Stelpurnar okkar eru klárar í næsta leik Elías Orri Njarðarson skrifar 23. júlí 2017 20:19 Leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, sem eru staddar á EM í Hollandi, mættu á æfingu í dag eftir svekkjandi tap gegn Sviss í gær. Þær ræddu við Kolbein Tuma Daðason að lokinni æfingu. Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði Íslands á mótinu segir það vera mjög erfitt að hafa ekki komist upp úr riðlinum en Ísland tapaði fyrsta leik 1-0 gegn Frakklandi og öðrum leiknum 2-1 á móti Sviss. „Það hefur bara verið svolítið erfitt. Við settum okkur það markmið að komast upp úr riðlinum og það er ógeðslega erfitt að sætta sig við að við náðum ekki markmiðinu,“ sagði Sara Björk. Sif Atladóttir lagði sig alla fram í leiknum í gær og bjargaði liðinu tvisvar stórkostlega á síðustu mínútum leiksins en hún var einnig svekkt með tapið á móti Sviss en er farin að einbeita sér að vinna næsta leik á móti Austurríki á miðvikudag. „Andlega líðan er betri, við tókum góðan fund í morgun og við eigum einn leik eftir þannig að við erum ekkert að fara að leggjast niður og grafa okkur í einhverja holu. Við ætlum að fara í þann leik og vinna hann bara og þakka þannig bara fyrir okkur,“ sagði Sif. Hólmfríður Magnúsdóttir, einn reynslumesti leikmaður landsliðsins, var jákvæð með framhaldið og segir að leikmenn Íslands ætla ekki að gefa tommu eftir á miðvikudaginn. „Allir sem þekkja okkur vita það að við gefumst ekkert upp. Við munum skilja allt eftir inn á vellinum í næsta leik og fara héðan stoltar,“ sagði Hólmfríður. Sara Björk og Sif meiddust báðar í leiknum við Sviss, leikmenn beggja liða tóku vel á hvor öðrum, en þær eru báðar staðráðnar í að spila næsta leik. „Ég verð orðin góð á miðvikudaginn sko, ég þarf bara einn dag og svo verð ég góð,“ sagði fyrirliðinn. Sif er á sama máli en hún kveðst verða tilbúin til þess að drepa fyrir íslenska liðið. „Ekki spurning! Ég er alltaf til í stíð,“ sagði Sif brosandi að lokum. Viðtalið í heild sinni má svo sjá hér í spilaranum að ofan. EM 2017 í Hollandi Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Fleiri fréttir Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Sjá meira
Leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, sem eru staddar á EM í Hollandi, mættu á æfingu í dag eftir svekkjandi tap gegn Sviss í gær. Þær ræddu við Kolbein Tuma Daðason að lokinni æfingu. Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði Íslands á mótinu segir það vera mjög erfitt að hafa ekki komist upp úr riðlinum en Ísland tapaði fyrsta leik 1-0 gegn Frakklandi og öðrum leiknum 2-1 á móti Sviss. „Það hefur bara verið svolítið erfitt. Við settum okkur það markmið að komast upp úr riðlinum og það er ógeðslega erfitt að sætta sig við að við náðum ekki markmiðinu,“ sagði Sara Björk. Sif Atladóttir lagði sig alla fram í leiknum í gær og bjargaði liðinu tvisvar stórkostlega á síðustu mínútum leiksins en hún var einnig svekkt með tapið á móti Sviss en er farin að einbeita sér að vinna næsta leik á móti Austurríki á miðvikudag. „Andlega líðan er betri, við tókum góðan fund í morgun og við eigum einn leik eftir þannig að við erum ekkert að fara að leggjast niður og grafa okkur í einhverja holu. Við ætlum að fara í þann leik og vinna hann bara og þakka þannig bara fyrir okkur,“ sagði Sif. Hólmfríður Magnúsdóttir, einn reynslumesti leikmaður landsliðsins, var jákvæð með framhaldið og segir að leikmenn Íslands ætla ekki að gefa tommu eftir á miðvikudaginn. „Allir sem þekkja okkur vita það að við gefumst ekkert upp. Við munum skilja allt eftir inn á vellinum í næsta leik og fara héðan stoltar,“ sagði Hólmfríður. Sara Björk og Sif meiddust báðar í leiknum við Sviss, leikmenn beggja liða tóku vel á hvor öðrum, en þær eru báðar staðráðnar í að spila næsta leik. „Ég verð orðin góð á miðvikudaginn sko, ég þarf bara einn dag og svo verð ég góð,“ sagði fyrirliðinn. Sif er á sama máli en hún kveðst verða tilbúin til þess að drepa fyrir íslenska liðið. „Ekki spurning! Ég er alltaf til í stíð,“ sagði Sif brosandi að lokum. Viðtalið í heild sinni má svo sjá hér í spilaranum að ofan.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Fleiri fréttir Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Sjá meira