum manni en allaveganna klárar hún þetta fyrir aftan mig. Við getum og eigum að gera betur þar, við munum skoða þetta því við eigum ekki að fá tvö mörk á okkur.“ Ingibjörg sagðist lítið velta fyrir sér kringumstæðunum en hún er á sínu fyrsta stórmóti. „Ég er bara að einblína á að spila fótbolta, ég elska að spila fótbolta en það róar mann niður að hafa þessa tvo reynslubolta mér við hlið. Ef ég geri mistök eru þær oftast mættar til að styðja við mig.“ Hún var ekki á því að leggja árar í bát þrátt fyrir að staðan væri slæm. „Við þurfum að halda áfram, þetta hlýtur að fara að detta með okkur núna. Við erum búnar að leggja okkur allar í þetta, í leiknum í dag vorum við að berjast allt til loka og áttum meira skilið,“ sagði Ingibjörg sem var lúin eftir leik. „Ég veit ekki hvort ég nái að labba út í rútuna, ég er gjörsamlega búin á því,“ sagði hún að lokum.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Sviss 1-2 | Stelpurnar í erfiðri stöðu eftir annað tapið Ísland náði forystunni gegn Sviss en það dugði ekki til. Íslenska liðið er án stiga eftir tvo leiki og útlitið svart. 22. júlí 2017 18:00 Mikil óánægja með dómgæsluna á Twitter: Fengu þær dómararéttindin úr kornflexpakka? Íslendingar furðuðu sig á dómgæslunni í seinni hálfleik í leik Íslands og Sviss en það var hreint út sagt ótrúlegt að Lara Dickenmann, fyrirliði Sviss, hafi ekki fengið rautt spjald í leiknum. 22. júlí 2017 18:37 Einkunnir íslensku stelpnanna: Fanndís besti leikmaður Íslands í dag Fanndís Friðriksdóttir var besti leikmaður Íslands í 1-2 tapi gegn Sviss á EM í Hollandi í dag að mati íþróttadeildar 365 en leikmenn íslenska liðsins áttu misgóðan leik. 22. júlí 2017 18:09 Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Sviss 1-2 | Stelpurnar í erfiðri stöðu eftir annað tapið Ísland náði forystunni gegn Sviss en það dugði ekki til. Íslenska liðið er án stiga eftir tvo leiki og útlitið svart. 22. júlí 2017 18:00
Mikil óánægja með dómgæsluna á Twitter: Fengu þær dómararéttindin úr kornflexpakka? Íslendingar furðuðu sig á dómgæslunni í seinni hálfleik í leik Íslands og Sviss en það var hreint út sagt ótrúlegt að Lara Dickenmann, fyrirliði Sviss, hafi ekki fengið rautt spjald í leiknum. 22. júlí 2017 18:37
Einkunnir íslensku stelpnanna: Fanndís besti leikmaður Íslands í dag Fanndís Friðriksdóttir var besti leikmaður Íslands í 1-2 tapi gegn Sviss á EM í Hollandi í dag að mati íþróttadeildar 365 en leikmenn íslenska liðsins áttu misgóðan leik. 22. júlí 2017 18:09