AGS spáir minni hagvexti á Bretlandi og í Bandaríkjunum Kjartan Kjartansson skrifar 24. júlí 2017 08:15 Christine Lagarde er framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Vísir/EPA Hagkerfi Bretlands og Bandaríkjanna munu vaxa minna á þessu ári en áður hafði verið spáð. Þetta er niðurstaða nýrrar úttektar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Spá sjóðsins um áframhaldandi hagvöxt á heimsvísu er þó óbreytt. Minni umsvif en gert hafði verið ráð fyrir á fyrsta ársfjórðungi er ástæða þess að AGS spáir nú 1,7% hagvexti á Bretlandi í stað 2% áður og 2,1% hagvexti í Bandaríkjunum í stað 2,3% áður. Á heimsvísu spáir sjóðurinn enn 3,5% hagvexti á þessu ári og 3,6% á því næsta samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC. AGS sér fram á betri horfur fyrir nokkur Evruríki en hann hafði áður spáð, þar á meðal í Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu og Spáni þar sem nú er gert ráð fyrir meiri hagvexti. Hagvaxtarspáin fyrir árið 2018 í Bretlandi er óbreytt í 1,5% en AGS hefur lækkað spána fyrir Bandaríkin úr 2,5% í 2,1%. Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hagkerfi Bretlands og Bandaríkjanna munu vaxa minna á þessu ári en áður hafði verið spáð. Þetta er niðurstaða nýrrar úttektar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Spá sjóðsins um áframhaldandi hagvöxt á heimsvísu er þó óbreytt. Minni umsvif en gert hafði verið ráð fyrir á fyrsta ársfjórðungi er ástæða þess að AGS spáir nú 1,7% hagvexti á Bretlandi í stað 2% áður og 2,1% hagvexti í Bandaríkjunum í stað 2,3% áður. Á heimsvísu spáir sjóðurinn enn 3,5% hagvexti á þessu ári og 3,6% á því næsta samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC. AGS sér fram á betri horfur fyrir nokkur Evruríki en hann hafði áður spáð, þar á meðal í Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu og Spáni þar sem nú er gert ráð fyrir meiri hagvexti. Hagvaxtarspáin fyrir árið 2018 í Bretlandi er óbreytt í 1,5% en AGS hefur lækkað spána fyrir Bandaríkin úr 2,5% í 2,1%.
Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira