Nýkrýndur heimsmeistari á nú tíu bestu tímana frá upphafi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2017 17:33 Adam Peaty með gullið sitt. Vísir/Getty Bretinn Adam Peaty varði í kvöld heimsmeistaratitil sinn í 100 metra bringusundi og setti um leið nýtt heimsmeistaramótsmet á HM í sundi í Búdapest. Bretar unnu tvö gull í kvöld því Ben Proud vann 50 metra flugsundið. Hin ungverska Katinka Hosszú varð heimsmeistari í 200 metra fjórsundi og hin sænska Sarah Sjöström setti nýtt heimsmeistaramótsmet þegar hún vann 100 metra flugsund.Adam Peaty kom í mark í 100 metra bringusundinu á 57,47 sekúndum eða 0,34 sekúndum frá heimsmeti sínu. Hann kom í mark meira en sekúndu á undan næsta manni sem var Kevin Cordes frá Bandaríkjunum en þriðji varð síðan Rússinn Kirill Prigoda. Hinn 22 ára gamli Adam Peaty vann einnig Ólympíugullið í Ríó en hann tvíbætti meistaramótsmetið, fyrst í undanrásum og svo aftur í úrslitum. Eftir þessi tvo flottu sund þá á Adam Peaty nú tíu bestu tímana frá upphafi í 100 metra bringusundi sem er mögnuð staðreynd sem um leið lýsir vel hversu mikill yfirburðarmaður hann er í dag.Landi hans Ben Proud vann 50 metra flugsundið á 22,75 sekúndum en annar var Nicholas Santos frá Brasilíu og þriðji Andriy Hovorov frá Úkraínu.Sarah Sjöström vann þriðja heimsmeistaragullið í röð í 100 metra flugsundi og hefur nú unnið þessa grein fjórum sinnum á HM. Sjöström vann fyrst í Róm 2009 en hefur síðan unnið hana 2013 í Barcelona, 2015 í Kazan og svo nú 2017 í Búdapest. Sjöström kom í mark á 55,53 sekúndum en önnur var Emma McKeon frá Ástralíu og þriðja Kelsi Worrell frá Bandaríkjunum.Katinka Hosszú frá Ungverjalandi kom í mark í 200 metra fjórsundi á 2:07.00 mínútum en önnur var Yui Ohashi frá Japan og þriðja Madisyn Cox frá Bandaríkjunum. Líkt og Sjöström þá vann Hosszú einnig þessa grein á HM 2013 og HM 2015. Sund Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Sá allra svalasti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Dagskráin í dag: Allskonar fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Sjá meira
Bretinn Adam Peaty varði í kvöld heimsmeistaratitil sinn í 100 metra bringusundi og setti um leið nýtt heimsmeistaramótsmet á HM í sundi í Búdapest. Bretar unnu tvö gull í kvöld því Ben Proud vann 50 metra flugsundið. Hin ungverska Katinka Hosszú varð heimsmeistari í 200 metra fjórsundi og hin sænska Sarah Sjöström setti nýtt heimsmeistaramótsmet þegar hún vann 100 metra flugsund.Adam Peaty kom í mark í 100 metra bringusundinu á 57,47 sekúndum eða 0,34 sekúndum frá heimsmeti sínu. Hann kom í mark meira en sekúndu á undan næsta manni sem var Kevin Cordes frá Bandaríkjunum en þriðji varð síðan Rússinn Kirill Prigoda. Hinn 22 ára gamli Adam Peaty vann einnig Ólympíugullið í Ríó en hann tvíbætti meistaramótsmetið, fyrst í undanrásum og svo aftur í úrslitum. Eftir þessi tvo flottu sund þá á Adam Peaty nú tíu bestu tímana frá upphafi í 100 metra bringusundi sem er mögnuð staðreynd sem um leið lýsir vel hversu mikill yfirburðarmaður hann er í dag.Landi hans Ben Proud vann 50 metra flugsundið á 22,75 sekúndum en annar var Nicholas Santos frá Brasilíu og þriðji Andriy Hovorov frá Úkraínu.Sarah Sjöström vann þriðja heimsmeistaragullið í röð í 100 metra flugsundi og hefur nú unnið þessa grein fjórum sinnum á HM. Sjöström vann fyrst í Róm 2009 en hefur síðan unnið hana 2013 í Barcelona, 2015 í Kazan og svo nú 2017 í Búdapest. Sjöström kom í mark á 55,53 sekúndum en önnur var Emma McKeon frá Ástralíu og þriðja Kelsi Worrell frá Bandaríkjunum.Katinka Hosszú frá Ungverjalandi kom í mark í 200 metra fjórsundi á 2:07.00 mínútum en önnur var Yui Ohashi frá Japan og þriðja Madisyn Cox frá Bandaríkjunum. Líkt og Sjöström þá vann Hosszú einnig þessa grein á HM 2013 og HM 2015.
Sund Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Sá allra svalasti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Dagskráin í dag: Allskonar fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Sjá meira